Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 47

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 47
Upplýsingarnar geta nýst á margan hátt, svo sem við nýráðn- ingar, í undirbúningi launasamtala, við mótun launastefnu og svo framvegis. Hafsteinn Már Einarsson Það er mikilvægt fyrir fyrir- tæki og stofnanir að greiða starfsfólki sínu samkeppnis- hæf laun sem eru í takt við þróun markaðslauna. PwC gefur út árlega markaðs- launaskýrslu fyrir mikinn fjölda starfa sem endur- speglar íslenskan atvinnu- markað og hjálpar fyrir- tækjum að fylgjast með og vera samkeppnishæf. Að mörgu er að hyggja varðandi launasetningu og launamál fyrirtækja. Í því skyni þarf meðal annars að skoða fylgni við lög og kjarasamninga, laun sem hlutfall af veltu, launajöfnuð innan fyrir- tækis, samkeppnishæfni launa og arðsemi eða sjálfbærni rekstrar til framtíðar, svo nokkur atriði séu nefnd. „Undanfarin ár hefur umræðan og áherslan snúist mikið um launa- jöfnuð, hvort tveggja launamun kynjanna og að greidd séu sam- bærileg laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Jafnlaunavottun og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna leika þar lykilhlutverk,“ segir Hafsteinn Már Einarsson, stjórnandi markaðslauna hjá PwC. „Í hnotskurn má segja að jafn- launaáherslan snúist um innra launajafnvægi hvers fyrirtækis eða stofnunar. Mikilvægt er að gætt sé að launabili hvers starfshóps sem samanstendur af sambærilegum eða jafnverðmætum störfum, að bilið sé innan eðlilegra vikmarka og tilvik um launafrávik séu rétti- lega greind og brugðist við þeim. En það er ekki nóg að gæta aðeins að innra launajafnvægi, því fyrirtæki og stofnanir eru í samkeppni um starfsfólk og þurfa að greiða samkeppnishæf laun til að halda í lykilstarfsfólk sitt. Í heiminum er vaxandi samkeppni um hæft starfsfólk og er Ísland þar engin undantekning,“ útskýrir Hafsteinn. „Samkeppni um starfs- fólk nær út fyrir hefðbundna sam- keppni við fyrirtæki innan sömu atvinnugreinar því starfsfólk getur auðveldlega flætt á milli ólíkra atvinnugreina. Fyrirtæki þurfa því að fylgjast vel með samkeppnis- hæfni launasetningar sinnar og gæta að því að þau séu að greiða markaðslaun til lykilstarfahópa.“ Launakostnaður hlutfallslega hár á Íslandi „Í alþjóðlegum samanburði er launakostnaður (laun og launa- tengd gjöld) gjarnan mældur sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu. Samkvæmt samantekt UNECE (United Nations Econo- mic Commission for Europe) var þetta hlutfall 61,3% á Íslandi árið 2019 og er það með því hæsta sem mælist meðal þjóða í Evrópu,“ segir Hafsteinn. „Til samanburðar eru Norðurlandaþjóðirnar Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk með launahlutfall á bilinu 53-56%. Þetta eru hins vegar engin ný tíðindi, því launahlutfall á Íslandi hefur verið hátt til margra ára. Undanfarin 13 ár hefur launa- hlutfallið verið á bilinu 60-64% af þjóðarframleiðslu, með undan- tekningu á eftirhrunsárunum 2009 og 2010, þar sem hlutfallið var 55 -57%. Þetta þýðir að íslensk fyrirtæki hafa að jafnaði úr minna að spila en helstu samanburðarlönd til að mæta öðrum rekstrarkostnaði en launum, fjármagnskostnaði og væntingum þeirra til arðsemi. Eigi að viðhalda samkeppnis- stöðu á Íslandi þá þrengir þetta háa launahlutfall óneitanlega að hinu margumtalaða svigrúmi til launahækkana í kjarasamn- ingum hérlendis,“ segir Hafsteinn. „Niðurstaða kjarasamninga skiptir þannig gríðarlega miklu máli og mikilvægt er að þar náist hinn gullni meðalvegur milli ásættan- legra launabreytinga og þess að viðhalda rekstarjafnvægi fyrir- tækja.“ Mikilvægt að fylgjast vel með „Í mörgum fyrirtækjum eru haldin árleg launasamtöl þar sem línan er lögð fyrir launabreytingar ársins. Mikilvægt er fyrir stjórnendur og mannauðsstjóra að undirbúa þau samtöl vel með gögnum og rökum. Launaþróun gerist ekki jafnt og þétt, því einstaka hópar og starfs- stéttir geta hækkað fyrr og hraðar en aðrir,“ segir Hafsteinn. „Hækk- unin getur einnig verið mismikil á milli atvinnugreina, svo meðal- talshækkun á markaðinum segir því ekki alla söguna. Mikilvægt er fyrir stjórn- endur og mannauðsstjóra að fylgjast vel með markaðslaunum hjá lykilstarfahópum sínum og byggja ákvarðanir á áreiðanlegum gögnum þar að lútandi til að minnka áhættuna á að missa lykil- starfsfólk frá sér,“ segir Hafsteinn. „Það hjálpar þeim einnig við að staðsetja fyrirtækið í launasetn- ingu gagnvart markaðinum í heild og meta þörfina til launabreytinga hjá einstaka starfshópum eða starfsmönnum.“ Áreiðanlegar upplýsingar um markaðslaun „PwC hefur í 44 ár gert árlega greiningu á markaðslaunum fyrirtækja og stofnana og gefið út skýrsluna „Markaðslaun á Íslandi“. Skýrslan er ítarleg og tekur til markaðslauna yfir 150 starfsheita og nær til allflestra atvinnugreina og starfahlutverka á Íslandi. Fyrirtæki og stofnanir taka þátt í greiningunni með innsendingu launagagna sem fengin eru beint úr launakerfum þeirra,“ segir Hafsteinn. „Markaðslaun PwC hafa á undanförnum árum byggt á launagögnum um 15-20 þúsund launþega á Íslandi, sem samsvara um 10% af heildarvinnuafli á íslenskum markaði. Launagögnin ná til allra hlutverka í fyrirtækj- unum, allt frá grunnstörfum til forstjóra. Áreiðanleiki þessara gagna er mikill, þar sem upp- lýsingarnar byggja á reiknuðum og greiddum launum úr launakerfum frá fyrirtækjum og stofnunum. Það má líka glöggva sig á launa- samsetningu starfahóps með því að rýna í þær aukagreiðslur sem hópurinn fær og hver meðal- upphæð slíkrar greiðslu er fyrir hverja tegund aukagreiðslu,“ segir Hafsteinn. „Slíkar upplýsingar og frekari greiningar að auki eru birtar fyrir öll starfsheiti í mark- aðslaunaskýrslu PwC.“ Gagnast á margan hátt „Öllum fyrirtækjum og stofn- unum stendur til boða þátttaka í markaðslaunum PwC og þátttaka veitir aðgengi að greinargóðum samanburðarupplýsingum um laun. Upplýsingarnar geta nýst stjórnendum og mannauðs- stjórum á margan hátt, svo sem við nýráðningar, í undirbúningi launasamtala, við mótun launa- stefnu og svo framvegis,“ útskýrir Hafsteinn. „PwC býður enn fremur upp á ýmsar sértækari greiningar í tengslum við markaðslaun, til að mynda stjórnendalaunagreiningu, sem getur nýst starfskjaranefndum vel við ákvarðanir á launakjörum lykilstjórnenda.“ ■ Markaðslaun tryggja samkeppnishæfni Sigurður Óli Sigurðarson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC, Hafsteinn Már Einarsson, stjórnandi markaðslauna og Katrín Ingibergsdóttir, mannauðsstjóri PwC. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndin sýnir launaniður- stöður fyrir skrifstofustörf við launavinnslu og bókhald frá árinu 2020. kynningarblað 11LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.