Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 10

Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 10
Sveitarstjórn Bláskóga- byggðar svaraði ekki tilboði hjólhýsafólks. COSTA DEL SOL 9 EÐA 11 DAGAR - FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN 21. -30. MAÍ FIRST FLATOTEL 3* ÍBÚÐ MEÐ HLIÐARSJÁVARSÝN VERÐ FRÁ 93.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN 09. - 20. JÚNÍ HOTEL PALMASOL 4* TVÍBÝLI VERÐ FRÁ 99.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS VIÐ STRÖND Skoðaðu nánar á endurmenntun.is Umsóknarfrestur til 16. maí VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN Fjölmargar spennandi námsbrautir hefjast í haust. Persónulegt og metnaðarfullt nám með framúrskarandi kennurum, góðum tengslum milli nemenda og raunhæfum verkefnum úr atvinnulífinu. gar@freattbladid.is SKIPULAGSMÁL Ósk eigenda eigna á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni um að fá að vera þar áfram gegn því að fjármagna sjálfir brunavarnir á svæðinu, var ekki svarað á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á þriðjudag eins og til stóð. Formaður og gjaldkeri Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugar­ vatni, mættu til fundar við sveitar­ stjórnina og sögðu mikla samstöðu með félögum í Samhjóli um málið. Á fundinum var lagt fram minnis­ blað frá lögmanni þar sem farið var yfir breytingar sem hafa orðið á byggingarreglugerð varðandi svo­ kölluð stöðuhýsi. Segir í fundargerð sveitarstjórnar að samkvæmt nýjum reglum þurfi ekki lengur byggingar­ leyfi fyrir stöðuhýsum, sé staðsetn­ ingin í samræmi við deiliskipulag. „Einnig eru reifuð ýmis atriði sem varða möguleika sveitarfélagsins á að taka boði Samhjóls um að kosta uppbyggingu á svæðinu gegn því skilyrði að félagið fái samning til að minnsti kosti tíu ára með fram­ lengingarheimild,“ segir nánar um innihald minnisblaðsins. Meirihluti sveitarstjórnarinnar ákvað að taka ekki afstöðu í málinu að sinni. „Í ljósi þess að sveitarstjórnar­ kosningar fara fram eftir fjóra daga og ný sveitarstjórn mun taka við hinn 29. maí næstkomandi, samþykkir sveitarstjórn að fresta afgreiðslu málsins og vísa því til nýrrar sveitarstjórnar,“ segir í fund­ argerð sveitarstjórnarinnar. n Hjólahýsafólk á Laugarvatni í óvissu fram yfir kosningar Eldur kom upp á hjólahýsasvæðinu á Laugarvatni í september 2018. MYND/BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU urduryrr@frettabladid.is DÓMSMÁL Saksóknari í máli Gísla Haukssonar athafnamanns lagði til sextíu daga skilorðsbundið fangelsi til refsingar, við meðferð máls gegn honum í héraðsdómi á mánudag. Gísli hefur játað brot í nánu sam­ bandi gegn fyrrverandi sambýlis­ konu sinni, en samkvæmt almenn­ um hegningarlögum getur slíkt brot varðað allt að sex ára fangelsi. Í ákæru er Gísla gefið að sök að hafa ítrekað tekið fyrrverandi sam­ býliskonu sína kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og féll í gólfið. Þegar hún reyndi að flýja inn í herbergi er hann sagður hafa farið á eftir henni, gripið ítrekað í handleggi hennar og fleygt henni í rúmið. Við árásina hlaut brotaþoli tognun og ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk margra yfirborðs­ áverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Samkvæmt Huldu Elsu Björgvins­ dóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lög­ reglustjórans á höfuðborgarsvæð­ inu, var farið yfir dómaframkvæmd í sambærilegum málum með hlið­ sjón af atriðum sem gætu haft áhrif á refsingu. Nefnir hún til dæmis að skýlaus játning Gísla á brotinu hafi áhrif til refsimildunar. Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmað­ ur segir refsingar í heimilisofbeldis­ málum oft léttari en tilefni gefur til. Ofbeldi innan veggja heimilisins sé nú skilgreint sem alvarlegt brot, en Inga segir það leitt að refsingar skuli ekki endurspegla það. „Þessi brot eru með alvarlegustu brotum sem þú fremur, gegn þínum nánustu, og almennt eru brot í hegningarlögum talin alvarlegri ef þau beinast gegn nákomnum,“ segir hún. Dómsuppsaga í máli Gísla var á dagskrá héraðsdóms í gær en henni var frestað fram yfir helgi. n Skýlaus játning Gísla til refsimildunar Hulda Elsa Björg- vinsdóttir, yfir- maður ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu Inga Lilly Brynjólfs- dóttir, lögmaður 8 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.