Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 25
aðra og þakkar l.S.Í. fyrir áhuga á því
máli. Vætnir þingið þess, að félagsdeild-
irnar sýni máli þessu fullan stuðning og
vinni að framgangi þess.
9. Þingið styður allar góðar hugmyndir,
sem fram koma um endurmenntun ör-
yrkja og hvetur öryrkja til þess að not-
færa sér þá möguleika, er gefast í þeim
efnum.
10. Þingið beinir þeirri áskorun til
Tryggingastofnunar ríkisins og annarra
opinberra stofnana, að sæti í biðstofum
verði meira við hæfi fatlaðra en nú er.
Á sunnudag sátu þingfulltrúar hádegis-
verðarboð bæjarstjórnar Sauðárkróks.
Bæjarstjórinn, Hákon Torfason, bauð gesti
velkomna með ávarpi. Sigursveinn D.
Kristinsson þakkaði fyrir hönd þingfull-
trúa.
Um kvöldið sátu þingfulltrúar hátíðar-
samkomu í boði félagsins á Sauðárkróki,
vegna 10 ára afmælis þess.
Hófst hún með því, að Lúðrasveit Sauð-
árkróks lék nokkur lög. Konráð Þorsteins-
son, fyrsti formaður félagsins, flutti ræðu
og Hólmfríður Jónasdóttir fór með frum-
ort ljóð. Margt fleira var til skemmtunar
og fróðleiks. — Félaginu bárust margar
gjafir og góðar óskir frá Sjálfsbjargar-
félögunum og Landssambandinu. — Félag-
ið heiðraði tvo fyrrverandi félaga með
gjöfum, þá Konráð Þorsteinsson, Reykja-
vík, og Konráð Ásgrímsson, Akureyri. —
Samkomunni stjórnaði formaður félagsins,
Ingvaldur Benediktsson.
Á þinginu barst gjöf, að upphæð kr. 40.-
000.00, til byggingar Vinnu- og dvalar-
heimilisins, frá Sjálfsbjörg í Árnessýslu.
Þingslit fóru fram á mánudagskvöld.
I stjórn fyrir næsta starfsár voru kosin:
Formaður: Theod&r A. Jónsson, Reykja-
vík; varaformaður: Sigursveinn D. Krist-
insson, Reykjavík; ritari: Ölöf Ríkarðs-
dóttir, Reykjavík; gjaldkeri: Eiríkur Ein-
arsson, Reykjavík. — Meðstjórnendur:
Sigurður Guðmundsson, Reykjavík; Heið-
rún Steingrímsdóttir, Akureyri; Ingibjörg
Magnúsdóttir, Isafirði; Friðrik Á. Magnús-
son, Ytri-Njarðvík; Eggert Theodórsson,
Siglufirði; Ingvaldur Benediktsson, Sauð-
árkróki; Jóhann Kristjánsson, Bolungar-
vík; Jón Þ. Buch, Húsavík; Þórður Jó-
hannsson, Hveragerði, Hildur Jónsdóttir,
Vestmannaeyjum.
Framkvæmdastjóri Landssambandsins er
Trausti Sigurlaugsson.
Spjallað í spaugi
Þegar börnin fóru ein eitthvað út af
heimilinu, sagði ég gjarnan við þau um
leið og ég kvaddi þau:
,,Og verið þið nú móður ykkar til sóma.“
Sumar eitt, þegar dóttirin var átta ára,
fékk hún að fara í sveit. Meðan ég var að
setja farangur hennar í töskuna, sat hún
með hönd undir kinn og horfði á mig.
Loks segir hún alvarleg á svip:
„Svo þegar þú kveður mig, þá segir þú
— vertu nú móður þinni til ama — eða
eitthvað svoleiðis!“
SJÁLFSBJÖRG 25