Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 26
22 Ekkert lið í efstu deild hefur notað fleiri leikmenn í fyrstu fimm leikj- unum en FH. 24 Íþróttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2022 LAUGARDAGUR 1987 1 stig* 2022 4 stig 1991 5 stig 1993 5 stig 1990 6 stig 1995 6 stig* 2011 6  stig 2017 6 stig *Féllu um haustið Eftir tap gegn KA á Dalvík á dögunum er stigasöfnun FH-inga í sögulegri lægð í upphafi móts. Þetta stórveldi í íslenskri knattspyrnu er með fjögur stig eftir fimm leiki og hefur ekki byrjað verr í efstu deild frá því að félagið féll árið 1987. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður FH og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports finnst andleysi yfir liðinu. FÓTBOLTI Óhætt er að segja að frammistaða FH það sem af er móti hafi ekki staðið undir væntingum. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu í baráttunni í efri hluta töfl- unnar en uppskeran er rýr eftir fimm leiki. Karlalið FH hefur ekki byrjað verr í efstu deild frá 1987 þegar FH-ingar fóru niður. Þegar FH féll árið 1995 var uppskeran betri eftir fimm umferðir heldur en nú. Versta byrjun FH í efstu deild í 35 ár AðAlfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 1. júní 2022 kl. 13.00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. FH var búið að skora í fyrstu fjórum umferð- unum áður en þeir fóru norður. Ólafur er að stýra FH í fjórða sinn á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Eftir tap gegn ríkjandi Íslands- meisturum Víkings í opnunarleik mótsins komst FH á sigurbraut með ósannfærandi sigri á nýliðum Fram á heimavelli í annarri umferð. Í þriðju umferð átti FH fá svör við öf lugu liði Blika á Kópavogsvelli en aftur tókst FH að rétta skútuna af og landa stigi gegn Valsmönnum á heimavelli í fjórðu umferð. Ferð norður á Dalvík í vikunni varð að fýluferð þegar KA skoraði sigur- mark í uppbótartíma. Uppskeran að f imm leikjum loknum er því aðeins fjögur stig eða minna en stig í leik. Þó að FH-ingar hafi nægan tíma til þess að rétta gengi liðsins af og fái til þess tæki- færi á næstu vikum þegar þeir mæta liðum sem hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi móts er stigasöfnun FH í sögulegri lægð. Frá því að FH komst aftur upp í efstu deild árið 2000 var liðið aldrei búið að fá minna en sex stig í fyrstu fimm umferðunum. Þarf í raun að fara aftur til ársins 1987 þegar FH fékk eitt stig í fyrstu fimm leikjunum til að finna verri byrjun hjá FH í efstu deild karla. Þó að FH-ingar hafi fallið árið 1995 var uppskeran betri í fyrstu leikjum ársins. „Þetta er náttúrulega hræðileg byrjun hjá FH. Þetta leit vel út fyrir mót en ég benti á það í útsending- unni fyrir Valsleikinn að mér fannst þÁ vanta leikmann sem kæmi með svolítil dólgslæti og ástríðu. Ef það er hægt að nota gult spjald sem mælikvarða á hörku, þá virtist þetta allt vera mjög aumt hjá FH. Þeir voru betri í leiknum gegn Val en fara svo inn í leik gegn KA og leyfa KA að svæfa sig,“ segir Baldur Sigurðsson, þjálfari Völsungs, sérfræðingur á Stöð 2 Sport og fyrrum leikmaður FH. Baldur segir að það sé ekkert launungarmál hvar FH þurfi að byrja á að bæta frammistöðuna. „Þeir eru búnir að fá á sig tíu mörk og mark í hverjum leik. Þetta er kannski orðin þreytt umræða enda búin að fara víða en varnarleikur- inn er til vandræða. Þeir eru búnir að bæta við leikmannahópinn en ekki í varnarlínunni sem gefur til kynna að þeir séu ánægðir með varnarlínuna. Ef svo er þurfa þeir að leggja áherslu á hana og bæta varnarleikinn,“ segir Baldur og heldur áfram: „Utan frá virðist engin töfralausn vera í sjónmáli. Það gekk eitthvað á innan félagsins þegar það var til- kynnt að þeir vildu að Eggert myndi stíga til hliðar. Núna eru þeir komn- ir með tvo nýja leikmenn og miðað við mannskapinn ættu þeir að vera í betri stöðu. Heilt yfir virðist þetta vera hálfandlaust og andrúmsloftið þungt, ekkert ósvipað því sem fólki fannst með Val fyrir tímabilið.“ Baldur á ekki von á því að FH- ingar grípi til þess ráðs að skipta um þjálfara þriðja sumarið í röð. „Mér finnst ólíklegt að þeir séu byrjaðir að skoða þjálfaramálin. Þeir ákváðu að skipta um þjálfara um mitt tímabil síðasta sumar, þá kom Óli inn í stað Loga eftir slæman kafla FH sem byrjaði tímabilið vel í fyrra. Það er búið að styrkja liðið, leikir gegn ÍBV og Kef lavík næst og staðan getur breyst hratt,“ segir Baldur sem tekur undir að þetta sé ný staða fyrir FH. „Það hlýtur að vera erfitt fyrir FH að sjá lið með fullt hús stiga og vera ellefu stigum á eftir þeim í upphafi móts. Þrátt fyrir það hef ég enga trú á því að þeir séu að fara að skipta út þjálfara strax.“ Baldur tók undir að FH-ingar söknuðu Jónatans Inga Jónssonar sem fór frá liðinu rétt fyrir mót. „Ég er mjög hrifinn af Jónatani og hlutum sem hann gerir. Hann var klárlega sá leikmaður sem gat búið til mest fyrir þá sóknarlega en hann var ekki besti varnarmaðurinn og hann sá ekki til þess að FH fengi ekki á sig mörk.“ ■ Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is Versta stigasöfnun FH í efstu deild eftir fimm leiki sl. 35 ár:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.