Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 58
Yfirvélstjóra vantar í
afleysingu á Línubátinn
Fjölnir GK 157
Skiptikerfi (2 og 2)
fram að sumarstoppi.
Upplýsingar
í síma 856-5700 Kjartan.
Starfsfólk óskast á Reykhólum
Verkefnastjóri og starfsfólk óskast í vaktavinnu
í skammtímavistun hjá 15 ára stúlku á Reykhólum.
Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu
umhverfi. Einnig vantar tvo sumarstarfsmenn í liðveislu
með sömu stúlku í júní, júlí og ágúst.
Sá möguleiki er fyrir hendi að sumarstarfsmennirnir verði
áfram á Reykhólum eftir sumarið og vinni á skamtíma-
vistuninni í framhaldi. Umsækjendur geta fengið hjálp
við að finna hentugt húsnæði á staðnum, sé þess óskað.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2022.
Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmunds-
dóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510
og fyrirspurnir og umsóknir má einnig
senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.
kopavogur.is
Menntasvið Kópavogsbæjar rekur 19 leikskóla í sveitarfélaginu. Í leikskólum Kópavogs eru u.þ.b.
2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum.
Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu
Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem
lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna.
Talmeinafræðingur sinnir m.a. greiningum á málþroska- og framburðarfrávikum, talþjálfun, ráðgjöf og
fræðslu til foreldra og starfsfólks leikskóla. Mikilvægt er að talmeinafræðingur sé jákvæður og upp-
byggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja til að ná árangri og brennandi áhuga á að veita börnum þjálfun
og sinna fræðslu til foreldra og starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Löggiltur talmeinafræðingur.
· Réttindi á helstu próftæki.
· Reynsla af vinnu með börnum á leikskólaaldri æskileg.
· Góð færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
· Færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
· Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi við aðra sérfræðinga
· Ef ekki fæst löggiltur talmeinafræðingur kemur til greina að ráðinn verði nýútskrifaður talmeina-
fræðingur, þ.e. án löggildingar, sem starfar undir eftirliti og handleiðslu reynds talmeinafræðings.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Talmeinafræðingur
á leikskóladeild
Kópavogsbæjar
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar á www.starfatorg.is
MAR styrkir hópinn
Í nýju matvælaráðuneyti mætast málaflokkar sjávar-
útvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu
og skógræktar. Áhersla er lögð á loftslagsmál, aðgengi
að hollum mat og fæðuöryggi landsmanna. Einnig
ábyrga umgengni við náttúru, sjálfbæra nýtingu
auðlinda, öfluga nýsköpun og vöruþróun matvæla
í hæsta gæðaflokki.
Í ráðuneytinu starfar samhentur hópur fólks
með fjölbreyttan bakgrunn og umfangsmikla
sérfræðiþekkingu. Málaflokkarnir eru mikilvægir,
verkefnin ærin og andinn er léttur.
Við leitum að drífandi einstaklingum, sem þrífast
á spennandi verkefnum, sýna frumkvæði og sjálfstæði
í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að
vinna í teymi. Við viljum fá jákvæða einstaklinga sem
búa yfir skipulagshæfileikum, geta fylgt verkefnum vel
eftir, hafa mikla samskiptafærni, þreytast ekki
á að leita lausna og hafa áhuga á því að eflast í starfi.
Sérfræðingur á skrifstofu landbúnaðar
Sérfræðingurinn mun vinna við stefnumótun
á sviði landbúnaðar, framkvæmd búvörusamninga
og loftslags- og umhverfismál á sviði landbúnaðar.
Einnig samskipti við hagaðila og önnur tilfallandi
verkefni á málefnasviðinu.
Sérfræðingur á skrifstofu fjármála
Sérfræðingurinn mun koma að margvíslegum verk-
efnum varðandi mannauðsmál, gæðamál og þjónustu
við starfsmenn ráðuneytisins. Starfið felst meðal
annars í launavinnslu, vinnu við jafnlaunavottun,
stuðning við nýráðningar og önnur tengd mannauðs-
mál. Einnig umsjón með ferðareikningum ráðuneytisins
ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum er lúta að
mannauðs- og fjármálum.