Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 6
orkulífeyrir eða bætur eingöngu eftir læknisfræðilegu mati. Til þess að njóta örorkulífeyris þurfa menn að uppfylla þau skilyrði að vera a aldrinum 16—67 ára. Séu menn orðnir 67 ára tekur ellilífeyrir við því hlutverki, sem örorkulífeyrir áður gegndi. Börn innan 16 ára eiga ekki rétt á örorkulífeyri, þar sem þau eru talin á framfæri foreldra, en ör- orkustyrk má greiða þeirra vegna, ef bækl- un þeirra eða vanþroski hefur í för með sér mikil útgjöld. Upphæð örorkulífeyris hefur hækkað allverulega upp á síðkastið. I janúar 1971 var hann kr. 4.900.00 á mánuði, en frá júlí 1972 er upphæðin 7.244.00 kr. Auk þessarar hækkunar kom merkilegt nýmæli til framkvæmda í ágúst 1971, en það var ákvæðið um lágmarkstekjutryggingu. Sú upphæð, sem það ákvæði á að tryggja, að allir hafi sér til framfæris, er frá júlímán. 1972 að telja kr. 11.200.00 á mánuði fyrir einhleyping og 20.160.00 kr. fyrir hjón. Um hækkun lífeyris, til þess að tekjur nái þessu marki, þarf að sækja sérstak- lega eins og allar aðrar bætur. Upphæðin sem hver og einn á rétt á er það, sem á vantar að örorkulífeyririnn (7.244.00 kr. á mann) og aðrar tekjur, sem öryrkinn kann að hafa, nái tekjutryggingarmark- inu (11.200.00 kr. fyrir einhleyping). Nú geta aðstæður verið þannig, að ör- yrki komist ekki af með þá upphæð, sem lögboðið er að tryggja honum, og er þá heimilt að veita honum enn frekari hækk- un. Þetta ákvæði hefur lengi verið í lögun- um, og það virðist nokkuð útbreiddur mis- skilningur, að með tilkomu tekjutrygging- arinnar hafi það fallið niður, en svo er ekki. Eina breytingin er sú, að áður var hækkun aðeins veitt að tillögu sveitar- stjórnar, sem átti að greiða 3/5 uppbótar- innar. Nú er þessi uppbót veitt og greidd af Tryggingastofnuninni, án þess að fram- færslusjónarmið sveitarfélaga komi þai við sögu. Þessi heimildaruppbót komur til greina, ef bótaþegi dvelur á hæli eða hef- ur mikil útgjöld vegna húsnæðis, heimilis- njalpar eða annars óhjákvæmilegs til- kostnaðar. Ef öryrki dvelui á sjúkrahúsi eða hæli renna örorkubætur til stofnunarinnar, þeg- ar viðkomandi er búinn að dvelja þar sam- tals 4 mánuði á tveimur árum. Sé öryrk- inn hins vegar algerlega tekjulaus, er heim- ilt að greiða honum sjálfum upphæð, sem nemur 25% bótanna. Sérstök ástæða er til að benda á þessa heimild, vegna þess að nokkuð ber á, að menn viti ekki um hana. Öryrkinn sjálfur eða aðstandendur hans geta beðið þá stofnun, sem hann dvelur á að sækja um þessa greiðslu. Þetta eru þær upphæðir, sem til greina kemur að öryrkinn geti fengið sjálfum sér til framfæris, en séu sérstakar ástæður fyrir hendi, má greiða maka öryrkjans styrk, sem nema má nú allt að 5.800.00 kr. á mánuði og kallast makabætur. Það hefur lengi verið skylt að greiða barnalífeyri með barni, ef faðir þess er öryrki, en mikil tregða var á að fá viður- kennt réttmæti þess að greiða með barni, ef móðir þess var öryrki. Þessi viðurkenn- ing fékkst þó að lokum lögfest með breyt- ingum á tryggingalöggjöfinni, sem sam- þykkt var í desember 1971. Barnalífeyrir er því nú greiddur með barni öryrkja, hvort sem það er faðirinn eða móðirin, sem á í hlut, og séu þau bæði öryrkjar, fær það tvöfaldan lífeyri. Upphæð barna- lífeyris er nú kr. 3.707.00 á mánuði. Ör- yrkjar eiga auk þessa sama rétt og aðrir foreldrar á fjölskyldubótum, vegna barna sinna, en þær eru nú kr. 10.000.00 á ári. Allar þessar bætur, sem hér hefur verið FRAMHALD á bls. U. 6 SJÁLFSBJÖIÍG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.