Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 80
Við leggjum
áherslu á gólfvinnu
innan skólanna þar sem
við komum inn og
skoðum skólaumhverfi
barnsins og reynum að
aðlaga þörfum barnsins.
Lína Dögg Ásgeirsdóttir
Rannsóknir hafa sýnt fram á
góðan árangur af fjölskyldu-
meðferð sem er meðferðar-
vinna með pörum, fjöl-
skyldum og hópum. Helga
Þórðardóttir, félagsráðgjafi
og fjölskyldufræðingur,
hefur starfað sem félagsráð-
gjafi í rúma fjóra áratugi.
Fjölskyldumeðferð er sannreynd
(e. evidenced based) og viður-
kennd aðferð í meðferðarvinnu
úti um allan heim og hafa rann-
sóknir sýnt fram á góðan árangur
af slíkri meðferðarvinnu, segir
Helga Þórðardóttir, félagsráð-
gjafi og fjölskyldufræðingur, sem
hefur starfað sem félagsráðgjafi
frá árinu 1981 eða í rúma fjóra
áratugi. „Hugmyndafræðin byggir
í grunninn á kerfiskenningum
(e. systems theory), hugmyndum
sem komu upp í kring um 1945.
Aðferðafræðin hefur þróast og
breyst mikið síðan og margir
hugmyndafræðingar komið þar
að, eins og Bertalanaffy, Bowen,
Whitaker, Bowlby, Bateson, Haley
og Munuchin, svo einhverjir séu
nefndir. Þeir sem hafa mest haft
áhrif í seinni tíð eru Steve de
Shazer, Insoo Kim Berg og Michael
White. Auðvitað eru margar ólíkar
nálganir og aðferðir innan fræð-
anna sem meðferðaraðilar sérhæfa
sig í að beita og svo eru aðrir sem
blanda mörgum aðferðum saman
eftir því sem þeim finnst best
henta hverju sinni.“
Á þeim árum sem námið hefur
verið í boði hafa 142 einstaklingar
útskrifast úr því og 35 útskrifast nú
í júní. Fjölskyldufræðingar vinna
mjög víða í samfélaginu, á ýmsum
stofnunum og stofum um allt land.
Fjölbreytt starfsreynsla
Helga hóf störf sem félagsráð-
gjafi og fjölskyldufræðingur eftir
útskrift úr Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð og hefur starfað við
mennta-, félags- og heilbrigðismál
síðan. Árin 1990-92 stundaði hún
nám í fjölskyldumeðferð og fór
svo til Hollands í meistaranám í
félagsvísindum. „Síðustu árin hef
ég starfað á geðsviði LSH, aðal-
lega í átröskunarteymi. Árið 2007
opnaði ég mína eigin stofu, Lausn,
Fjölskyldumeðferð
er sannreynd og
viðurkennd aðferð
Helga Þórðar-
dóttir, félags-
ráðgjafi og
fjölskyldu-
fræðingur, hefur
starfað sem
félagsráðgjafi
frá árinu 1981.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
fjölskyldumeðferð og ráðgjöf. Jafn-
framt þessu hef ég verið kennslu-
stjóri í fjölskyldumeðferðarnámi á
meistarastigi við Endurmenntun
HÍ. Námið er þverfaglegt, tveggja
ára klínískt nám með vinnu, fyrir
fagfólk á vettvangi.“
Jafnvægi skiptir máli
Helga segir sérhæfingu fjölskyldu-
fræðinga vera færni í að vinna
meðferðarvinnu með pörum,
fjölskyldum og hópum. Spurninga-
tæknin og aðferðafræðin sem
beitt er í meðferðinni og færnin
til að halda jafnvægi milli aðila,
eru mikilvægir þættir. „Það er
mikil kúnst að vinna með tveimur
eða fleirum í meðferð og krefst
mikillar þjálfunar í aðferðafræði
fjölskyldumeðferðar, yfirvegaðrar
þekkingar í samskiptafærni og
ekki síst að hafa unnið úr eigin
áföllum og erfiðleikum.“
Til að geta hjálpað öðrum þarf
meðferðaraðili auk þess að vera
sjálfur á góðum stað og vera með-
vitaður um eigin takmarkanir.
„Í náminu er mikil áhersla lögð á
sjálfsvinnu nemenda, en þeir eru í
hóphandleiðslu reglulega í tvö ár
og í æfingum í svokölluðu Nema-
setri. Í Nemasetri fær nemandinn
tækifæri til að taka viðtöl, og fær
endurgjöf á vinnu sína. Í náminu
eru starfandi sérfræðingar með
mikla meðferðar- og kennslu-
reynslu, auk erlendra sérfræð-
inga.“
Sífellt aukin eftirspurn
Eftirspurn eftir fjölskyldufræð-
ingum hefur aukist og sér Helga
fyrir sér að hún eigi eftir að aukast
enn meira næstu árin. „Með meiri
skilningi á mikilvægi fjölskyldunn-
ar fyrir einstaklinginn og vellíðan
hans, hafa samfélagslegar áherslur
breyst. Við sjáum til dæmis núna
í kosningabaráttu flokkanna í
sveitarstjórnarkosningunum
aukna áherslu á þennan málaflokk.
Mikilvægt er að fjölskyldumeðferð
sé í boði fyrir almenning, ekki síst
fyrir barnafjölskyldur og fólk með
alvarlega sjúkdóma.“
Fjölskyldumeðferð getur verið
mjög fyrirbyggjandi sem snemm-
tækt úrræði í skólum landsins,
í barnaverndinni og á heilsu-
gæslunni. „Aðgengi þarf auðvitað
að vera þannig að þjónustan sé
niðurgreidd og þannig sé fólki gert
kleift að nýta sér þessa mikilvægu
þjónustu. Fjölskyldufræðingar
hafa verið í samningaviðræðum
við Landlækni undanfarin ár um
löggildingu starfsheitisins en ekki
hefur það gengið fram að þessu, en
vonandi á það eftir að breytast.“ n
Lína Dögg Ásgeirsdóttir,
fjölskyldufræðingur og fag-
legur teymisstjóri í farteymi
hjá Skóla- og frístundasviði,
segir að nú sé verið að inn-
leiða „betri borg fyrir börn“
og er lögð áhersla á lág-
þröskuldaþjónustu þar sem
þjónustan á að vera aðgengi-
leg og sem næst þeim sem
þurfa á henni að halda.
„Núna erum við að innleiða „betri
borg fyrir börn“,“ segir Lína Dögg
Ásgeirsdóttir, fjölskyldufræðingur
og faglegur teymisstjóri í farteymi
hjá Skóla- og frístundasviði. „En
„betri borg fyrir börn“ miðar að
því að bæta þjónustu við börn,
ungmenni og fjölskyldur þeirra í
skóla- og frístundastarfi sem og að
færa þjónustuna í auknum mæli
í skólaumhverfi barna og ung-
menna, veita viðeigandi stuðning
sem fyrst og þétta samstarf skóla-
og frístundasviðs og velferðarsviðs
í þjónustumiðstöð hverfisins.“ Hér
sé verið að tala um lágþröskulda-
þjónustu þar sem þjónustan á að
vera aðgengileg og sem næst þeim
sem þurfa á henni að halda og þar
er líka farið í að styðja við foreldra
og forráðamenn barna. „Stundum
erum við að kljást við börn
sem eru í miklum erfiðleikum í
skólaumhverfinu og svo kemur
kannski í ljós að ástæða vanlíðanar
barnsins eru erfiðleikar heima
fyrir. Það gæti tengst skilnaði for-
eldra og ólíkum uppeldisáherslum
á báðum heimilum barnsins. Það
er svo margt sem spilar inn í og
mikilvægt að taka mið af þegar
unnið er að betri líðan barnsins.“
Mikil samvinna
Lína Dögg vinnur í grunnskóla-
teymi á þjónustumiðstöð þar
sem hún er faglegur teymisstjóri
í sérúrræði sem vinnur með
hegðunarvanda barna á grunn-
skólaaldri. „Við leggjum áherslu
á gólfvinnu innan skólanna þar
sem við komum inn og skoðum
skólaumhverfi barnsins og reynum
að aðlaga þörfum barnsins. Við
störfum alltaf í mikilli samvinnu
við skóla sem og foreldra/forráða-
menn barnsins.“
Í starfi sínu leggur Lína Dögg
ríka áherslu á að barnið sé ekki
eyland og sé ávallt í miklum sam-
skiptum við foreldra. „Enda er
mikilvægt að upplifun þeirra og
rödd komi fram sem og tenging
við líðan barnsins í fjölskyldu-
umhverfi þess; ekkert barn í skóla
er eyland heldur á barnið alltaf
fjölskyldu. Líðan og upplifun for-
eldra hefur áhrif á líðan barnsins
innan veggja skólans. Til þess að
tryggja bætta líðan barna innan
grunnskólanna skiptir máli að
horfa á heildina. Ég er sannfærð
um að „betri borg fyrir börn“ muni
verða til þess að kerfin fari að tala
betur saman og að einmitt verði
hægt að vinna með vanda barna
á heildstæðari hátt og almennt
styðja betur við fjölskyldur og
grípa inn í fyrr.“ n
Barnið er
ekki eyland
„Ég er sannfærð um að „betri borg fyrir börn“ muni verða til þess að kerfin fari að tala betur saman og að einmitt
verði hægt að vinna með vanda barna á heildstæðari hátt,“ segir Lína Dögg Ásgeirsdóttir, fjölskyldufræðingur og fag-
legur teymisstjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 14. maí 2022 LAUGARDAGURFjölskylduFr æðingaFélag Íslands