Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 15

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Síða 15
unarinnar og höfðu fyrra árið 13 börn á aldrinum 8—10 ára saman í hóp. I fyrstu var ákveðið, að tveir vel þjálfað- ir smábarnasjúkraliðar ásamt einum nýliða væru stöðugt í kennslustofunni. Sjúkra- þjálfari hafði yfirumsjón með starfinu og kom mörgum sinnum á dag í stofuna og dvaldi þar misjafnlega lengi. Talkennari kom reglulega og leiddi hópæfingar. Þró- unin hefur síðan orðið sú, að í hópnum eru nú 16 börn, sem sinnt er af 4 smá- barnasjúkraliðum og einum sjúkraþjálf- ara, og eru aldrei færri en 2, en oftast 3 inni í stofunni samtímis. Þetta starfslið vinnur saman að gerð og útfærslu kennsluáætiunarinnar og skiptist á um að leiða starfið. Allir taka jafnan þátt í hinum daglegu störfum; framreiðslu matar, frágangi, aðstoð við hægðir o. s. frv. Talkennarinn tekur nú ekki lengur beinan þátt í meðferðinni, en kemur aðeins til skipulegra athugana á börnunum og gefur ráðleggingar. Dagurinn hefst kl. 7,45. Þá er börnun- um ekið í náttfötunum í hjólastólum frá svefnherbergjum sínum og inn í kennslu- stofuna, sem raunar er kölluð dagstofa og er mjög rúmgóð. Þau fá nauðsynlega hjálp til að komast úr stólunum og að endanum á rimlabekknum sínum. Þar hefst þjálfunin með því að klifra upp á bekk- inn, fara úr náttfötunum og klæða sig. Til þess starfs er þeim gefinn nægur tími og hjálpað sem allra minnst. Morguninn, sem ég var þarna, tók það t. d. eina telpuna u. þ. b. 30 mínútur að klifra upp á bekkinn sinn og skipta um föt — og þó var hún að allan tímann. Allan daginn, frá kl. 7,45—19, eru börn- in inni í kennslustofunni. Tímanum er var- ið til kerfisbundinna hreyfiæfinga í formi háttbundinna áforma, söngs, talæfinga og ýmissa leikja. Inn á milli eru hvíldir og máltíðir. Mér þótti furðulegt, hve vel börn- in unnu, hve dugleg þau voru og úthalds- góð — og síðast en ekki sízt, hve ánægð þau voru, þrátt. fyrir þessa löngu og ströngu dagskrá. Mér var tjáð, að framfarir hefðu orðið FRAMHALD á bls. SJÁLFSBJUIIO 15

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.