Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 59

Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 59
Embætti aðstoðaryfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli Um er að ræða starf hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli en meginverkefni þeirrar starfsstöðvar lúta að eftirliti og afgreiðslu á farþegum sem og hraðsendingum. Aðstoðaryfirtollvörður er yfirtollverði á Keflavíkurflugvelli til aðstoðar. Starfið er fjölbreytt og lifandi og hentar jafnt konum sem körlum. Helstu verkefni og ábyrgð Aðstoðaryfirtollvörður aðstoðar yfirtollvörð við daglegan rekstur í tollframkvæmd sem og aðstoðar við stjórnun starfsmanna, en undir það fellur m.a. ýmiss konar umsýsla sem snertir vaktavinnufólk. Hann tekur þátt í umfangsmiklu samstarfi milli starfsmanna og deilda innan embættisins og í samstarfi við önnur stjórnvöld innanlands og erlendis. Aðstoðaryfirtollvörður afgreiðir einnig erindi innan og utan stofnunarinnar í umboði yfirtollvarðar ásamt því að greiða götu þeirra sem eiga í samskiptum við embættið, en þar undir fellur einnig að leiðbeina og aðstoða viðskiptamenn varðandi tollframkvæmd. Aðstoðaryfirtollvörður heldur utan um og ber ábyrgð á úrvinnslu og upplýsingagjöf tengt tölfræðigögnum og árangursmælingum á starfsstöðinni sem er nýtt fyrir fjölmiðla, ársskýrslur og til stjórnendalegra ákvarðana. Hann tryggir að stefnu stofnunarinnar sé fylgt, kemur að gerð stöðumats og eftirlitsáætlunar fyrir viðkomandi starfssvæði og stuðlar að uppfærslu og innleiðingu á verklagi og ferlum sem gildir í starfseminni. Hann leggur jafnframt til umbætur þegar við á. Þá sinnir hann enn fremur öðrum verkefnum samkvæmt ákvörðun næsta yfirmanns. Hæfniskilyrði • Stúdentspróf eða sambærilegt nám er skilyrði. Einnig þarf starfsmaður að hafa lokið prófi frá Tollskóla ríkisins áður en til skipunar kemur. • Reynsla af stjórnunarstörfum. • Víðtæk þekking á lögum og reglum er lúta að tollamálum sem og tolleftirlitsferlinu. • Greiningarhæfni og reynsla af greiningarstörfum. • Reynsla af vinnslu tölfræðigagna og samantektar á skýrslum. • Þekking á kjarasamningum út frá störfum vaktavinnumanna. • Framúrskarandi skipulags- og leiðtogahæfni. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Að geta sýnt sveigjanleika í starfi. • Mjög góð tölvufærni sem nýtist í starfi, t.d. mjög góð kunnátta á Excel. • Færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku. • Hæfni til frumkvæðis, sjálfstæðra og traustra vinnubragða sem og teymisvinnu. • Almenn ökuréttindi. Háskólamenntun eða annað nám sem nýtist í starfi og þekking á einu Norðurlandatungumáli er kostur. Frekari upplýsingar Um er að ræða fullt starf í dagvinnu og er megin starfsstöð á Keflavíkurflugvelli. Sett verður í embættið til reynslu í eitt ár sbr. 24. gr. laga nr. 70/1996. Ákvörðun um skipun í embættið til fimm ára verður tekin að reynslutíma loknum. Í tengslum við ráðningu aðstoðaryfirtollvarðar þurfa umsækjendur sem ekki hafa lokið Tollskóla ríkisins að þreyta inntökupróf/þrekpróf, en nánari upplýsingar um það er að finna á https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof Umsóknir skulu fylltar út á www.starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Enginn verður skipaður til starfans sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi. Um nánari skilyrði fer skv. 6. gr. laga nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður, í síma 442-1000 eða í tölvupósti á gudrun.s.rikardsdottir@skatturinn.is Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 skatturinn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.