Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 88
Met var slegið á alþjóðlega listmarkaðnum í vikunni þegar málverk eftir Andy Warhol var selt hjá Christie’s í New York fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir bandarískt listaverk á uppboði. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm dýrustu listaverk sögunnar. 1 Frelsari heimsins eftir Leonardo da Vinci Málverkið Salvator Mundi, Frelsari heimsins, er ekki aðeins það dýrasta í listasögunni heldur var salan á því árið 2017 einnig ein sú umdeildasta. Verkið er talið vera frá því um árið 1500 og sýnir Jesú Krist klæddan í endurreisnarföt með krossmerki á fingrum hægri handar og kristalskúlu í vinstri hendi. Flestir listfræð- ingar telja Salvator Mundi vera að mestu leyti málað af aðstoðarmönnum Leonardo da Vinci og aðeins fín- pússað af sjálfum meistaranum en efasemdir hafa lengi ríkt um uppruna þess. Verkið var týnt í eina og hálfa öld en endureignað da Vinci á uppboði árið 2005 og gert ítarlega upp í kjölfarið, svo sumum listfræðingum þykir um of. Eftir að hafa skipt nokkrum sinnum um hendur endaði Salvator Mundi hjá Christie’s-uppboðshúsinu í New York þar sem það seldist eftir langdregið uppboðs- stríð fyrir 450 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 59,6 milljarða íslenskra króna.* Nafni kaupandans var haldið leyndu fyrst um sinn en síðar kom í ljós að krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman, hreppti hnossið. Lítið hefur farið fyrir málverkinu síðan þá og ekki er vitað nákvæmlega hvar það er niðurkomið. Ýmsar getgátur eru þó á lofti, allt frá fríverslunarsvæði í Genf til lúxussnekkju krónprinsins. *Miðað er við upphaflegt söluverð en ekki uppfært verð miðað við verðbólgu. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 5 Fánaberinn eftir Rembrandt* De vaandeldrager eða Fánaberinn er sjálfsmynd eftir Rembrandt frá 1636. Nokkur afrit eru til af verkinu og er það talið mikilvægt verk frá fyrri hluta ferils hollenska meistarans. Verkið var áður í eigu franska listaverkasafnarans Élie de Rothschild og hafði verið í eigu Rothschild-fjölskyldunnar frá 1844. Fánaberinn var keyptur af Rijksmuseum, ríkislista- safni Hollands, með stuðningi frá hollenska ríkinu fyrir 175 milljónir evra í byrjun þessa árs, andvirði um 24,4 milljarða íslenskra króna. Málverkið mun ferðast um öll helstu listasöfn Hollands næstu árin en fær svo framtíðarheimili í heiðursgalleríi Rijksmu- seum. *Fimmta dýrasta listaverkið er vissulega hið áður- nefnda Number 17A eftir Jackson Pollock en vegna þess að það hefur þegar verið nefnt í samhengi við Interchange eftir Willem de Koonig var ákveðið að fjalla um annað verk hér. 2 Víxlun eftir Willem de Koonig Hollensk-bandaríski listamaðurinn Willem de Koonig (1904–1997) var einn af braut- ryðjendum abstrakt-expressjónismans um miðja 20. öld. Olíumálverkið Interchange, eða Víxlun, frá 1955 er lykilverk á ferli de Koonig og talið marka kaflaskil í ferli listamannsins þegar hann fór frá því að mála kvenmyndir yfir í óhlutbundin landslagsverk. Í miðpunkti verksins má sjá bleikan efnismassa með skellum af rauðum, gulum, bláum og sægrænum lit, sem táknar konu að halla sér aftur. Árið 2015 keypti bandaríski viðskiptajöfurinn Kenneth C. Griffin Interchange frá David Geffen-stofnuninni fyrir 300 milljónir Bandaríkjadala, andvirði um 39,7 milljarða íslenskra króna. Í sömu sölu tryggði Griffin sér málverkið Number 17A eftir Jackson Pollock á litlar 200 milljónir Banda- ríkjadala, sem gerir hann að eiganda annars og fimmta dýrasta listaverks sögunnar. 3 Spilamennirnir eftir Paul Cézanne Franski listamaðurinn Paul Cézanne er einn áhrifamesti listamaður síðimpressjónismans og hafði mikil áhrif á uppgang módernismans og á listamenn á borð við Pablo Picasso. Cézanne málaði fimm málverk af mönnum sitjandi við borð að spila á spil á árunum 1890-1894. Verkin eru allt ólíkar útgáfur af sama þema í mismunandi stærð með mismunandi fjölda spilara. Flest þessara verka eru á listasöfnum víðs vegar um heim en eitt þeirra, sem Cézanne málaði á milli 1892 og 1893, var selt árið 2011 fyrir áður óséða upphæð. Verkið hafði verið í eigu gríska skipafrömuðarins George Embiricos en kaupandinn var konungsfjölskyldan í Katar sem greiddi 250 milljónir Bandaríkjadala fyrir gripinn, andvirði um 33 milljarða íslenskra króna. 4 Hvenær munt þú gifta þig? eftir Paul Gauguin Árið 1891 fór franski listamaðurinn Paul Gauguin í fyrstu heimsókn sína til eyjunnar Tahítí í Frönsku Pólýnesíu. Mark- mið hans var að finna „Edens-líka paradís“ hvar hann gæti skapað „hreina og frumstæða“ list. Gauguin heillaðist af menningu og konum Frönsku Pólýnesíu og átti eftir að verja stærstum hluta ævi sinnar á eyjaklasanum þar til hann lést 1903. Málverkið Nafea Faa Ipoipo?, Hvenær munt þú gifta þig? á íslensku, var málað 1892 í hinum litríka síð impressjóníska stíl sem átti eftir að gera Gauguin heimsfrægan síðar meir. Á myndinni má sjá tvær ungar konur sitjandi á jörðinni í litríku landslagi í bláum, grænum og gulllituðum. Verkið var selt óþekktum kaupanda árið 2015, sem talið er að sé meðlimur konungsfjölskyldu Katar, fyrir um 210 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði tæpra 27,8 milljarða íslenskra króna. Dýrustu listaverk sögunnar Umboðsmenn keppast við að bjóða í Salvator Mundi eftir Leonardo da Vinci á uppboði Christie’s í nóv- ember 2017. Fréttablaðið/EPa 38 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.