Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 41

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 41
Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar, nýtur sín í starfi og er með skýra framtíðarsýn. Hennar framtíðarsýn er að skapa öllu starfsfólki eftirsóttan og framúrskarandi vinnustað og með öflugu fólki. Erla María hefur verið mannauðs­ stjóri Krónunnar frá ársbyrjun 2021 en hóf störf hjá Festi sem mannauðsfulltrúi árið 2016. Erla María er með MHRM – Master í mannauðsstjórnun og vinnusál­ fræði frá Háskólanum í Reykja­ vík og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Að sögn Erlu Maríu er mikil áhersla lögð á að starfsfólkinu líði vel í vinnunni. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að við séum með góðan vinnustað þar sem starfsfólkinu okkar líður vel og hafi jöfn tækifæri til að njóta sín til fulls í starfi. Við erum með virka jafnlaunastefnu og viljum sem jafnastan hlut kvenna og karla í stjórnunarstörfum en í fyrra hlaut Krónan í fyrsta sinn Jafnvægisvog FKA og vinnur stöðugt að jafnari hlutföllum á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Við störfum í umhverfi þar sem hraðinn er mikill, álag í starfi og breytingar töluverðar. Það er því mikilvægt að eiga í virku sam­ tali við fólkið okkar og stuðla að stöðugri fræðslu og þjálfun til þess að það hafi tækifæri á að þróast og blómstra í starfi. Til að styðja við það starfrækj­ um við „Krónuskólann“ sem er nú aðgengilegur í appi í símanum en þar getur starfsfólk sótt sér fræðslu og þjálfun hvar og hvenær sem er. Þetta fyrirkomulag hefur reynst afar vel og þá sérstaklega hjá unga fólkinu okkar sem í auknum mæli vill nálgast allar upplýsingar í símanum. Einnig höldum við reglulega fundi með öllu starfsfólki Krónunnar, svokölluð „Krónutorg“ þar sem staðan okkar er rædd. Þar er öllu starfsfólki Krónunnar boðið að vera með,“ segi Erla María. Hvetji starfsfólk til sækjast eftir framgangi í starfi Erla María segir jafnframt að þau hvetji starfsfólk sitt til að sækjast eftir reglulegum framgangi í starfi. „Við styðjum þau t.d. til verslunarnáms á Bifröst og höfum mörg dæmi um starfsfólk sem hóf upphaflega störf á gólfinu eins og það er kallað, en er núna komið í ábyrgðarstöður eftir mörg ár í starfi, t.d. verslunarstjórar og svæðisstjórar. Það er mikilvægt fyrir okkur að fólk sjái sína framtíð fyrir sér hjá okkur, sjái að það getur sótt sér menntun og fengið aukna ábyrgð.“ Aðalsmerki starfsfólks er Krónu­ hjartað. „Það snýst um að hafa ein­ lægan vilja til að gera betur í dag en í gær því saman getum við allt. Því höfum við lagt mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í okkar stefnum og störfum. Kynjahlutfallið hjá Krónunni er sífellt að verða jafnara með árunum og er í dag 41% konur á móti 59% körlum. Við erum einn­ ig að vinna statt og stöðugt að því að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum á borð við verslunarstjóra.“ Drulluhlaup Krónunnar hluti af íþróttaveislu UMFÍ Í stefnu nýrra stjórnenda er mikil áhersla lögð á andlega jafnt sem líkamlega heilsu starfsfólks. „Við kynntum því til leiks Lýðheilsu­ stefnu Krónunnar í byrjun þessa árs en markmið okkar er að vera leiðandi vinnustaður í lýðheilsu­ mál um og stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfs fólks, en ekki síður að hafa smit andi áhrif út í sam fé lagið og til okk ar viðskipta­ vina með hvatningu um að kaupa heilsusamlegar vörur. Til að styðja við innleiðingu lýð­ heilsustefnunnar, var ráðinn fyrr á þessu ári verkefnastjóri lýðheilsu og mun sá aðili vinna að því að bætt heilsufar fái aukið vægi meðal starfsfólks og vonandi viðskipta­ vina líka. Stefnan er í stöðugri mótun en við höfum sem dæmi hafið leikinn með því að koma á heilsueflandi viðburðum fyrir okkar starfsfólk þar sem lögð er áhersla á samveru og skemmtilega hreyfingu. Léttar fjallgöngur, fjölskyldustundir og leikfimitímar hafa m.a. verið á dagskrá það sem af er sumri. Í ágúst verður síðan svokallað „Drulluhlaup Krónunnar“ haldið, sem er hluti af íþróttaveislu UMFÍ þar sem áhersla er lögð á skemmti­ lega hreyfingu, gleði og samvinnu fyrir alla fjölskylduna.“ Með því að gera Krónuna að heilsueflandi vinnustað segir Erla María að verið sé að hvetja til heilsusamlegs lífernis í starfi og leik. „Litlir hlutir eins og að hafa ávallt á kaffistofum ávexti fyrir starfsfólk, en ekki bara kex eða kökur, skipta hér líka máli. Lögð er áhersla á að njóta en ekki bara þjóta því lýðheilsa snýst ekki um öfgar eða merkileg afrek. Það verður gaman að fylgja þessu verkefni eftir og sjá hvernig þessi áhersla endurspeglar aukna ánægju og vellíðan í starfi meðal okkar starfsfólks – en það er leiðin til langvarandi ánægju og starfs­ frama í okkar huga.“ Velferðarpakki Krónunnar Mikil áhersla er lögð á að öllum líði vel. „Við viljum að öllum líði vel í Krónunni og þá sérstaklega starfs­ fólki okkar sem daglega heldur öllu gangandi hjá okkur. Því kynntum við á síðasta ári Velferðarpakka Krónunnar, sem er hluti af vel­ ferðarþjónustu Festi, móðurfélags Krónunnar, og samstæðunnar allrar. Þjónustan er í boði fyrir allt starfsfólk samstæðunnar, hvort sem það er í hlutastarfi eða fullu starfi. Markmið pakkans er að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu starfsfólks og eru allir hvattir til að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Erla María. Í vel­ ferðarpakkanum má m.a. finna íþrótta­ og tómstundastyrki og fær hver starfsmaður styrk að upphæð 30.000 krónur á ári. Að auki getur starfsfólk fengið fría tíma hjá sálfræðingum og Heilsu­ vernd upp að ákveðnu marki sem má nýta árlega. Með tilkomu pakk­ ans er hægt að fá styrk til að nýta sér ýmsa þjónustu hjá sérfræð­ ingum, svo sem markþjálfa, nær­ ingarfræðingi, uppeldisráðgjafa og hjónabandsráðgjafa svo eitthvað sé nefnt. „Við erum mjög stolt af þessu framtaki og hefur starfsfólk okkar tekið virkilega vel í innihald pakkans enda er markmiðið ávallt að fólkinu okkar líði vel, bæði í vinnunni og utan hennar.“ Styrkja starfsfólk af erlendum uppruna til íslenskunáms Lögð er mikil áhersla á fjölmenn­ ingu og að efla fólk af erlendum uppruna í starfi. „Hjá okkur starfar mikill fjöldi starfsmanna af erlendum uppruna, sem oftar en ekki er að stíga sín fyrstu skref á íslenskum vinnumarkaði. Það er að mörgu að hyggja til að þessum hópi líði sem best í vinnunni og hafi öll þau tæki og tól sem nauð­ synleg eru til að þróast áfram í starfi. Við erum fjölmenningarfyr­ irtæki en fólk af yfir 30 mismun­ andi þjóðernum starfar hjá okkur. Það er á okkar ábyrgð að stuðla að því að allt okkar starfsfólk hafi sömu tækifæri innan félagsins, óháð uppruna og móðurmáli.“ „Allt okkar efni sem við kemur starfsfólki er sett fram á nokkrum tungumálum svo að helst allir hafi sömu upplýsingarnar. Einnig styrkjum við starfsfólk til íslensku­ náms og hvetjum alla eindregið til að nýta sér það tækifæri og reyna að ná tökum á íslensku.“ Jafnframt nýtur fyrirtækið sér utanaðkomandi ráðgjafa sem sérhæfir sig í ráðgjöf og aðstoð við starfsfólk af erlendum uppruna og er á dagskrá að vera með þjálfun og fræðslu, bæði fyrir stjórn­ endur og erlent starfsfólk hvað varðar fjölmenningu og aðlögun að íslenskum vinnumarkaði. „Við teljum það mikilvægt skref í því að efla okkar fólk óháð uppruna og tungumáli, enda í samræmi við jafnréttisstefnu Krónunnar.“ Með stafrænum lausnum skapast ný störf Aðspurð segir Erla María að hjá Krónunni starfi um þúsund manns, bæði í fullu starfi sem og hlutastarfi í alls 25 verslunum, Snjallverslun Krónunnar og á skrif­ stofu. Hún segir að störf innan Krón­ unnar séu í stöðugri þróun með tilkomu stafrænnar þróunar, t.d. Skannað og skundað, og er því nú mikil áhersla lögð á fræðslu og þjálfun sem tengist þessum nýju lausnum sem auðvelda viðskipta­ vinum þeirra lífið. „Störfin eru sífellt að breytast og teljum við að með stafrænni umbreytingu verði þau þægilegri og fjölbreyttari en áður. Stöðu­ gildum er síður en svo að fækka, með fjölgun verslana og aukinni þjónustu við viðskiptavini sem og stafrænum lausnum verða til ný störf, t.d. við að taka saman vörur í pantanir Snjallverslunar, útkeyrslu heimsendinga, innleiðingu og aðstoð við Skannað og skundað, svo eitthvað sé nefnt.“ n Stefnan er í stöð- ugri mótun en við höfum sem dæmi hafið leikinn með því að koma á heilsueflandi við- burðum fyrir okkar starfsfólk þar sem lögð er áhersla á samveru og skemmtilega hreyfingu. Einnig styrkjum við starfsfólk til íslenskunáms og hvetj- um alla eindregið til að nýta sér það tækifæri og reyna að ná tökum á íslensku. Jöfn tækifæri til að njóta sín til fulls í starfi Erla María segir að fyrst og fremst leggi þau áherslu á að þau séu með góðan vinnustað þar sem starfsfólki Krónunn- ar líður vel og hafi jöfn tækifæri til að njóta sín til fulls í starfi. MYND/AÐSEND kynningarblað 5LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.