Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 43
Líðan starfsfólks, árangur og hvatn- ing er mæld með könn- un sem er framkvæmd fyrir IKEA á heimsvísu. IKEA er með stærstu fyrir- tækjum á landinu. Þar starfar fjölbreytt flóra starfsmanna. Listi starfa er langur og öll störf eru jafn mikilvæg. Mannauðsstefna þar sem sam- félagsábyrgð og umhyggja fyrir fólki og jörðinni gegnir lykilhlut- verki, er vandlega studd af sterkri hugmyndafræði. Hjá IKEA á Íslandi starfa 450 manns á aldursbilinu 17 til 75 ára en nýlega lauk elsti starfsmaður fyrirtækisins störfum eftir 35 ár í starfi, áttræður að aldri. „Það er því óhætt að segja að starfsemin sé fjölbreytt þar sem hátt í 90 ólík störf eru innan fyrirtækisins,“ segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Störfin eru af margvíslegum toga og krefjast ólíkrar hæfni, mennt- unar, þekkingar og reynslu,“ bætir Fjóla Kristín við. Iðnmenntaðir eins og smiðir, rafvirkjar, hönn- uðir, háskólamenntaðir mann- auðssérfræðingar, þýðendur, markaðssérfræðingar, birgðasér- fræðingar, viðskiptafræðingar, grafískir hönnuðir, bakarar, mat- reiðslumeistarar, snillingar í stafrænni þróun, þjónustuliprir einstaklingar í ráðgjöf og þjónustu og svo mætti lengi telja. Listi starfa er langur, öll jafn mikilvæg í að framfylgja hugmyndafræði fyrir- tækisins: „að gera daglegt líf þægi- legra fyrir sem flesta.“ Fjölmenning gefur fyrirtækinu alþjóðlegan blæ „Fjölbreytnin er ekki einungis fólgin í aldri, menntun og reynslu, því innan veggja fyrirtækisins má finna einstaklinga af 39 þjóðern- um og eru erlendir starfsmenn um fimmtungur alls hópsins,“ segir Fjóla Kristín. Fjölmenningin gefur fyrirtækinu alþjóðlegan og líflegan blæ, drifkraft og aukna víðsýni og gagnkvæma virðingu. IKEA veitir þessum dýrmæta hópi starfsfólks aðgengi að íslenskunámi á vinnu- tíma sem styður við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og eykur möguleika á starfsþróun. Hlúð að fjölbreyttum mannauði „Að viðhalda hvata, vellíðan og ánægju þessa fjölbreytta hóps starfsfólks með ólíkar væntingar og þarfir, krefst stöðugrar endur- skoðunar og nýsköpunar. Það er því margbreytilegt hvað hefur hvetjandi áhrif á starfsfólk og veitir því vellíðan og starfsánægju,“ segir Fjóla Kristín. Hún nefnir að það þarf til dæmis að huga að fjölbreyttu úrvali af mat í mötuneyti starfsfólks. Í ólíkum hópi þarf að vera val um grænkerafæði, grænmeti, léttan mat og hefðbundinn heimilismat. Öll höfum við sterkar skoðanir á mat sem gefur okkur orku og stuðlar að vellíðan yfir daginn. „Við erum heppin að vera með alla þessa sérfræðinga í eldhúsinu okkar sem sjá til þess að úrvalið sé gott og eitthvað fyrir alla.“ „Eins þurfi að huga að fjöl- breyttum viðburðum sem nái til allra. Fjóla nefnir að viðburðir á vegum fyrirtækisins þurfa að hæfa breiðu kynslóðabili, mismunandi þjóðerni, kyni, væntingum og við- horfi. Öll höfum við skoðanir og öll viljum við njóta okkar og hafa gaman. Þá sé gott að geta leitað til skap- andi einstaklinga innan veggja fyrirtækisins sem hafi sérmenntað sig í skapandi greinum og auðveldi undirbúning og hugmyndavinnu viðburða. Í IKEA er einnig komið til móts við ólíkar þarfir með því að bjóða upp á breitt námskeiðaúrval, námsstyrki, heilsufarsstyrki og velferðarþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæki á borð við IKEA þurfa að axla samfélagsábyrgð á mörgum sviðum og það á að vera sjálfsagt.“ Hluti þess sé stuðningur við starfsfólk til persónulegrar þróunar og líkamlegrar og and- legrar vellíðunar, að sögn Fjólu. Að fylgja orðum í verki Líðan starfsfólks, árangur og hvatning er meðal annars mæld með könnun sem framkvæmd er fyrir IKEA á heimsvísu. Fjóla segir það hafa verið mikla áskorun að viðhalda þessum þáttum undan- farin tvö ár vegna samkomutak- markana og takmarkaðs frelsis til félagslegra athafna. „Það var því ánægjulegt að sjá niðurstöður síðustu könnunar, sem voru mjög jákvæðar og vel yfir meðaltali þegar litið er til samanburðar- hóps.“ „Þegar upp er staðið erum við öll manneskjur sem eigum það sameiginlegt að tilgangur í starfi skiptir máli til að við þrífumst og viðhöldum hvata. Við viljum að það sé borin virðing fyrir okkur og störfum okkar, að það sé tekið eftir því hvernig við stöndum okkur og að við upplifum öryggi, traust og heiðarleika í samskiptum við sam- starfsfólk,“ segir Fjóla Kristín. n Mannauður er fólginn í fjölbreytninni Margbreytilegt er hvað hefur hvetjandi áhrif á starfsfólk og veitir því vel- líðan og starfs- ánægju. Hugmynda- fræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir flesta. Virðing fyrir störfum, heiðarleiki, traust og öryggi er öllum mikilvægt á vinnustað, og að eftir því sé tekið hvernig við stöndum okkur, segir Fjóla. Fjóla segir gott að leita til skapandi einstaklinga sem hafa sérmenntað sig í skapandi greinum til að auðvelda undirbúning og hugmyndavinnu viðburða. Fjóla Kristín Helgadóttir er mannauðsstjóri IKEA þar sem listi starfsheita er langur en öll störf eru jafn mikilvæg. MYNDIR/AÐSENDAR Hjá IKEA starfa einstaklingar af 39 þjóðernum. kynningarblað 7LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.