Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 11
og stunda síðar framhaldsnám. Síðast en
ekki síz'c bar á góma þau vandamál, sem
sérhverjir foreldrar eiga sífellt við að etja
þ. e. a. s. uppeldi og staða barnsins innan
fjölskyldunnar svo og næsta nágrennis.
Þar koma til greina ýmis vandamál varð-
andi félagsleg tengsl og einnig á unglings-
árunum afstaða hinna fötluðu til gagn-
stæða kynsins. Að vega og meta framtíðar-
möguleika barnsins, sem fullvaxta rnann-
eskju, reynist þó einatt mestur vandinn.
Námskeiðið leiddi í ljós, að foreldrarnir
höfðu hverjir fyrir sig strítt við erfiðleik-
ana án sambands við aðra, og þeirri vitn-
eskju um réttindi og skyldur, sem þeir
höfðu aflað sér, var mjög ábótavant. Sú
meðhöndlun, sem börnin höfðu hlotið, var
mjög mismunandi, allt frá takmarkalausri
ofvernd og dekri til þess, að þeim var ýtt
til hliðar og mismunað á ýmsan veg innan
fjölskyldunnar vegna þess, að foreldrarnir
skömmuðust sín fyrir þau.
Árið 1968 voru haldin fleiri sumarbúða-
námskeið og þróunin varð sú, að 1971
voru um það bil 59 námskeið haldin víðs-
vegar um landið. Og núna 1972 fjölgar
þessum námskeiðum enn. Það hefur sýnt
sig, að þörfin á þessari upplýsingaþjón-
ustu er brýnust í afskekktustu og fá-
mennustu byggðarlögunum, og því hefur
áherzla verið lögð á fræðslunámskeið þar.
Þátttaka hefur verið geysileg og banda-
lagið norska hefur þegar haft samband
við á að gizka 4000 foreldra á vegum þess-
ara námskeiða. Árangur alls þessa hef-
ur komið greinilega í ljós með ýmsum
hætti.
Reynt er að haga því svo til, að byrjun-
arfræðslan sé veitt á helgarnámskeiðum.
Foreldrarnir koma á föstudagskvöldi eða
laugardagsmorgni, og fræðslu lýkur síð-
degis að sunnudeginum. Þetta nægir til
þess að gefa foreldrunum heildarsýn yfir
þau vandamál, sem hér hefur verið vikið
að og jafnframt þá afstöðu og sjónarmið,
sem ríkjandi eru af hálfu örorkumálafull-
trúanna og þann íhlutunar- og ákvörð-
unarrétt, sem þessir fulltrúar verða að
eiga um skipan þjóðfélagsmála. Segja má,
að næsti hlekkur þessarar fræðslukeðju
sé sérhæfðari og miði einkum að því að
hjálpa foreldrunum að leysa ýmsan fjöl-
skyldu- og umhverfisvanda, veita þeim
betri innsýn í sálræn viðhorf hins fatl-
aða innan veggja heimilisins, í hópi æsku-
og skólafélaga, og síðar hinna fullorðnu.
Ýmis atriði, sem varða hagkvæma inn-
réttingu húsnæðis, skipulagningu um-
hverfis og opinberra bygginga í því augna-
miði að ryðja úr vegi margskonar umferð-
artálmunum, svo og það sérnám og upp-
eldishlutverk, sem skólarnir geta veitt og
gegnt — allt eru þetta atriði, sem foreldr-
ar, fagmenn og viðkomandi yfirvöld þurfa
að ræða grandgæfilega saman. Atvinnu-
möguleikar eru einnig breiður og mikil-
vægur umræðugrundvöllur.
Framhaldsfræðslu má skipta í helgar-
námskeið eða námskeið, sem vara viku
eða lengur, eftir atvikum. Lengri nám-
skeiðin eru ekki aðeins í því fólgin, að
foreldrarnir hittast í leyfum sínum og
hlusta á fyrirlestra og taka þátt í um-
sjálfsbjörg 11