Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 34

Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 34
inni spýtu, svo í ræðukeppnum menntaskólaáranna og með Vöku í háskólanum. Kannski er það félags­ lyndið sem býr að baki borgar­ ástríðunni. „Ég var alltaf í sveit á sumrin og elska sveitina. En þegar ég er í bænum vil ég njóta allra kostanna við að vera í borg. Búa í samfélagi þar sem er stutt að fara milli staða, hitta fólk á förnum vegi. Ég vil að krakkarnir séu örugg þegar þau fara út og það séu „augu á götunni“ eins og sagt er. Margir nágrannar að fylgjast með sem hjálpast að við að ala þessi börn upp og hverfið allt.“ Gísli segir þetta hafa verið rauðan þráð á þeim óteljandi fundum sem hann sótti í öllum hverfum Reykja­ víkur þann áratug sem hann var í borgarstjórn. Fólk í öllum hverfum vildi hafa hverfisbúð, hverfiskaffi­ hús og hverfiskrá. Þetta eigi ekki aðeins við um íbúa allra hverfa í Reykjavík heldur líka íbúa allra bæja á Íslandi og alls staðar í heim­ inum. „Og þetta er ekkert flókið. Við vitum hvað þarf til að kaupmaður­ inn á horninu virki. Það þarf fólk að búa nálægt þessu horni, til að það komi labbandi í búðina.“ Og hér nefnir Gísli stórt vanda­ mál. Félagslega einangrun fólks og neikvæð áhrif hennar á sam­ félagið. „Að byggja umhverfi sem leiðir til félagslegrar þátttöku, til þess að þú hittir einhvern, hvort sem það er konan sem afgreiðir þig í versluninni eða gaurinn sem býr til kaffi handa þér á morgnana eða kennararnir í skólanum sem þú ferð með krakkana þína í. Þetta eru allt svona tilviljanakennd, félags­ leg tengsl sem skipta öllu máli fyrir okkur sem samfélag.“ Gísli nefnir einangrun kvenna sem varð í kjöl­ far bílabyltingarinnar þegar hrað­ brautir í Reykjavík gerðu það kleift að byggja hverfi langt í burtu frá miðborginni. Þangað f luttu fjöl­ skyldur og á meðan karlinn brunaði í vinnuna á eina bíl heimilisins var konan einangruð heima. Það má halda fram hjá Gísli segist sannfærður um að Reykjavík sé að þróast í rétta átt og nefnir að á fundi samtaka um bíllausan lífsstíl á dögunum hafi oddvitar allra f lokka í Reykjavík verið sammála um að bæta þurfi almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð. „Þetta er alveg glæ­ nýtt. Svo ráða kjósendur hverjum þeir trúa í þessum efnum en það er engin spurning að fyrir bara örfáum mánuðum hefðu þau ekki öll svarað þessu svona. Svo eru í öllum flokk­ unum misstórir hópar auðvitað sem róa í þveröfuga átt. Er þetta kannski ástæða þess að fólk hagar atkvæði sínu oft með allt öðrum hætti í sveitarstjórnarkosn- ingum en þingkosningum? „Já, og í sveitarstjórnarkosn­ ingum er fólk meira til í að halda fram hjá flokknum sínum og það er meira leyfi til að prófa aðra hluti.“ Hann nefnir sem dæmi persónu­ fylgi Davíðs Oddssonar sem tryggði Sjálfstæðisf lokknum 60 prósent atkvæða 1990. Stórsigur Jóns Gnarr 2010 og hve miklu stærri Samfylk­ ingin er í Reykjavík en á landsvísu. Sjálfur þurfti Gísli að hafa fyrir sínu atkvæði. Íslenski Eurovision­ hópurinn f laug til Tórínó aðfara­ nótt síðasta laugardags og í stað þess að senda föstudagsþátt Gísla, Vikuna, beint út eins og venjan er, var hann tekinn upp fyrr um dag­ inn. Gísli hafði þá hugsað sér að fara í Holtagarða og kjósa eftir tökur á þættinum. „Svo tók eftirvinnslan töluverðan tíma þannig að ég var að koma út úr útvarpshúsinu á slaginu átta og fattaði þá að Holtagarðar lokuðu klukkan átta. Þá voru góð ráð dýr og ég fór að gúggla ræðismanninn í Mílanó, en áttaði mig svo á að við vorum með þriggja tíma stopp á Kastrup á leiðinni hingað út. Þegar við lentum þar hljóp ég út og inn í leigubíl, og fór á honum í íslenska sendiráðið sem var með sérstaka opnun út af kosningunum. Þar lét ég leigubílinn bíða meðan ég fór inn og kaus. En ég þurfti að koma atkvæð­ inu mínu sjálfur til skila heim og þar sem ég vildi ekki missa af fluginu til Mílanó, tók ég atkvæðið með mér inn í leigubílinn, út á Kastrup og upp í vél. Þegar hingað til Tórínó var komið leitaði ég svo og fann DHL­ hraðsendingarþjónustu og sendi atkvæðið þannig heim. Nú er ég búinn að fá ljósmynd til sönnunar á að því hafi verið veitt viðtaka. Það er ansi vel í lagt? „Já, ég geri hvað sem er fyrir góða Reykjavík.“ Það kom í ljós í borgarfulltrúatíð Gísla Marteins hve oft hann sigldi á móti straumnum í eigin f lokki. Hann var borgarfulltrúi fyrir Sjálf­ stæðisf lokkinn og mætti oft and­ stöðu meðal flokksfélaga sinna við þá stefnu sem hann tók í borgar­ málum. Hann hefur heldur ekki farið leynt með dálæti sitt á stjórn­ málafólki í öðrum flokkum. „Það koma jafnmargar kvartanir undan því upp á RÚV hvað ég sé mikill Sjálfstæðismaður og undan því hvað ég sé vondur við Sjálfstæð­ isflokkinn,“ segir hann og segir það góða stöðu að vera í fyrir fjölmiðla­ mann, að enginn eigi mann. „Mér finnst það mjög góð staða að vera í að vita sjálfur ekkert endilega fyrir kosningar hvað ég ætla að kjósa en þurfa bara að taka afstöðu til mál­ anna. En ég var ekki lengi að greiða atkvæði núna og er mjög ánægður með það sem ég kaus.“ Gísli er ekki síður áhugamaður um kosningar og kosningasjónvarp en borgarmál og Eurovision. „Kosningakvöld eru algerlega heilög kvöld. Þetta verður náttúr­ lega svo furðulegt kvöld núna. Kosningasjónvarpið byrjar klukkan tíu og þá klára Eurovision­aðdá­ endur með mér á RÚV 2. Ég fer svo lóðbeint yfir í kosningasjónvarpið til að fylgjast með því.“ Eurovison skemmtilegur kíkir Systurnar komust upp úr sínum undanriðli á þriðjudag og taka þátt í úrslitakvöldinu í kvöld. Gísli segir íslenska hópinn úti hafa verið undir allt búinn og að væntingarnar hafi verið í hófi. Hann hafi hins vegar fengið mjög góða tilfinningu þegar Systurnar f luttu sitt atriði í beinni. Atriðin á undan þeim hafi ekki verið að gera sitt besta. „En svo koma okkar stelpur og gersamlega negla sinn Þótt hægt sé að finna stund milli stríða er heil- mikil vinna að lýsa Eurovision. Kvöldin þrjú eru löng og hand- ritið þarf að vera á hreinu. Mynd/Gísli BerG Elísabet Unnur, Vigdís Freyja, Vala Ágústa og Gísli Marteinn með hundinn Tinna skömmu áður en hann féll frá. Mynd úr einkasafni Ég tók upp alla þætti Hemma Gunn á VHS og horfði á þá aftur og aftur. Ég spólaði bara yfir tónlistarat- riðin því það voru viðtölin sem mér fannst svo skemmti- leg. Ég var ekki lengi að greiða atkvæði núna og er mjög ánægður með það sem ég kaus.  32 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.