Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 22
í sjúkraþjálfun o. fl. — Unnið hefur verið
að því við menntamálaráðherra, að sett
verði handrið og skábrautir við opinberar
byggingar, þar sem þeirra er þörf.
íþróttasamband fslands og Sjálfsbjörg,
munu í samvinnu stofna til íþróttaiðkana
fatlaðs fólks.
Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum hélt
tvo stjórnarfundi á liðnu starfsári. Þar
var m. a. rætt um byggingarsamþykktir
Norðurlanda, æskulýðsmál, inngöngu
Norðurlandanna í Efnahagsbandalag
Evrópu og hugsanleg áhrif hennar á hags-
muni fatlaðra.
Á árinu 1971 efndu samtökin til tveggja
happdrætta. Hagnaður af þeim varð tæp-
lega 1.9 milljónir króna.
Merkja- og blaðasalan á f járöflunardag-
inn f jórða sunnudag í september gekk vel.
Hrein eign landssambandsins í árslok 1971
var um kr. 32.8 milljónir króna.
Að lokum færðu stjórn og framkvæmda-
stjóri öllum þeim aðilum, sem landssam-
bandið hafði haft samskipti við á starfs-
árinu, beztu þakkir fyrir velvilja og
stuðning.
OR HELZTU SAMÞYKKTUM
ÞINGSINS
TrYggingamál,
1. Elli- og örorkulífeyrir verði aðskil-
inn.
2. Örorkulífeyrir, að viðbættri tekju-
tryggingu, verði það hár, að hann nemi
a. m. k. 75% af almennu dagvinnukaupi
verkamanns. Auk þess verði heimild til
frekari hækkunar, ef sérstaklega stend-
ur á.
3. Nauðsynlegt er að endurskoða 12.
grein laga um almannatryggingar varð-
andi örorkumat, þannig að breytt verði
tekjuviðmiðun greinarinnar.
4. Allar bætur fylgi vísitölu framfærslu-
kostnaðar, eins og hún er á hverjum tíma.
5. Þingið telur brýna nauðsyn á því að
endurskoða þann kafla laga um almanna-
tryggingar, sem f jallar um slysatrygging-
ar, með því markmiði, að allir þjóðfélags-
þegnar verði slysatryggðir.
6. Unnið verði að því, að fötluðum hús-
mæðrum verði veittur styrkur til kaupa
á nauðsynlegum heimilistækjum.
7. Þingið skorar á heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið, að gefa út bækling
um réttindi öryrkja.
8. Örorkulífeyrisþegi, sem dvelur á
sjúkrahúsi eða dvalarheimili og er algjör-
lega tekjulaus, fái greidd 50% af lág-
marksbótum til persónulegra þarfa.
Ingivaldur Benediktsson afhendir Konróð Þorsteins-
syni, fyrsta formanni Sjálfsbjargar á Sauðárkróki,
málverk að gjöf frá félaginu.
22 SJÁLFSBJÖRG