Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 26
---------------------■'
TRAUSTI SIGURLAUGSSON:
Vinnu- og
dvalarheimili
Sjálfsbjargar
Stefnt er að því, að framkvæmdum við
dvalarheimilið verði að fullu lokið upp úr
áramótum 1972—’73 og að rekstur geti þá
hafizt.
Á þessu ári hefur verið unnið við tré-
verk (skápa, hurðir, niðurfelld loft o. fl.),
málningu og loftræstikerfi. Framkvæmdir
við þessa verkþætti hafa gengið vel og er
þeim um það bil að ljúka. Smíði og frá-
gangi handriða og flísalögn á bað- og
snyrtiherbergjum er lokið.
Þrjár lyftur verða í þessum hluta húss-
ins, tvær í stigahúsi og ein, sem staðsett
er við eldhús og verður hún aðallega not-
uð til vöruflutninga og annarrar þjónustu.
Standa vonir til, að allar lyfturnar verði
tilbúnar í desember.
Öll hreinlætistæki hafa verið keypt og
verður gengið frá þeim, þegar henta þykir.
Ákvörðun hefur verið tekin um tækja-
búnað í aðaleldhús, húsbúnað í matsal og
skipulagningu á kaffieldhúsum á 3., 4. og
5. hæð.
Endurhæfingarráð ríkisins hefur óskað
eftir að fá leigt 70—80 m2 húsnæði fyrir
skrifstofur ráðsins, í dvalarheimilinu. —
Samþykkt var að leigja ráðinu umbeðið
húsnæði, enda leggi ráðið fram fé til inn-
réttingar á því. Skrifstofurnar verða stað-
settar á fyrstu hæð dvalarheimilisálmunn-
ar, við hlið endurhæfingarstöðvarinnar.
Mun endurhæfingarráð reka þar prófunar-
stöð fyrir öryrkja og jafnframt veita
þeim upplýsingar um hina ýmsu þætti
endurhæfingar. Þessi starfsemi mun vænt-
anlega hef jast um næstu áramót.
Auglýst var eftir umsóknum um vistun
1 dvalarheimilinu nú í september og
hafa margar umsóknir borizt, en til ráð-
stöfunar eru 45 einstaklingsherbergi. Rétt
26 SJÁLFSBJÖRG