Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 36

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 36
Limasmíða- verkstæði Arnórs Halldórssonar í nýjum húsa- kynnum Feðgamir: Halldór t. v. og Amór t. h. Vélin ó milli þeirra er jafngömul fyrirtœkinu. Síðastliðið haust var limasmíðaverk- stæði Arnórs Halldórssonar flutt í ný húsakynni að Fellsmúla 26 í Reykjavík (Hreyfilshúsið). Verkstæði Arnórs hefur verið eina gervi- limaverkstæðið hér á landi, þar til seint á síðasta ári. Það var Halldór Arnórsson, fyrsti ís- lenzki gervilimasmiðurinn, sem stofnsetti það árið 1922, þá nýkominn frá námi í Danmörku, en Halldór fór utan til náms að áeggjan Læknafélags Reykjavíkur. Verkstæðið á því hálfrar aldar afmæli á hausti komanda. Fyrstu árin var verk- stæðið til húsa í Aðalstræti 9, en lengst af að Grettisgötu 2, eða síðan árið 1935. Arnór Halldórsson lærði gervilimasmíði hjá föður sínum og tók síðar við rekstr- inum. Fyrir nokkrum árum er svo þriðja ættliðurinn, Halldór Arnórsson, kominn til starfa að afloknu námi í Þýzkalandi. Hið nýja húsnæði er um 600 fermetrar, bjart og vistlegt og búið góðum vélakosti. Þar vinna nú 12 manns við gervilima-, stoðtækja- og skósmíði, framleiðslu á stoð- beltum, innleggjum í skó og fleiru. Við flytjum þeim feðgum og öðrum starfsmönnum verkstæðisins árnaðaróskir og þakkir í tilefni hálfrar aldar starfsemi í þágu fatlaðra. Það var ekki fyrr en árið 1936, að ríkið fór að taka þátt í kostnaði vegna smíði gervilima og stoðtækja, en nú greiðir Tryggingastofnun ríkisins þessi hjálpar- tæki að fullu og einnig viðgerðir á þeim. Tryggingastofnunin tekur einnig þátt í greiðslu á sérsmíðuðum skóm og beltum. 36 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.