Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 48

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 48
Við í mannauðs­ teyminu erum einnig óhrædd við að prófa nýjar aðferðir og finna hvað það er sem virkar best í okkar mannauðsferlum. Securitas er leiðandi fyrirtæki í öryggismálum á Íslandi og veitir fyrirtækjum alhliða öryggisþjónustu. Þjónustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Vörur sem félagið selur eru tengdar öryggismálum og telja meðal annars innbrotaviðvörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, mynda- vélakerfi, aðgangsstýrikerfi og slökkvikerfi. Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri hjá Securitas, segir fyrirtækið hafa verið markvisst á stafrænni vegferð og eitt af stærri verkefnum fyrirtækisins innleið- ingu á nýju CRM kerfi, Salesforce. „Við í mannauði höfum einnig tileinkað okkur stafræna vegferð en í dag er allt ráðninga- og inn- leiðingarferlið okkar orðið rafrænt. Við útbúum rafræna ráðningar- samninga og undirritanir, sem fylgir svo rafrænt „onboarding“- ferli og formleg stofnun í kerf- unum okkar,“ segir Guðrún. „Þegar rafrænu „onbording“ er lokið þá stofnast starfsmaður strax í Vitru, fræðslukerfinu okkar, þar sem opnast fyrir starfs- manninn bæði skyldunámskeið og valnámskeið og kynningar. Í okkar stafrænu vegferð tókum við einmitt Vitru í gagnið sem gerir okkur kleift að veita fræðslu og þjálfun hvar sem er og hvenær sem er. En starfsemin okkar er dreifð um landið og fólkið okkar getur verið að sinna verkefnum á öllum tímum sólarhringsins.“ Guðrún fullyrðir að starfsfólk Securitas hafi tekið Vitru vel, því á fyrsta mánuðinum skráði megnið af starfsfólki sig þar inn og hóf að nýta sér námskeiðin. „Við erum samtals um 500 manns sem störfum hjá Securitas og erum með starfsstöðvar vítt og breitt um landið. Því hefur rafrænt fræðslukerfi opnað okkur nýjar dyr hvað varðar fræðslumögu- leika. Í Vitru má finna rafræn velkom- in myndbönd til nýs starfsfólks, en það eru stutt fræðslumyndbönd sem segja frá starfseminni og mik- ilvægum upplýsingum tengdum því að hefja hjá okkur störf, en að auki bjóðum við nýliðum reglulega til okkar á staðbundin námskeið þar sem farið er meðal annars yfir verklega öryggisfræðslu og þjálfun. Markmið okkar er að allt okkar starfsfólk fái samræmda nýliða- fræðslu í upphafi starfs, sama hvert starfið er,“ segir Guðrún. Stefna og jafnlaunavottun „Við í mannauðsteyminu erum einnig óhrædd við að prófa nýjar aðferðir og finna hvað það er sem virkar best í okkar mannauðs- ferlum. Við búum svo vel að stjórn- endur hjá Securitas eru opnir fyrir nýjungum og árið 2019 ákváðum við til dæmis að prófa að notast við hópviðtöl þegar verið er að ráða inn fyrir jóla- og sumarstörf, en þá ráðum við inn mikinn fjölda fólks, allt upp undir 100 manns í einu. Þessi nálgun hefur reynst okkur afar vel, bæði stjórnendum og umsækjendum þykja hópviðtölin skemmtileg nýbreytni frá stöðluðu viðtalsformi, en þar fá umsækj- endur að leysa raunhæf verkefni sem skapa miklar umræður í hverjum hópi fyrir sig. Fyrsta til- raun gekk það vel að stjórnendur vildu ekki snúa til baka svo þetta er orðið hefðbundið verklag við fjöldaráðningar hjá okkur,“ segir Guðrún. „Í Covid þurftum við eins og önnur fyrirtæki að laga okkur að aðstæðum, tókum þá hópviðtölin gegnum Teams og notuðumst við „breakout rooms“. Það var mjög áhugavert og gekk vel, sem sýnir okkur að það er hægt að notast við rafræna aðferð hópviðtala ef þannig ber undir, en við klárlega veljum frekar að hitta hópana í raunheimum.“ Securitas hlaut jafnlaunavottun árið 2019 og segir Guðrún að teymið sé afar stolt af því, en jafn- réttismál eru því hugleikin. „Launamunur kynjanna hjá okkur mælist undir 1 prósenti. Í fyrra hófum við formlega veg- ferð um að auka jafnréttisvitund innan félagsins í jafn karllægu umhverfi sem öryggisbransinn og tækniumhverfið er. Fyrsta skrefið var fundur meðal kvenna hjá fyrir- tækinu þar sem jafnréttismál voru rædd í víðu samhengi. Í kjölfarið var sú ákvörðun tekin að fyrsti hluti vegferðarinnar væri að auka almenna vitund um jafnrétti og mikilvægi fjölbreytni á vinnu- staðnum og horfðum við sérstak- lega til orðfæris í daglegu tali og skrifmáli, að forðast karllæg orð eins og tæknimenn og starfsmenn og notast heldur við tæknifólk, starfsfólk og í daglegu skrifmáli að forðast ávörp eins og sælir,“ segir hún. „Við breyttum einnig hópnet- föngum okkar úr „allir hjá Securi- tas“ í „öll hjá Securitas“ og erum smátt og smátt að breyta orðalagi í skrifuðum texta hjá okkur, til dæmis í verklagsreglum og til- kynningum og fréttum á innri og ytri miðlum. Þetta hjálpar allt við að auka vitund um öll kyn á vinnu- staðnum. Í framhaldi höfum við lagt enn meiri áherslu á að minnka bil kynjanna, en kynjahlutföll okkar eru um 80 prósent karlar, 20 prósent konur. Við störfum í frekar karllægum geira en við erum með um 100 iðnmenntað starfsfólk og því miður eru konur almennt í iðn- greinum í minnihluta. Við höfum því markvisst lagt áherslu á að ráða inn kvenfólk í öll störf, nú síðast í hóp tæknifólks á tæknisviði, einnig hafa kvenstjórnendur bæst við hópinn okkar, konum hefur fjölgað í hópi öryggisvarða ásamt því sem við ráðum inn hæft fólk af öllum kynjum í önnur störf hjá okkur. Með þessu hófst okkar veg- ferð og munum við halda áfram að stuðla að enn meiri jafnréttis- vitund á vinnustaðnum.“ n Securitas er í Skeifunni 8. Sími 580- 7000. Sjá nánar á securitas.is Áhersla á ráðningu kvenna í öll störf Guðrún Inga Guðlaugsdóttir er mannauðsstjóri hjá Securitas. Þar hefur konum fjölgað í flestum störfum, sér í lagi í hópi öryggisvarða sem og hópi tæknifólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 12 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMÁl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.