Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 36
Limasmíða-
verkstæði Arnórs
Halldórssonar í
nýjum húsa-
kynnum
Feðgamir: Halldór t. v. og Amór t. h.
Vélin ó milli þeirra er jafngömul fyrirtœkinu.
Síðastliðið haust var limasmíðaverk-
stæði Arnórs Halldórssonar flutt í ný
húsakynni að Fellsmúla 26 í Reykjavík
(Hreyfilshúsið).
Verkstæði Arnórs hefur verið eina gervi-
limaverkstæðið hér á landi, þar til seint
á síðasta ári.
Það var Halldór Arnórsson, fyrsti ís-
lenzki gervilimasmiðurinn, sem stofnsetti
það árið 1922, þá nýkominn frá námi í
Danmörku, en Halldór fór utan til náms
að áeggjan Læknafélags Reykjavíkur.
Verkstæðið á því hálfrar aldar afmæli
á hausti komanda. Fyrstu árin var verk-
stæðið til húsa í Aðalstræti 9, en lengst af
að Grettisgötu 2, eða síðan árið 1935.
Arnór Halldórsson lærði gervilimasmíði
hjá föður sínum og tók síðar við rekstr-
inum. Fyrir nokkrum árum er svo þriðja
ættliðurinn, Halldór Arnórsson, kominn til
starfa að afloknu námi í Þýzkalandi.
Hið nýja húsnæði er um 600 fermetrar,
bjart og vistlegt og búið góðum vélakosti.
Þar vinna nú 12 manns við gervilima-,
stoðtækja- og skósmíði, framleiðslu á stoð-
beltum, innleggjum í skó og fleiru.
Við flytjum þeim feðgum og öðrum
starfsmönnum verkstæðisins árnaðaróskir
og þakkir í tilefni hálfrar aldar starfsemi
í þágu fatlaðra.
Það var ekki fyrr en árið 1936, að ríkið
fór að taka þátt í kostnaði vegna smíði
gervilima og stoðtækja, en nú greiðir
Tryggingastofnun ríkisins þessi hjálpar-
tæki að fullu og einnig viðgerðir á þeim.
Tryggingastofnunin tekur einnig þátt í
greiðslu á sérsmíðuðum skóm og beltum.
36 SJÁLFSBJÖRG