Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 14
kristinnpall@frettabladid.is SKAGAFJÖRÐUR Byggðarráð Skaga- fjarðar hafnaði tillögu VG um að leggja fyrir íbúa sveitarfélagsins spurningar um staðsetningu og notkun á væntanlegu menningar- húsi í komandi kosningum. Byggðarráðið samþykkti samn- inginn með tveimur atkvæðum en einn sat hjá í atkvæðagreiðslunni. Áætlaður framkvæmdakostn- aður er rúmlega 1,4 milljarðar og er hlutur sveitarfélagsins 40 prósent og ríkisins 60 prósent. Álfhildur Leifs- dóttir, fulltrúi VG í byggðarráðinu, lagði til að afstaða íbúanna yrði könnuð í kosningunum þar sem langt er liðið frá því að ákvörðunin var tekin. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokks og Framsóknar greiddu atkvæði gegn tillögu Álfhildar og sögðu að það væri fagnaðarefni að loks væri búið að finna varanlega lausn í málinu enda væru drög samningsins frá 2019. Áætlað er að húsið verði til- búið 2025. ■ Fá ekki að kjósa um menningarhús VG lagði til að íbúar Skaga- fjarðar myndu kjósa um menningar- húsið samhliða sveitarstjórnar- kosningunum. Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar Verkefnisstjórn rammaáætlunar (5. áfangi) boðar til opins kynningar- fundar um stöðu vinnunnar miðvikudaginn 18. maí, kl. 14–16. Fundurinn verður haldinn í Öldu, Skúlagötu 4 og einnig í beinu streymi. VELDU C-VÍTAMÍN KJÓSTU VIÐREISN Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa stutt verk- efnið frá hugmyndastigi. Hér eru þær ásamt þeim Helgu Margréti, Hafdísi og Edit við formlega opnun þjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svona lítur dómsalurinn út með sýndarveruleikagleraugunum, en fyrirmyndin er dómsalur 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sýndarverkuleikadóm- salur getur hjálpað þolendum ofbeldis, að sögn verkefnis- stjóra hjá Origo. Hugmyndin að verkefninu kviknaði fyrir þremur árum í HR. erlamaria@frettabladid.is TÆKNI Hafdís Sæland, verkefnastjóri hjá Origo, segir nýjan sýndarveru- leikadómsal geta hjálpað þolendum ofbeldis. Dómsalurinn var hannað- ur sem lokaverkefni í tölvunarfræði, en hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hafdís segir búnaðinn góðan undirbúning fyrir þolendur er komi að skýrslutöku fyrir dómi. „Við erum ótrúlega ánægðar með að þetta úrræði sé komið í gagnið og vonum að það verði hluti af undir- búningi þolenda seinna meir þegar kemur að skýrslutöku fyrir dómi,“ segir Hafdís um dómsalinn sem hún, ásamt Edit Ómarsdóttur og Helgu Margréti Ólafsdóttur, hannaði og kynnti á formlegri opnun í vikunni. Hafdís segir hugmyndina hafa kviknað fyrir tæpum þremur árum þegar þær voru í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Við vildum gera lokaverkefni sem skipti máli og gæti hjálpað lög- reglunni. Við funduðum með lög- reglunni og ríkislögreglustjóra og eftir mikla hugmyndavinnu sáum við að það var ótrúlega mikil þörf á sviði kynferðisbrota,“ segir Hafdís. Hún leggur áherslu á að það hafi verið þeim mikilvægt að leggja sitt af mörkum og því hafi þær ákveðið að búa til dómsal í sýndarveru- leika. „Við ræddum við ýmsa aðila, dómara, saksóknara, sálfræðinga og lögfræðinga, til að athuga hvort það væri grundvöllur fyrir slíku verkefni. Allir voru sammála um að við ættum að láta verða af þessu,“ segir Hafdís. Spurð hvernig dómsalurinn virki segir hún þetta í formi hefðbund- inna sýndarveruleikagleraugna. „Um leið og þú setur þau á þig birt- ist hurð á dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar gengið er inn sérðu réttargæslumanninn, sak- sóknarann, dómarann, sakborning- inn og verjanda hans, þá sem venju- lega eru þarna. Þá er hægt að átta sig á fjarlægðunum og þú getur gengið að vitnastúkunni, alveg eins og þú værir raunverulega stödd í salnum,“ segir Hafdís. Til þess að gera þetta eins líkt raunveruleikanum og hægt er höfðu þær samband við dómara, sem sendi þeim upplýsingar um það orðfæri sem notað er í dóm- sal. „Þá er hægt að æfa sig, hvort sem það er að tala upphátt, tala við dómarann eða álíka. Svo er líka hægt að skoða sig um, eða þá fá að gera þetta nokkrum sinnum til að venjast umhverfinu. Þetta fer í raun bara eftir því hvað fólki finnst best.“ Hafdís telur að það að mæta í skýrslutöku geti valdið miklum kvíða hjá þolendum. Því sé þetta úrræði mikilvægt. „Ég hef sjálf lent í kynferðisofbeldi og þurfti að fara í gegnum dómsmál þegar ég var 15 ára. Ég var ofsalega stressuð og hugs- aði um það á hverjum einasta degi, hvernig þetta yrði, hverjir yrðu þar og hvað ég þyrfti að segja. Það var bara ótrúlega kvíðavaldandi,“ segir hún. Þjónustan sjálf kemur til með að fara fram hjá ríkislögreglustjóra, en búnaðurinn er staðsettur þar. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um bókanir og erum í samtali við ýmsa samstarfsaðila. Við vonum bara að fólk taki vel í þetta og að þjónustan nýtist sem flestum,“ segir Hafdís. Hægt er að kynna sér þjónustuna á heimasíðunni statum.is. ■ Taka gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika í gagnið benediktboas@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Nær 85 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru jákvæð gagnvart ferðamönnum og yfir 93 prósent segjast aldrei eða sjaldan hafa orðið fyrir ónæði frá ferðamönnum við heimili sitt. Nær 87 prósent telja erlenda ferðamenn fremur eða mjög vinsamlega í sam- skiptum við íbúa. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Mask- ína vann fyrir Höfuðborgarstofu nú í apríl og birt var í gær. Könnunin fjallaði um viðhorf til ferðaþjónustu og ferðamanna og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgar- svæðinu 6. til 25. apríl síðastliðinn. Niðurstöðurnar sýna að íbúar telja jákvæðar hliðar ferðaþjónustu vega þyngra en neikvæðar og telja hags- muni sína og ferðamanna fara vel saman. „Við fögnum þessum niður- stöðum enda leggur Reykjavíkur- borg mikla áherslu á að ferða- þjónustan sé jákvæður drifkraftur sem þróast í góðri sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menn- ingu,“ segir Lína Petra Þórarins- dóttir, forstöðumaður Höfuð- borgarstofu. ■ Jákvæðni gagnvart ferðamönnum 93 prósent segjast aldrei eða sjaldan hafa orðið fyrir ónæði frá ferða- mönnum við heimili sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 12 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.