Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 18
hún hafði dælt í sig. Ég vildi gjarna þola
slíka drykkju. Enda fannst mér hún hafa
stækkað frá því í gærkvöld, þanist öll út.
Það var eins og hún væri komin á steyp-
irinn. Það yrði þokkalegt, þegar hún yrði
léttari. Ég gat ekki hugsað það til enda.
Frjósemi þessara kvikinda er alveg dæma-
laus.
— En í vinnuna varð ég að fara. En hún
skyldi ekki með. Nóg var nú samt. Ég
reyndi að laumast frá henni, þar sem hún
spókaði sig á logarauðum gýg Heklu eftir
Matthías. En það tókst samt ekki, því að
í strætisvagninum var hún á iði bak við
eyrað á mér. Það, sem ég skammaðist mín.
Allir hlutu að sjá hana. Mér fannst far-
þegarnir stara á mig. Næst beit hún mig
undir buxnastrengnum, og ég lét hana
vera. Þar sást hún þó ekki. En notalegheit-
in, tölum ekki um það. Allan daginn var ég
að kiða mér og aka eins og kláðagemling-
ur. Ég hafði engan blívanlegan frið.
Þanng gekk þetta í hálfan mánuð. Ég
var að tapa glórunni. Og þennan dag sagði
ég upp á skrifstofunni og ákvað að helga
stríðinu við flóna allan tíma minn og hug-
vit. Annað hvort okkar skyldi liggja.
Ég hafði upphugsað margskonar vopn
fyrir lokaáhlaupið og gekk með lista yfir
þau í búðir, en úrvalið var ekki mikið.
Ég keypti sleggju til að knalla hana
með. Ryksugu, ef hægt væri að soga hana
upp. Bílfjöður, járnkall og haka til áslátt-
ar. Og ég tók með heim járntunnu fulla
af tjöruhampi, ef takast mætti að bræla
hana út. Einnig keypti ég margt smærri
vopna, sem henta betur í létthernaði, svo
sem golfkúlur, badmintonspaða og ýmis-
konar mottur og klúta, er gefa þung högg
á stærri fleti. Teygisnúrur hafði ég með,
einnig handöxi, hamar og sög. Blásýru
keypti ég fyrir 27 krónur, til að skvetta,
loks eter á glasi til að deyfa svínið, ef
hægt væri. Sportmaður gaf mér að lokum
skammbyssu og sextíu skot. Nú skyldi
gengið til verks.
Kvöldið var óvenju rólegt, þó bar hana
við hvítan grunn, er ég hrærði skyrið,
og gaf mér trukk í hnakkann, er ég hellti
upp á könnuna. En það var ekki fyrr en
ég var háttaður, að hún hóf sókn fyrir
alvöru.
Og nú var hún á mörgum stöðum í einu.
Á skrokknum á mér. f rúminu og upp
um öll þil. Hún fór jafnvel einu sinni á
kaf upp í aðra nösina á mér. — Þá var
ég höndum seinni að lykta af eter-glasinu
og svæfa hana þar. Þá skyldi ég með gleði
hafa snýtt mér beint í eldinn.
En nú hóf ég áhlaupið. Ég beitti fyrst
hinum léttari vopnum af mikilli íþrótt,
kúlum, spöðum og klútum. Síðan fór ég
yfirferð með hin þyngri vopnin, lamdi
allt, malaði og braut. En allt kom fyrir
ekki. Hún virtist sprækari og sprækari.
Þá skvetti ég blásýrunni í rúmið og á
veggina og braut eter-glasið inni í stof-
unni. Kveikti þar næst í tjöruhampinum,
svo að íbúðin fylltist stækum reyk. Og
til frekara öryggis skaut ég öllum þess-
um 60 skotum inn í bræluna. Ég óskaði,
að Kaninn hefði verið búinn að sanna gildi
atómsprengjunnar, þegar þetta var. Ég
hefði sprengt hana þarna inni. Ég var
kominn í skap til þess.
En nú varð ég að forða mér út, til þess
að kafna ekki sjálfur. Ég settist yzt á
lóðina og horfði á viðurstyggð eyðilegg-
ingarinnar: Sundurskotnar rúður og
sprungna veggi, sem grágulur tjörureyk-
urinn þrengdi sér út um. En þó var mér
til huggunar, að einhvers staðar á þess-
um vígvelli, hlaut hið blóðþyrsta, kol-
svarta kvikindi að liggja, marin, steikt
eða svæfð og kæfð, milli limlestra hús-
gagnanna. Gat nokkurt líf tórt í þessum
18 SJÁLFSBJÖRG