Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Blaðsíða 34
Brezk hefðarfrú ætlaði að eyða sumar-
leyfi sínu í þýzku fjallaþorpi, en kunni
ekki stakt orð í þýzku. Hún leitaði þess
vegna á náðir skólastjórans í þorpinu, en
hann kunni örlítið í ensku. Höfuðvanda-
mál frúarinnar var það, að hún hafði
hvergi komið auga á W. C. og skrifaði því
skólastjóranum og bað hann að leiðbeina
sér.
Skólastjórinn hafði aldrei á ævinni séð
þessa furðulegu skammstöfun W. C. og
sneri sér til sóknarprestsins og spurði
hann ráða.
— Jú-ú, sagði sóknarpresturinn eftir
langa umhugsun. W. C. mun standa fyrir
Wood Chapel (trékapella). Auðvitað er
frúin trúrækin og vill koma í kirkju til
mín. Skólastjórinn varð himinlifandi yfir
málakunnáttu prestsins og þakkaði hon-
um kærlega fyrir hjálpina. Þegar heim
kom settist hann við skrifborð sitt og
skrifaði hinni breztu hefðarfrú svolátandi
bréf:
Æruverðuga frú. W. C. er um tíu kíló-
metra frá þeim stað, sem þér búið á, í
grennd við furuskóg nokkurn. Það er opið
á þriðjudögum og föstudögum, auk helg-
anna. Þetta er ef til vill dálítið óhentugt
fyrir yður, ef þér ætlið að fara þangað
að staðaldri, en ég get glatt yður með því,
að margir hafa mat með sér og dveljast
þar allan daginn. Þar sem margt er um
manninn þarna á sumrin, vil ég ráðleggja
yður að fara snemma. Ef þér komið mjög
seint, getur svo farið, að þér verðið að
standa. W. C. tekur nefnilega ekki nema
80 manns í sæti. Tíu mínútum áður en
W. C. er opnað er klukkunum hringt. Eg
vil ráðleggja yður að fara á þriðjudög-
um, því að þá er leikið á orgel og á sunnu-
34 SJÁLFSBJÖRG