Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 52

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 52
Vöxturinn felst í að þróast með vinnu- markaðinum og grípa tækifærin sem skapast með breytingum. Elín Hjálmsdóttir Öflugur hópur sérfræðinga er á bak við fjölbreytt þjón- ustuframboð Heilsuverndar. Tækifærin til vaxtar blasa við og við hyggjumst nýta þau vel. Rauði þráðurinn í þjónustuframboðinu er for- vörn. Hjá Heilsuvernd starfar öflugur hópur sérfræðinga úr ýmsum greinum heilbrigðisgeirans, sem skýrir hversu fjölbreytt þjónustu- framboðið er, að sögn Elínar Hjálmsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og markaðsmála hjá Heilsuvernd. „Sú þjónusta sem hefur verið lengst í boði og er þekktust er fjarveruskráningar og trúnaðarlæknisþjónusta. Eins eru reglubundnar heilsufarsskoðanir starfsmanna og inflúensubólu- setningar fastur liður hjá mörgum fyrirtækjum. Til viðbótar við þetta má nefna vinnuverndina, sálfræðiþjónustuna, úttektir á starfsstöðvum, áhættumat, vel- ferðarþjónustu, markþjálfun og heilsueflandi fræðslufyrirlestra.“ Sérfræðingar í Streituskólanum, sem er í eigu Heilsuverndar, sér- hæfa sig í meðhöndlun á streitu, bæði fyrir einstaklinga og hópa. „Að auki bjóðum við upp á ýmiss konar námskeið fyrir stærri og smærri hópa sem snerta á heil- brigði og vellíðan á fjölbreyttan hátt.“ Forvörn er rauði þráðurinn Elín segir rauða þráðinn í þjón- ustuframboði Heilsuverndar vera forvörn. „Við viljum leggja fyrir- tækjum lið í að styrkja stjórnenda- og starfsmannahóp sinn og fá um leið aðstoð og ráðgjöf við að grípa inn í hin ýmsu mál, en helst að koma í veg fyrir að til þeirra komi.“ Það hefur aukist mikið að fyrir- tæki bjóði starfsmönnum sínum upp á „velferðarþjónustu“, sem þýðir að sögn Elínar að starfs- menn fá aðgang að skilgreindri þjónustu og ráðgjöf hjá Heilsu- vernd. „Sú þjónusta varðar ekki endilega eingöngu starfsmanninn sjálfan heldur jafnvel nánustu fjölskyldu hans. Sem dæmi um þetta má nefna sálfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf, markþjálfun, næringarráðgjöf o.fl. Þetta er í raun heildstæður pakki sem við getum boðið og sniðið að mjög miklu leyti að óskum hvers fyrir- tækis. Þetta framtak fyrirtækja er vel metið af starfsmönnum og þau fyrirtæki sem hafa verið leiðandi í þessu hafa vakið athygli fyrir og uppskorið ánægju starfsmanna sinna og athygli samkeppnisaðila.“ Ráðgjafarhlutinn dýrmætur Eins og fyrr segir er fjarveru- og veikindaskráningin sú þjónusta sem hefur verið lengst í boði og margsannað sig sem mikilvægan hlekk í góðri mannauðsstjórnun. „Þarna kemur enn og aftur fram forvarnarhugarfarið sem gildir hjá okkur. Með góðri skráningu myndast mikilvægur gagnabanki sem gefur hverju fyrirtæki upp- lýsingar um stöðu og tækifæri til úrbóta.“ Hún segir markmið þjónust- unnar vera að draga úr fjarveru- tíðni, efla heilbrigði og vellíðan starfsmanna auk þess að veita fyrirtækjum yfirsýn yfir veikinda- mynstur vinnustaðarins þann- ig að hugsanlega megi bregðast við heilsuspillandi aðstæðum. „Ráðgjafarhlutinn er ekki síður dýrmætur fyrir starfsmanninn sjálfan, því þegar fyrirtæki eru í þjónustu um fjarvistarskráningar þá hefur starfsmaður samband í fjarveru sinni og fær faglega ráðgjöf varðandi veikindi sín. Starfsmaðurinn hefur jafnframt alltaf aðgengi að heilbrigðisstarfs- fólki Heilsuverndar til ráðgjafar og þjónustu á opnunartíma, jafnvel þó ekki sé um veikindafjarvist að ræða. Það er ákveðinn öryggis- ventill bæði fyrir starfsmanninn og fyrirtækið sjálft.“ Elín segir Heilsuvernd búa yfir mikilvægum gögnum varðandi veikindafjarveru og geti því gert ákveðna útreikninga og saman- burð. „Það vilja allir vera lausir við veikindi en þau eru engu að síður hluti af lífi okkar. Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að átta sig á því hvort fjarvera starfsmanna vegna veikinda sé í meðallagi, yfir eða undir. Þá er hægt að bregðast við stöðunni hverju sinni.“ Skemmtilegar lausnir í sjónmáli Þjónustuframboð Heilsuverndar er í sífelldri skoðun og segir Elín þau vera óhrædd við að bjóða upp á ný námskeið. „Vöxturinn felst í að þróast með vinnumarkaðinum og grípa tækifærin sem skapast með breytingum, eins og þeim öru breytingum sem eiga sér stað núna. Heilsa og vellíðan er „trend“ sem er komið til að vera. Án starfsmanna gerist ekki mikið í hefðbundnum rekstri og því er mikið í húfi fyrir fyrirtæki að huga að velferð starfsmanna sinna og láta sig málin varða. Við tökum svo auðvitað fullan þátt í tækniþróun- inni og erum að vinna hörðum höndum að því að fara yfir þjón- ustuframboð okkar með tilliti til þeirra tækifæra sem tæknin býður upp á. Við sjáum auðvitað glitta í skemmtilegar lausnir þar. Tæki- færin til vaxtar blasa við og við hyggjumst nýta þau vel.“ ■ Heilsa og vellíðan er komið til að vera Elín Hjálms- dóttir er fram- kvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Heilsuvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Alltaf opið fyrir INNRITUN 552 7366 songskolinn.is songskolinn@songskolinn.is • Laufásvegi 49-51 101 Reykjavík Söngskólinn í Reykjavík Ungdeild • Grunndeild • Miðdeild • Framhaldsdeild • einsöngvaranám Háskóladeild • kennaranám Háskóladeild • 7 vikna námskeið • 16 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.