Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 92
Þetta getur
veitt rann-
sóknarlög-
reglu-
mönnum
innsýn í
það hvern-
ig sakborn-
ingur og
brotaþoli
komust í
samband.
Ólafur Örn
Bragason
Lögreglan
hefur
vanalega
tvö verk,
að rann-
saka
meinta
glæpi en
hitt er í
raun að
halda
friðinn.
Stephen D. Hart
Einn helsti sérfræðingur í
áhættumati kom nýverið til
landsins til að aðstoða lög
regluna við rannsóknir á kyn
ferðisbrotum gegn börnum.
Ég hef rannsakað áhættu
mat í kynferðisbrotum
almennt og í alls konar
ólíkum týpum of beldis,
eins og ofbeldi í nánu sam
bandi, eltihrella, hryðjuverk og hef
almennt mikinn áhuga á áhættu
mati í tengslum við hvers kyns
ofbeldi,“ segir Stephen.
Samkvæmt tölfræði lögreglunnar
er meirihluti brotaþola í kynferðis
brotamálum börn að aldri, eða 61
prósent, á meðan meðalaldur grun
aðra er nokkru hærri. Innleiðing
áhættumatsins er liður í aðgerðum
stjórnvalda fyrir gerendur ofbeldis
og er ætlað að auka við þekkingu
sérfræðinga á sviðinu, að einfalda
eða staðla forgangsröðun mála,
huga að forvarnaraðgerðum og um
leið draga úr líkum á ítrekunar
brotum.
Vinnustofan Hart á Íslandi
var tvíþætt. Fyrst fjallaði hann
almennt um áhættumat í kyn
ferðisbrotamálum en seinni hluti
vinnustofunnar var svo nýttur til að
þjálfa bæði lögreglu og ákærendur í
aðferðafræði áhættumatsins og for
gangsröðun mála fyrir lögregluna.
Vilja sinna meiri forvörnum
„Það sem er ljóst af samtölum
mínum við lögregluna hér er að
hún vill hafa fleiri leiðir til að koma
í veg fyrir að of beldi geti haldið
áfram gegn börnum. Lögreglan
annast vanalega tvö verk, að rann
saka meintan glæp en hitt er í raun
að halda friðinn. Að koma í veg fyrir
að glæpir séu framdir,“ segir Steph
en, og að lögreglan nái ekki að sinna
forvörnum að því marki sem hún
vill því að það sé svo mikið að gera í
því að rannsaka þau brot sem búið
er að fremja.
„Það er auðvitað hægt að halda
því áfram, að handtaka fólk og fá
það sakfellt, en það kemur ekki
í veg fyrir aðra glæpi og í raun er
lögreglan mögulega að leyfa f leiri
glæpum að henda en þarf, með því
að sinna ekki nægilegum forvörn
um. Þetta er erfitt og lögreglan hefur
þróað margar aðferðir til að glíma
við þennan vanda, eins og að búa
til verkefni þar sem unnið er að því
að spá fyrir um hvað gæti gerst og
gefa þannig lögreglunni einhver tól
til að koma í veg fyrir kynferðislegt
ofbeldi,“ segir Stephen, en tekur þó
Meira gefandi að koma í veg fyrir glæpi
Stephen hefur
mikla trú á því
að hér muni lög-
reglunni takast
vel að innleiða
áhættumatið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Ólafur segir það gott fyrir lögregl-
una að geta sinnt meiri forvörnum.
Gefur lögreglu betri innsýn
„Þetta er ákveðin breyting á fókus hjá okkur að því leytinu til að
við erum að skoða forvarnir, og að sinna afbrotavarnahlutverki
okkar, en ekki eingöngu rannsókn þessara brota,“ segir Ólafur Örn
Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs ríkislög-
reglustjóra.
Hann segir að núna, með áhættumatinu, sé ekki aðeins metin
forgangsröðun rannsókna, heldur líka hvort lögreglan hafi áhyggjur
af því að viðkomandi brjóti af sér aftur eða að hann haldi áfram að
brjóta af sér, án þess þó að taka afstöðu til sakleysis eða sektar.
Hann segir að þetta hjálpi einnig við rannsókn lögreglunnar.
„Þetta getur veitt rannsóknarlögreglumönnum innsýn í það
hvernig sakborningur og brotaþoli komust í samband, hvernig
dýnamíkin var og hvaða aðferðum var beitt við að til dæmis
normalísera kynferðislegt ofbeldi,“ segir Ólafur, og að það hjálpi
rannsóknarlögreglumönnum að skilja betur eðli kynferðisbrota.
fram að þetta geti verið ansi f lókið
fyrir lögregluna því ekki gefist tími
til að meta öll mál með sama hætti.
Flokka samkvæmt bráðaþörf
„En það eru aðferðir til að greina
þau mál frá þar sem gild ástæða er
til að telja að það stafi einhver hætta
af einstaklingi og að hann gæti
brotið af sér, eða brotið aftur af sér,“
segir Stephen og að það þurfi svo,
þegar það er búið að bera kennsl á
þessa einstaklinga, að finna leiðir til
að forgangsraða þeim og finna ein
hver úrræði fyrir þá.
„Þá er hægt að byrja á þeim ein
staklingum sem stafar mest hætta
af og hægt að nota þau úrræði sem
eru í boði til að minnka áhættuna.“
Hann segir að það sé auðvitað
erfitt að meta hvar er hætta og hvar
ekki, en líkir ferlinu við f lokkun
samkvæmt bráðaþörf [e. Triage]
á spítala þar sem sjúklingar eru
spurðir grundvallarspurninga eins
og hvort þeir séu með verki fyrir
brjósti eða eigi erfitt með að anda.
„Það er ekki hægt að spá fyrir um
margt með þessum spurningum,
en það sem þær eru hannaðar til
að gera er að bera kennsl á fólk sem
gæti verið að deyja svo að það sé
hægt að bregðast strax við. Ef fólk
svarar þessu ekki játandi, þá getur
það beðið. Jafnvel þótt því blæði,“
segir hann.
„Þetta eru ákvarðanir upp á líf og
dauða til að réttlæta takmarkaðan
mannafla eða úrræði, en það er það
nákvæmlega sama og lögreglan
þarf að gera. Það sem við ræddum
á námskeiðinu er hvernig við getum
framkvæmt þessa f lokkun til að
reyna að hjálpa lögreglunni að bera
kennsl á mál þar sem kynferðisof
beldi gegn börnum hefur í för með
sér mikla og alvarlega hættu,“ segir
Stephen. Hann segir að hægt sé að
nota þessa aðferð sama hvort það
sé verið að meta einstakling sem
búinn er að brjóta á barni og gæti
gert það aftur eða þar sem grunur
leikur á að einstaklingur gæti brot
ið á barni, eða jafnvel til að meta
einhvern sem sýnir af sér óæskilega
hegðun.
„Ég get tekið dæmi um kenn
ara í menntaskóla sem klippir út
af myndum hausa barna og setur
hausana á klámmyndir af fullorðn
um konum. Það er kannski ekki
ólöglegt en það er ekki í lagi og þetta
væri eitthvað sem myndi f lokkast
undir aðstæður þar sem sérstaklega
er fylgst með,“ segir Stephen.
Hann segir að fyrir marga lög
reglumenn sé það verulega gefandi
að sinna þessu samhliða rann
sóknum, því þannig sjái þeir í verki
hvernig þeir eru að vernda fólk fyrir
glæpum.
„Að koma í veg fyrir glæp er miklu
meira gefandi en að ná einhverjum
sem er þegar búinn að fremja glæp.“
Spurður hvort að lögreglan á
Íslandi sé vel í stakk búin til að inn
leiða áhættumatið segir Stephen að
hann telji ekki mikið vanta upp á.
Bjóða gerendum í úrræði
„Ísland er að mörgu leyti eins og Kan
ada, það er stórt lítið land, þannig að
fjöldi fólks miðað við stærð landsins
er lítill og það er kostur, því þetta
snýst ekki endilega um að vera með
marga lögreglumenn, þetta snýst
um að þeir sem eru til staðar vinni á
gáfulegan hátt.“
Hann segir að hluti af áhættumat
inu sé að bera kennsl á þá sem geti
stafað af hætta og svo að bjóða þeim
úrræði sem geti aðstoðað þá við að
hætta að beita of beldi eða koma í
veg fyrir að þeir beiti því.
Vinnustofan sem fór fram í síð
ustu viku var eins konar prufa á því
sem er búið að þróa síðasta árið og
næsta skref er að koma áhættumat
inu í notkun og svo eftir einhvern
tíma verður metið hvort það þurfi
að aðlaga það frekar íslenskum
aðstæðum.
„Það var gott að sjá að lög
reglan hér leggur áherslu á öryggi
almennra borgara, en ekki bara
handtökutíðni. Það er erfitt fyrir
lögregluna að breyta hugsunar
hætti sínum, en ég yrði ánægður ef
enginn yrði handtekinn og glæpa
tíðnin væri engin. Eða ef það eru
færri handteknir því það eru fáir
að brjóta af sér. Það er gott að verja
meiru í forvarnir því þá verður sam
félagið mögulega betra og borgar
arnir ánægðari.“ ■
Lovísa
Arnardóttir
lovisa
@frettabladid.is
Þegar búið er
að bera kennsl
á gerendur þá
er mikilvægt
að finna þeim
viðeigandi
úrræði, að sögn
Stephen.
42 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ