Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2022, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 14.05.2022, Qupperneq 102
Eins og venjulega notaði Range Rover óvenjulegar leið­ ir til að frumsýna sportjeppa sinn og að þessu sinni var nýja bílnum ekið upp Hafra­ hvammagljúfur á Íslandi. njall@frettabladid.is Range Rover frumsýndi í vikunni nýtt útlit Range Rover Sport með sérstöku kynningarmyndbandi á netinu. Þar sést ökuþórinn Jessica Hawkins aka upp Hafrahvamma­ gljúfur skömmu áður en Hálslón fer á yfirfall og fyllir gljúfrið. Var Ísland efst á lista hjá Land Rover fyrir kynningarmyndbandið, en fyrri módel hafa til dæmis ekið 999 þrepin upp himnastigann á Tian­ men fjalli í Kína. Ekki er að sjá að bíllinn sé mikið breyttur frekar en stóri bróðir hans, en samt er um alveg nýjan bíl að ræða. Hjólhafið er 75 mm lengra en lengra fráfallshorn að aftan setur sportlegri svip á hann. Efri hluti bílsins er eins og einn gluggi, þak­ línan aðeins afturhallandi og endar í stórri vindskeið. Hurðarhandföng falla inn í hurðirnar og díóðuljósin eru enn mjórri en áður. Stærstu felg­ urnar sem hægt er að fá með bílnum eru 23 tommur. Bíllinn er á sama MLA Flex undirvagni og Range Rover og einnig verður kynnt rafút­ gáfa sem kemur þó ekki fyrr en 2024. Tvær tengiltvinn útgáfur verða í boði strax með allt að 503 hestafla og 700 Nm vélbúnaði, en þriggja lítra vélin með 38,2 kWst rafhlöðu getur komið bílnum í hundraðið á aðeins 5,4 sekúndum. Mildari tvinnútgáfur og öflugri V8 útgáfa verða einnig í boði og SVR útgáfa mun koma fjótlega. ■ Range Rover Sport kynntur með íslensku myndbandi Hámarksvaðdýpt Range Rover Sport er uppgefin við 900 mm, en hvort íslenska gljúfrið hafi boðið upp á meira skal ósagt látið. MYND/LAND ROVER njall@frettabladid.is Raf bíllinn frá Skoda er væntan­ legur árið 2025 ásamt hinum bílunum og verður með svipuðu lagi og Enyaq, til að mynda. Um svipaða stærð og Skoda Fabia er að ræða og kemur bíllinn þá á nýja MEB Entry undirvagninum. Bíllinn frá Volkswagen fær nafnið ID.1 og verður með sama undir­ vagni. Volkswagen bíllinn verður kúptari en Skoda smábíllinn sem er með kantaðri línum og meira að segja hjólaskálar eru með kassa­ lagi. Hjólin eru mjög utarlega sem þýðir að pláss er fyrir stærri raf­ hlöðu. Raf hlöður fyrir þessa bíla verða líklega framleiddar í nýrri verksmiðju í Sagunto á Spáni, sem hefur framleiðslu árið 2023. Búast má við allavega 58 kWst raf hlöðu sem gefur allt að 450 km drægi. ■ VW og Skoda sýna útlínur nýrra bíla Útlínur VW smábílsins eru mun mýkri en sambærilegs bíls frá Skoda. MYNDIR/VW GROUP njall@frettabladid.is Fisker hefur sýnt myndir af næsta rafbíl sínum sem kallast mun Pear, en það stendur fyrir Personal Elect­ ric Automotive Revolution. Bíllinn verður frumsýndur í Evrópu í lok mánaðarins en bíllinn fer í fram­ leiðslu á næsta ári. Myndirnar sýna bíl með stórum brettum og ljósarönd utan um bílinn en ljós og glampandi yfirborð fela vel önnur útlitseinkenni. Bílnum er ætlað að keppa við bíla eins og Renault Zoe og Mini Electric og á Pear að sameina sportlega aksturs­ eiginleika ásamt „sniðugum farang­ urslausnum“ eins og það er kallað. Bíllinn verður hannaður af Fox­ conn í Taiwan sem frumsýndi nýlega tvo bíla á nýjum undirvagni, sem Pear gæti einnig notað. Framleiðsla bílsins mun fara fram í Ohio og verða 250.000 eintök smíðuð árlega. ■ Fisker sýnir mynd af borgarbílnum Pear Fisker Pear er smávaxinn rafbíll sem er smíðaður hjá Foxconn í Taíwan. MYND/FISKER njall@frettabladid.is Volkswagen hefur tilkynnt að nýtt merki fyrir rafjeppa og pall­ bíla í Bandaríkjunum muni bera hið fornfræga Scout heiti. Myndir af bílnum sýna kassalaga útlit líkt og á Scout en með meira hjólhafi. Scout jeppinn mun ekki nota MEB undirvagn Volkswagen heldur mun nýr undirvagn vera í smíðum sem sérstaklega er ætlaður rafjeppum. Scout jepparnir verða aðeins seldir á Ameríkumarkaði og er áætlað að hann kosti frá 40.000 dollurum sem er undir því verði sem Ford F­150 og Silverado pall­ bílarnir eru boðnir á. Rafpallbílar í Bandaríkjunum eru nýjasta æðið en f leiri ætla að róa á þessi mið eins og Tesla, Rivian, GM og Hummer. Að sögn Volkswagen munu fyrstu bílarnir verða frum­ sýndir á næsta ári en búast má við að þeir fari á markað árið 2026. Volkswagen tryggði sér Scout nafnið í fyrra en Scout jeppar voru í framleiðslu til 1980. ■ VW endurvekur Scout jeppann sem rafbíl Mun meira hjólhaf prýðir nýjan Scout rafjeppa sem frumsýndur verður á næsta ári. MYND/VW GROUP BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.