Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 13
r-------------------
ÞORSTEINN SIGURÐSSON,
SÉRKENN SLUFULLTRÚÍ:
Frd heimsókn
í enskan skóla
íyrir
hreyfihamlaða
í júnímánuði s. 1. átti ég þess kost að
heimsækja The Ingfield Manor School í
Five Oaks, Billingshurt í Suður-Englandi.
Skóli þessi var stofnaður haustið 1961 af
the Spastics Society, sem er landssam-
tök til styrktar heilasködduðum (cerebral
palsy) börnum.
Skólinn er til húsa á gömlu herrasetri
umkringdu fögrum blómagörðum og skóg-
lendi. Heimavistir barnanna eru í gamla
húsinu, og eru 2—8 börn saman í svefn-
húsum, sem eru björt og vistleg. Ný álma
var reist við gamla húsið og eru þar eld-
hús, borðstofur, samkomusalur, þjálfunar-
stofur, sjö skólastofur og bókasafn. Þá
er í sérstöku húsi yfirbyggð sundlaug.
Nemendur eru 53 að tölu, og eru þeir
allir vangefnir auk hreyfifötlunar, enn-
fremur eru 16 þeirra með verulega skerta
heyrn, enda eru tvær kennslustofanna og
samkomusalurinn sérstaklega hljóðein-
angrað og með magnarakerfi með tilliti
til þess.
Við skólann starfar hópur kennara,
sjúkraþjálfarar, smábarnasjúkraliðar
(nursery nurses) og heimavistarstarfslið
(houseparents). Áherzla er lögð á náið
samstarf; vikulega eru haldnar ráðstefn-
ur um einstaka nemendur, og kvöldfundir
eru reglulega á vetrum um innri mál skól-
ans. Kennarar og sjúkraþjálfarar skipt-
ast á heimsóknum og talkennararnir vinna
oft ásamt kennurunum í almennu kennslu-
stofunum. Þá er heimavistarstarfsliðið
mjög hvatt til að koma í kennslustundir
og fylgjast með börnunum.
Það sem mér þótti einkum athyglisvert
við þennan skóla, voru vinnubrögðin í
byrjendabekknum, en þar hefur verið tek-
ið upp svokallað stjórnunaruppeldi (con-
SJÁLFSBJÖRG 13