Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 12
ræðum, heldur njóta þeir jafnframt fr- tímans saman. 50% foreldranna eiga börn, sem haldin eru sálrænum kvill- um, og eru því sjálfir orðnir þjakaðir og þreyttir, þegar þeir koma til sumar- búðanna. Börnin eru í eigin búðum, þar sem þau eru í vörzlu kennara, sálfræði- stúdenta, félagsfræðinema og annarra, sem hafa aflað sér þeirrar menntunar, sem gerir þá hæfa til þess konar starfa. Auk þess er fjöldi unglinga til aðstoðar í búðunum. Allt frá því að þessi fræðslunámskeið hófust, hefur það verið mikilvægt fyrir okkur að fá foreldrana til að tjá sig um vandkvæði sín og leita ráða. Þróunin varð sú, að áhugasömustu og hæfustu for- eldrunum er boðið á sérnámskeið, þar sem þeir eru þjálfaðir til að verða leiðsögu- menn, fyrirlesarar og forstöðumenn eigin námskeiða. Einnig var mikilvægt að sýna foreldrunum fram á, hvað unnizt gat við, að bindast innbyrðis samtökum í tengsl- um við Landssamband fatlaðra eða félag vangefinna. Með þessum hætti hafa mörg foreldrafélög orðið til, og reynt hefur verið að brýna fyrir þeim hverju fyrir sig, hvaða vanda þeim beri sérstaklega að takast á við í sínu umhverfi, til dæmis að fylgjast gaumgæfilega með því, að barnaleikvellir, dagheimili, skólar og aðrar stofnanir haldi þau ákvæði, sem lögin hafa sett um að veita fötluðum börnum jafna möguleika á við þau heilu. Annars konar námskeið eru nú haldin með vissu millibili, tengd samvinnu okk- ar og yfirvaldanna. Áðurnefnt fræðslu- fyrirkomulag hefur nefnilega vakið verð- skuldaða athygli og hrifningu bæði meðal almennings og embættis- og stjórnmála- manna. Reynt hefur verið að hagnýta þetta fyrirkomulag á fleiri sviðum félags- mála, og ávallt hefur verið náin samvinna og hugmyndatengsl milli opinberra stjórn- valda og Landssambands fatlaðra. Á öllum okkar námskeiðum er að finna fulltrúa ýmissa stétta og opinberra aðila, sem halda framsöguræður. Stundum eru það fulltrúar frá félagsmálaráðuneytinu og hingað til hefur ráðuneytið verið svo ánægt með árangur þessarar starfsemi, að það hefur greitt allan kostnað af henni. Árið 1971 námu útgjöld 550.000.00 norskra króna og núna, 1972, höfum við fengið 600.000.00 kr. styrk. Þátttaka for- eldranna sjálfra er þeim að kostnaðar- lausu. Námskeiðin eru einatt haldin í hentug- um gistihúsum, eða á svæðum, þar sem fyrir hendi eru gistimöguleikar við sann- gjörnu verði. Ennfremur er reynt að að- stoða þá foreldra, sem eiga í erfiðleikum með að fá barnagæzlu og í strjálbýlustu héruðunum, þar sem vegalegndir eru mikl- ar, hefur foreldrunum í sumum tilvikum verið veittur ferðastyrkur. Félagsráðgjafar eru nú starfandi við fjórar héraðslæknaskrifstofur og skipu- leggja þeir m. a. þessi námskeið í samráði við Landssamband fatlaðra. Sambandið hefur einnig gerzt þátttakandi í alhliða og gagnkvæmri upplýsingaþjónustu, svo að árið 1973 munu samtökin njóta enn betri faglærðra og leiðbeinandi starfs- krafta. Það er vissulega óhætt að slá því föstu, að öll þessi starfsemi hefur verið foreldr- um fatlaðra barna til ómetanlegs gagns. Blöðin hafa sýnt þessu starfi mikinn áhuga og það hefur verið hvetjandi fyrir alla aðra starfsemi í þágu fatlaðra. Al- menningur sér, að Landssamband fatlaðra í Noregi er virkt og leiðandi afl, sem fær ýmsu áorkað í baráttu sinni fyrir starf- sömu og sjálfstæðu lífi til handa fötluð- um. 12 SJÁT.FSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.