Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 9
McMillans.
Yfirleitt áttar fólk sig ekki á því, að mun
auðveldara er að synda á baki en bringu,
vegna þess að þá snúa vitin frá vatninu
og öndun verður léttari, en þegar sund-
maðurinn þarf að basla við að halda höfð-
inu upp úr á bringusundi.
McMillan hefur haldið sundnámskeið
víða um heim við góðan orðstí. Alls konar
fólk sækir þessi námskeið hans, til að ger-
ast leiðbeinendur, t. d. íþróttakennarar,
sjúkraþjálfarar, foreldrar fatlaðra barna
og annað áhugafólk.
Vonumst við til að geta fengið McMillan
hingað til lands áður en langt um líður,
til þess að kenna okkur Halliwick-aðferð-
ina.
10) Lokastigið er svo stundtök, sem þró-
ast hafa upp úr 9. atriði. Þessi sundtök
eru mjög einstaklingsbundin og fara eftir
fötlun hvers og eins og nást aðeins eftir
mikla þjálfun (5. mynd).
Þá er hinu langþráða takmarki náð:
Nemandinn er syndur.
Með þessari aðferð McMillans er ætlun-
in að allir yfir fjögurra ára aldri geti lært
að synda. Eins og þegar er ljóst af fram-
anskráðu, styðst hver nemandi við leið-
beinanda í staðinn fyrir flottól þau, sem
hingað til hafa verið notuð við sund-
kennslu (6.-7. mynd). Þar af leiðir að
Halliwick-aðferðin er ákaflega mannfrek,
þegar einnig er tekið tillit til þess, að
yfirleitt er kennt í hópum. Þess ber þó að
geta, að þessi kennsluaðferð tekur marg-
falt skemmri tíma en hin hefðbundna. —
Hópkennslan er afar f jörleg, því að mikið
er notast við alls konar keppnisform og
taktfasta leiki með söng. Annað, sem skil-
ur Halliwick-aðferðina frá hefðbundinni
sundkennslu, er að nemandinn lærir bak-
sund, áður en kennsla í bringusundi hefst.
6.—7. mynd: Grip það, er Ieiðbeinandi notar til
aðstoðar nemanda. Haldið er flötum Iófa við neð-
anverð herðablöð.
SJÁLFSBJÖRG 9