Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 28
Ökumaður mótor- hjólsins hefur engan tíma til að bremsa og fer bara á fullri ferð á mig. Ég kastast yfir 20 metra, sem er rosaleg vegalengd og ég átti erfitt með að trúa henni. Ég ætla ekki að vera hérna að dúlla mér við að vinna sömu keppnina ár eftir ár. Ég þarf að sjá hversu langt ég kemst. Ingvar Ómarsson er handhafi fjölmargra Íslandsmeistara- titla í hjólreiðum auk þess að vera okkar fyrsti og eini atvinnumaður í greininni. Litlu munaði þó að endi væri bundinn á þann feril í upp- hafi hans með alvarlegu slysi í Rott erdam. Segja má með vissu að án hjólreiðahjálms væri Ingvar ekki til frásagnar hér. Rúmum mánuði eftir að Ingvar flutti til Rotter dam árið 2015 til að einbeita sér að atvinnumennsku í hjólreiðum lenti honum saman við mótorhjól á 80 kílómetra hraða. Ingvar kastaðist heila tutt- ugu metra, lenti á höfðinu og töldu sjúkraflutningamenn hann látinn þegar þeir komu á staðinn. Ingvar væri ekki til frásagnar um slysið hefði hann ekki verið með hjálm en gera þurfti tvær stórar aðgerðir á höfði hans til að forða honum frá lömun eða dauða. „Ég var alltaf krakkinn sem nennti ekki út að hjóla og fílaði það ekki fyrr en ég var 15 ára,“ segir Ingvar aðspurður um upphafið. „Það var svo eitt sumarið að ég hafði ekkert að gera og Örninn var með tilboð á BMX-hjólum. Ég átti 20 þúsund kall sem dugði akkúrat.“ Vinirnir voru í svipuðum pæling- um og Ingvar var fljótur að falla fyrir sportinu. „Allt í einu var ég kominn á „down-hill“ fjallahjól, eða fjallabrun á góðri íslensku. Sportið snýst þá um að fara upp Esjuna eða Úlfarsfellið eða bara einhvern stað þar sem við komumst í góða hæð. Við löbbum þá upp sem tekur um 50 mínútur og svo erum við svona fjórar mínútur niður, eins hratt og við getum,“ segir Ingvar og það er augljóst að það kemur fiðr- ingur í hjólarann. „Þess á milli vorum við að finna húsþök og bílskúra til að stökkva fram af. Við vorum bara að leita að einhverju hættulegu til að gera,“ segir Ingvar í léttum tón. „Þetta er ekki fyrir hvern sem er. En þarna var maður ungur og vitlaus. Ef maður ætlar einhvern tíma að vera að þessu þá er þetta rétti aldurinn.“ Fljótt í hóp þriggja bestu Ingvar tók þátt í fjallabrunskeppn- um en fór svo að hallast að því að hjóla lengri vegalengdir og taka þátt í slíkum keppnum. „Eftir nokkur ár í fjallabruni komst ég í samstarf við Kríu sem ákvað að lána mér hjól,“ rifjar Ingvar upp og var grunnurinn að ferlinum þá lagður. „Ég tók þátt í minni fyrstu götu- hjólakeppni árið 2012 og sama ár varð ég Íslandsmeistari í fjallahjól- reiðum. Ég hafði greinilega fundið mína réttu grein því árið 2014 var ég kominn í hóp efstu þriggja í götu- og fjallahjólum.“ Þegar afreksíþróttakonan Karen Axelsdóttir bauð Ingvari ásamt fleirum í hjólaferð til Tenerife árið 2015 með þríþrautaræfingahóp sínum fóru hjólin að snúast í tvö- faldri merkingu þess hugtaks. „Undir lok ferðar bauð einn úr hópnum, Birgir Már Ragnarsson hjá Novator og fyrrverandi Íslands- methafi í Járnkarli, mér styrk. Hann sagðist þannig geta hjálpað mér ef ég vildi einbeita mér að hjólreið- unum. Fyrsta árið var þetta bara persónulegur styrkur frá honum en svo breyttum við þessu í Novator- styrk. Ég var þá að fá borgað fyrir að hjóla sem er ein leið til að skilgreina atvinnumennsku.“ Allt annað þurfti að víkja Það sumar, 2015, fór Ingvar að keppa í útlöndum. „Ég ákvað að einbeita mér að fjallahjólunum því það er uppáhaldsgreinin mín og sú hentug- asta þegar maður er ekki í liði en það eru engin lið á Íslandi,“ segir Ingvar og undir lok sumars flutti hann til Þeir voru handvissir um að þetta væri búið spil Rúmum mánuði eftir að Ingvar skildi allt eftir og flutti til Rotterdam þar sem atvinnuferillinn átti að hefjast lenti hann í alvarlegu slysi þar sem hann kastaðist um 20 metra og lenti beint á höfðinu á malbiki. Fréttablaðið/anton brink Rotterdam ásamt kærustu sinni, Iðunni Örnu. „Ég var kominn út um miðjan september og keppti með félaga mínum í Evrópumeistaramóti í „cyclo-cross“ utanvegakeppni. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenska lands- liðið tók þátt í stórmóti. Ég tók þátt þann 7. nóvember, rúmum mánuði eftir að við fluttum utan og fjórum dögum seinna lenti ég í slysinu,“ útskýrir Ingvar. „Ég hafði hætt í ágætri vinnu sem forritari hjá Dohop og í tölvunar- fræðinni í Háskólanum í Reykjavík sem ég var hálfnaður með.“ Ingvar segir það hafa verið einu færu leiðina ef hann ætlaði að ná árangri. „Þetta er ekkert sem maður dúllar sér við, þá er þetta bara hobbí, en ég varð að láta á það reyna að gera þetta af fullri alvöru. Allt annað þurfti að víkja.“ Á þessum tímapunkti hafði Ingvar unnið næstum allt sem hægt var að vinna hér heima. „Ég held að ég hafi keppt í 40 keppnum og unnið næst- um 30. Þetta var þannig að maður var klárlega orðinn langbestur á landinu og ég hugsaði með mér: Ég ætla ekki að vera hérna að dúlla mér við að vinna sömu keppnina ár eftir ár. Ég þarf að sjá hversu langt ég kemst.“ Aðspurður segir Ingvar kærust- una hafa farið í listnám í Rotter- dam en ekki lokið því námi enda fór dvölin ekki eins og upphaflega var ráðgert. „Ég hugsa að ef þú talaðir við hana um það hvernig það fór myndi hún segja að skólinn hafi eiginlega ekk- ert verið að ganga fyrir hana, en ég myndi segja að ég hafi skemmt fyrir henni námið með slysinu, því næstu mánuðir fóru bara í kaos.“ Man ekki eftir slysdeginum En að degi slyssins örlagaríka, 11. nóvember 2015: „Ég man ekki eftir deginum sjálfum en man eftir kvöldinu á undan. Ég hafði planað að hjóla svakalegan 120 kílómetra hring í borginni, hálfa leið í átt að landa- mærum Belgíu. Þetta var þremur dögum eftir Evrópumótið og ég var kominn á glænýtt götuhjól. Þetta var fyrsti hjólatúrinn á þessu hjóli og ég að hefja æfingaferlið fyrir sumarið á eftir.“ Hjólatúrinn átti að taka um fjórar klukkustundir og er frásögn Ingvars byggð á skýrslum lögreglu enda man hann eins og fyrr segir ekkert frá deginum né slysinu sjálfu. „Ég var kominn að einum aðal- veganna þar sem er grænt ljós og ég kem af minni vegi. Þar er bíll fyrir sem heftir útsýnið. Ég kem öðrum megin við hann en hinum megin kemur mótorhjól á 80 kílómetra hraða. Ökumaður mótorhjólsins hefur engan tíma til að bremsa og fer bara á fullri ferð á mig. Ég kast- ast yfir 20 metra, sem er rosaleg vegalengd og ég átti erfitt með að trúa henni. Ég var bara farinn yfir í næsta póstnúmer,“ lýsir hann með tilþrifum. Þyrla og sjúkrabíll send af stað Ingvar lenti á þjóðveginum og lík- lega beint á höfðinu. „Ég hef verið á svona 20 kílómetra hraða enda svo- lítið að passa mig á leið inn á aðal- veginn. Við vorum báðir jafn sekir og engum kennt um enda hafði bíll- inn blokkað sjón beggja. Þetta var greinilega það alvarlegt að það fer af stað svolítið fyndinn prósess,“ segir Ingvar sem er feg- inn að slysið hafi orðið í Hollandi. „Þegar svona svakalega alvarlegt slys verður fer af stað ferli sem aðeins er notað þegar um konungs- fjölskylduna eða mjög alvarleg slys er að ræða. Þá er kölluð út bæði þyrla og sjúkrabíll og sá sem er fyrr á staðinn bregst við.“ Í þetta skiptið var sjúkrabíllinn undan á vettvang og leist sjúkralið- unum ekki á blikuna fyrst um sinn. „Þeir horfðu á mig og voru hand- vissir um að þetta væri búið spil.“ Fékk konunglega þjónustu Miðað við áverka lenti Ingvar á höfðinu enda lítið um önnur meiðsl og í raun aðeins handleggsbrot sem ekki var sinnt almennilega fyrr en síðar. „Það var ekki einu sinni verið að spá í því – enda ekki aðalatriði. Ákveðið var að sjúkrabíllinn sem var fyrri til f lytti mig á sjúkrahúsið og þá lokar lögreglan öllum vegum inn og út úr borginni. Þetta gera þeir fyrir konungsfjölskylduna og alvarleg slys svo ég fékk „royal treat- ment“,“ segir hann í léttum tón. „Á meðan þetta er í gangi eru læknar spítalans mættir á neyðar- fund því sjúkraliðunum virtist um tvo höfuðáverka að ræða sem vana- lega er ekki gerð aðgerð á samtímis. Ég var höfuðkúpubrotinn, auk þess sem það var blæðing bæði utan og innan á hauskúpu,“ segir Ingvar og sýnir um 12 sentimetra langt ör á höfðinu. „Í millitíðinni er hringt í kærust- una mína, sem fær afskaplega leiðin- legt samtal við komuna á spítalann, en læknirinn segir við hana: „Hann er að fara í aðgerð. Til öryggis skaltu fara og kveðja hann.“ Það var kannski ekki skrítið enda metið að einhverjar 10 prósent líkur væru á að ég lifði aðgerðina af.“  Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 28 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRéttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.