Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 28

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 28
r Bréf frá Pálínu frænku Hverakróki á hundadögum, anno 1972. Kæra Björg. Það er víst tími til kominn, að ég setj- ist niður og hripi þér nokkrar línur. Vil ég þá fyrst þakka þér bréfkornið hér um árið. Það gladdi einmana sál á eyðilegum stað. Þá vil ég þakka þér sendinguna á dög- unum, þ. e. pennann, blekið, að ógleymdri andagiftinni. Allt kom það að góðu gagni, einkum það síðastnefnda, þótt varla nái hún þyngd sálar minnar, sem ku vera 21 gramm. Vissir þú ef til vill ekki, að búið var að slá vigt á sálartetrið? Ójú, og það var nú einfalt mál. Fólk hefur verið vigtað í andaslitrunum og svo aftur, er það hefur geyspað golunni og þá hefur komið í ljós, að við andlátið léttist það um 21 gramm. Ergo: Sálin er 21 gramm. En þótt umrædd andagift næði ekki þessum grammafjölda, kom hún sér vel, því að veðurlagsins blíða hefur verið á þann veg síðustu vikurnar, að ég er hreint alveg búin að gleyma, hvort sólin er gul eða rauð, nema hvort tveggja sé. Annars vil ég nú kenna sumarfríi sjónvarpsveður- fræðinga um, því að þeir vanda veðrið mun betur, þegar þeir verða að standa augliti til auglitis við mann, heldur en þegar þeir geta látið útvarpsþulinn skila veðurfréttunum á öldum ljósvakans. En nóg um veðrið að sinni. Viltu bera félögum þínum á fsafirði þakkir mínar fyrir höfðinglegar móttökur og skemmtilega samveru á sambands- stjórnarfundinum s. 1. vor. Reyndar þótti mér alveg frábært, að þú skyldir fá þenn- an fund haldinn á ísafirði, á þeirri for- 28 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.