Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 42

Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 42
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Svanhildur Ólafsdóttir er félagsráðgjafi og fjölskyldu- fræðingur auk þess að starfa sem teymisstjóri Geðheilsu- teymis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar sinnir hún teymisstjórnun, stjórn mála, meðferðum og hópstarfi. Svanhildur útskrifaðist sem félags­ ráðgjafi 2015 og sem fjölskyldu­ fræðingur árið 2018 og hefur nýtt námið í starfi frá því námið hófst því hver lota gagnaðist inn í vinnu hennar á meðan námið stóð yfir. Þegar Svanhildur er spurð hver sé sérstaða hennar, svarar hún: ,,Sérstaða mín í starfi er með­ ferðarvinna með einstaklingum með greinda geðsjúkdóma. Fjöl­ skyldufræðin er mjög gagnleg í þá vinnu þar sem hver einstaklingur í þjónustu á fjölskyldu og oft er unnið með parsambandið eða samskipti fjölskyldunnar í með­ ferðinni,“ segir hún. Svanhildur segir að málefni fjöl­ skyldunnar hafi alla tíða heillað sig. ,,Samskipti, fjölskylduarfurinn og hvernig hann birtist í daglegu lífi fólks, áhrif áfalla og birtingar­ mynd mismunandi fjölskyldu­ kerfa, eru þau verkefni sem mér finnst einna skemmtilegast að vinna með fólki,“ greinir Svan­ hildur frá. Er þetta starf ólíkt því sem þú hefur fengist við áður? ,,Fjölskyldumeðferðarnámið var mjög góð viðbót við félagsráð­ gjafamenntunina. Í náminu fékk ég önnur verkfæri til að vinna með og aðstoða fólk í sinni vegferð. Námið veitti mér færni til að beita meðferð og nálgast málefni fjöl­ skyldunnar út frá mörgum sjónar­ hornum. Fjölskyldumeðferð er kannski ekki svo ólík öðrum störfum sem ég hef unnið sem félagsráðgjafi en ég beiti mér sem meðferðaraðili á annan hátt en ég gerði áður.“ Þegar Svanhildur er spurð hvort starfið taki ekki stundum á þegar hún fáist við erfið mál­ efni, svarar hún: ,,Ég held að það sé óhjákvæmilegt þegar unnið er með fólki á mismunandi stöðum í lífinu, að það taki á mann sem meðferðaraðila. Reynsla og sögur fólksins hafa oft áhrif á mann og sum mál sitja dýpra í manni en önnur. Það sem vegur þó meira er traustið og einlægnin sem hver og einn skjólstæðingur er tilbúinn að gefa af sér í meðferðinni og árangurinn í starfinu sést best á bættri líðan skjólstæðinganna. Starfið er eins ólíkt frá degi til dags og við erum mörg. Það eru stöðugt ný verkefni, nýjar hliðar á mál­ unum og nýjar áskoranir sem þarf að takast á við.“ Er góður aðbúnaður fyrir starfs- menn og skjólstæðinga á þínum vinnustað? ,,Aðbúnaðurinn mætti vera mun betri og er vinnan við að bæta hann hafin. Engu að síður reynum við að gera gott úr því sem við höfum og leggjum áherslu á hlýlegt umhverfi og persónulega þjónustu. Starfsandinn hér er mjög góður og tel ég það skila sér til okkar skjólstæðinga.“ En á Svanhildur einhver áhuga- mál utan vinnunnar? ,,Samvera með fjölskyldunni er mitt helsta áhugamál. Samvera með fólkinu mínu, útivist, ferðalög og hreyfing er það sem bætir mína geðheilsu.“ n Fjölskyldumál hafa alltaf heillað Svanhildur Ólafsdóttir er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur auk þess að starfa sem teymisstjóri Geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. MYND/AÐSEND Reynsla og sögur fólksins hafa oft áhrif á mann og sum mál sitja dýpra í manni en önnur. Það sem vegur þó meira er traustið og einlægnin sem hver og einn skjól- stæðingur er tilbúinn að gefa af sér í meðferð- inni. Þegar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum breyting- um raskast stöðugleik- inn. Þá getur reynst vel að fá annað sjónarhorn og stuðning til að ná stöðugleika á ný. Jóhann Pétursson „Fjölgun fjölskyldufræðinga síðustu ár er mjög ánægjuleg og eftirspurn eftir liðsstyrk fjölskyldufræðinga hefur sömuleiðis aukist með ári hverju. Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og við tökumst á við ýmsar áskoranir henni tengdar. Því er oft gott að leita til fagfólks með sérmenntun á þessu sviði til að fá aðstoð,“ segir Ólöf Birna Björns­ dóttir, formaður stjórnar Fjöl­ skyldufræðingafélags Íslands. Allir tilheyra fjölskyldum Fjölskyldumeðferð miðar að því að hjálpa fjölskyldum að breyta og bæta líðan sína út frá heildinni. „Fjölskyldumeðferð er svipuð öðrum viðtalsmeðferðum, nema fjölskyldan, eða hluti hennar, jafnvel einn fjölskyldumeðlimur, kemur til meðferðar. Horft er á heildina til að komast að rót vandans og uppræta hann. Fjöl­ skyldumeðferð skoðar því tengslin, heildina, kerfin, hlutverk ein­ staklingsins og áhrif fólks á hvert annað, frekar en að einblína á einn og afmarkaðan vanda,“ útskýrir Ólöf Birna. Hún segir fjölskyldur fjölbreytt­ ar og ólíkt samsettar en að allir tilheyri fjölskyldum og eftirspurn eftir fjölskyldumeðferð hafi aukist jafnt og þétt. „Kannski sér í lagi því það reynir mikið á samskipti í dag og öll viljum við eiga í góðum sam­ skiptum við okkar nánustu. Þá kemur fjölskyldumeðferð að góðu gagni sem gagnreynd viðtalsmeð­ ferð sem hjálpar fjölskyldum að takast á við ólíkan vanda og stilla saman strengi.“ Snemmtæk íhlutun best Fjölskyldumeðferð gagnast öllum sem tilheyra fjölskyldu og vilja bæta líðan sína og samskipti. „Þegar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum breytingum raskast stöðugleikinn. Þar má nefna áskoranir í uppeldi, fjölgun í fjölskyldunni, sorg, skilnað, veikindi og annað, og þá getur reynst vel að fá annað sjónarhorn og stuðning til að ná stöðugleika á ný,“ segir Jóhann Pétursson, fjöl­ skyldufræðingur í stjórn félagsins. Fjölskyldufræðingar aðstoða fólk í ólíkum aðstæðum og þeir hafa ólíka sérhæfingu. „Fjölskyldufræðingar aðstoða við uppeldi, eru mikið í paravinnu og veita stuðning þegar einhver í fjölskyldunni veikist, svo eitthvað sé nefnt. Okkar tilfinning er sú að fólk leiti til fjölskyldufræðings fyrr en áður og meiri líkur eru á að fá góða aðstoð þegar gripið er fyrr inn í en ella. Í samfélagi nútímans er mikið rætt um snemmtæka íhlutun og það á við í okkar starfi,“ segir fjölskyldufræðingurinn Soffía Bæringsdóttir, líka í stjórn félagsins. Allir vilja góð samskipti Fjölskyldufræðingar finna vel í sínu starfi að fjölskyldur og ein­ staklingar eru í dag meðvitaðri um samskipti sín við aðra og vilja fá aðstoð við að leysa úr hlutunum. „Það er alltaf af hinu góða og við það aukast lífsgæði okkar. Hins vegar hefur þörfin verið mjög lengi til staðar og er enn að koma upp á yfirborðið. Með meiri vitneskju og vilja fyrir betri lífsgæðum leitum við frekar til fagaðila á tíma­ mótum. Við sjáum ekki bara aukna vitund um mikilvægi fjöl skyldu­ nálgunar hjá fjölskyldum, heldur líka hjá fagfólki. Þörfin hefur því alltaf verið til staðar en sífellt f leiri sækja sér aðstoð við alls kyns fjöl­ skyldumál,“ segir Soffía. Hún segir nýju farsældarlögin um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna vera gott dæmi um aukna meðvitund og mikilvæg skref. „Í farsældarlögunum er sam­ þætt þjónusta í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra eða umönnunaraðila þeirra. Það er gríðarlega mikilvægt skref að mati okkar fjölskyldufræðinga. Þessi nýju lög leggja mikið upp úr því að mæta börnum og fjölskyldum, og þar eru fjölskyldufræðingar mikil­ vægir meðferðaraðilar með sína sérþekkingu.“ Gagnreynt úrræði Fjölskyldufræðingar starfa víða í samfélaginu. Þeir eru mikilvæg fagstétt og góð viðbót við með­ ferðarflóruna. „Fjölskyldufræðingar starfa í heilbrigðisgeiranum, hjá sveitar­ félögunum, í menntakerfinu, hjá sýslumanni og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Einnig hjá félaga­ samtökum eins og Stígamótum, Íslenskri ættleiðingu og Foreldra­ húsi. Auk þess starfa fjölskyldu­ fræðingar sjálfstætt víðast hvar um landið. Þeir eru yfirleitt með ólíka sérhæfingu sín á milli og er hægt að nálgast upplýsingar um fjölskyldufræðinga í félaginu á vefsíðunni fjolskyldumedferd.is,“ greinir Jóhann frá. Enn sem komið er skortir starfsheitið fjölskyldufræðingur löggildingu. „Því er brýnt að breyta sem fyrst því fjölskyldumeðferð er gagnreynt úrræði. Við viljum að skjólstæðingar njóti verndar og réttinda til jafns við aðrar með­ ferðarstéttir. Fjölskyldumeðferð er klínísk háskólamenntun sem á fullt erindi með löggiltum fag­ stéttum sem sinna klínískri með­ ferð,“ segir Jóhann. Fjölskyldufræðingafélag Íslands sótti um löggildingu til heilbrigðis­ ráðuneytisins árið 2019 en fékk höfnun. „Til að tryggja gæði þjónustunn­ ar og öryggi þeirra sem til okkar leita er mikilvægt að þetta náist í gegn sem fyrst. Það er fullur hugur hjá stjórn félagsins að halda þeirri vinnu áfram því það er mikilvægt fyrir fólkið sem við aðstoðum, sem og okkur fagfólkið.“ Framtíðin er björt Framtíðarsýn Fjölskyldufræð­ ingafélagsins er aukin þjónusta við fjölskyldur og að aðgengi að fjölskyldumeðferð verði betri og einfaldari. „Einnig að fá löggildingu, sem er mikið réttlætismál svo fag­ mennska verði tryggð í hvívetna. Framtíðin er björt, fjölskyldu­ fræðingum er að fjölga, þörf fyrir þessa fagþekkingu að aukast og við hlökkum til komandi verkefna,“ segir Ólöf Birna. Allar nánari upplýsingar um fjöl- skyldufræðinga og fjölskyldu- meðferðir á fjolskyldumedferd.is Jóhann Pétursson og Ólöf Birna Björnsdóttir segja viðtalsmeðferð hjálpa fjölskyldum að takast á við vanda og stilla saman strengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 14. maí 2022 LAUGARDAGURFjölskylduFr æðingaFélag Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.