Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 54

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 54
Stærsta áskorunin í dag er að vinna með niðurstöður hratt og skipulega. Það er orðið ódýrt að mæla og á færi flestra. Stóra spurn- ingin er hvað skuli gera með niðurstöðurnar. Auðunn Gunnar Margt spilar inn í þegar kemur að því að rækta mannauð fyrirtækis. Eitt það mikilvægasta er helgun starfsfólks. Helgun tengist afkomu fyrirtækja, líðan starfsfólks, fjarvistum, tryggð og fleiri atriðum sem áhrif hafa á rekstur fyrir- tækja. Gallup býr yfir áratuga reynslu og þekkingu af vinnustaðagrein- ingum sem fyrirtækið hefur lagt fyrir í meira en þrjátíu ár erlendis og í meira en tuttugu ár á Íslandi. „Út frá hundruðum spurninga var þróað mælitæki sem byggir á tólf grunnþörfum sem þarf að mæta til að skapa heilbrigt starfsumhverfi sem styður fólk í að ná framúrskar- andi frammistöðu. Gallup skoðar reglulega þessi tengsl helgunar og rekstrarlegra þátta. Síðast var gerð slík greining árið 2020. Þar voru skoðaðar þrjár milljónir svara í 112 þúsund starfseiningum. Þetta er því ansi stór gagnabanki sem við erum að vinna með,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson hjá Gallup. 12 lykilþættir „Það er gríðarlega mikilvægt að vera með mælikvarða sem tengjast bæði líðan starfsfólks og rekstrar- legum þáttum. Til að skapa helgun þarf fyrirtækið að veita þörfum starfsfólks athygli og skoða hvern- ig það getur mætt þeim. Allt byrjar þetta því með mælingu á þessum grunnþörfum. Mælitækið snýr að tólf lykilþörfum sem stjórnendur þurfa að mæta til að skapa helgun. Helgun verður þegar starfsfólki finnst að þörfum sínum sé mætt.“ Allt byrjar þetta með því að skapa góðan grunn. Tvær af þessum tólf spurn- ingum snúa að grunnþörfum sem vinnustaðir þurfa að mæta til að hægt sé að skapa umhverfi helgunar. „Í fyrsta lagi þarf starfsfólk að vita nákvæmlega til hvers er ætlast af því. Í öðru lagi þarf starfsfólk að hafa þau tæki og gögn til þess að mæta þeim væntingum sem til þess eru gerðar. Bara með því að tryggja þetta tvennt er stjórnandi að gera starfsfólki kleift að ná árangri í starfinu og koma í veg fyrir streitu og óánægju.“ Helgunarlíkanið (Q12) einfaldar ákvarðanatöku „Líkaninu er stillt svolítið upp eins og fjallgöngu. Sé grunn- þörfum mætt, getum við haldið áfram ferðinni. Líkt og í fjallgöngu þarf að byrja í grunnbúðunum. Enginn fer á topp Everest án þess að dvelja þar í drykklanga stund. En til að komast á toppinn þarf að mæta þörfum sem snúast um vöxt og framfarir.“ En hvað nákvæmlega er helgun? „Helgun starfsfólks er viðbrögð við því að það fái þörfum sínum mætt. Í því felst að virða að við erum öll ólík en við eigum það öll sameiginlegt að við þurfum að fá viðurkenningu. Helgað starfsfólk er áhugasamt og virkt, því líður vel og það hefur að öllu jöfnu meiri orku en þeir sem ekki eru helgaðir, því – eins og áður sagði – þörfum þess hefur verið mætt. Vinnan gefur helguðu starfs- fólki orku, en tekur hana ekki, og verður þá helgun verndandi þáttur hvað varðar kulnun.“ 81% minni fjarvistir Þessu til stuðnings gerir Gallup á tveggja ára fresti yfirlitsrannsókn á gögnum í sínum gagnabanka, sem þau hafa byggt upp á undan- förnum árum frá innlendum og erlendum fyrirtækjum og starfs- fólki. Þar kemur ýmislegt bita- stætt í ljós sem ætti að sannfæra f lesta um að huga að helgun þegar kemur að mannauði fyrirtækja. „Í rannsókninni eru starfs- einingar í efsta fjórðungi helgunar (hæstu 25%) bornar saman við starfseiningar í neðsta fjórð- ungnum (lægstu 25%). Þar kemur í ljós að í starfseiningum sem eru í topp 25 prósentunum eru fjar- vistir og veikindi hvorki meira né minna en 81% færri. Þetta eitt og sér ætti að vera næg rök fyrir því að leggja áherslu á að efla helgun. Margt fleira er hægt að tína til, þar á meðal að helgun skilar sér í meiri hagnaði, aukinni framlegð og sölu og færri gæða- og öryggis- frávikum.“ Meira en mæling Hver eru þá næstu skref? Hvernig eiga vinnustaðir að styðja við helgun starfsfólks? „Gallup Access er ný veflausn frá Gallup en hún snýst ekki bara um að mæla, heldur hvernig á að vinna með niðurstöður. Stjórnendur fá hugmyndir, ráðgjöf, tillögur og leiðbeiningar um hvernig þeir geta stuðlað að helgun starfsfólks. Auk þess eru í Gallup Access 370 tilbúnar og prófaðar spurningar á 40 tungumálum í 50 þemum. Þar er hægt að finna eitthvað fyrir alla. Einnig er hægt að setja saman eigin spurningalista, til dæmis ef fyrirtæki hefur verið með heilsu- átak á vinnustaðnum eða annað slíkt. Samanburður við aðra, helst í sömu atvinnugrein, er nauð- synlegur og í Gallup Access er fáanlegur samanburður við bæði íslenskan og erlendan gagnabanka sem hjálpar mikið við greiningu á niðurstöðum. Stærsta áskorunin í dag er að vinna með niðurstöður hratt og skipulega. Það er orðið ódýrt að mæla og á færi flestra. Stóra spurn- ingin er hvað skuli gera með niður- stöðurnar. Gallup Access hjálpar þér að taka skrefin í átt að betra starfsumhverfi. Við hjá Gallup erum svo boðin og búin að aðstoða stjórnendur við að taka næstu skref. Við erum sérfræðingar í að vinna með þessar niðurstöður og sjá hvað skiptir máli og aðstoða vinnustaðinn við að innleiða þær lausnir.“ Kostir Gallup Access Kostirnir við Gallup Access eru ótvíræðir þegar lausnin er borin saman við það sem hefur verið í boði hingað til. „Segjum sem svo að mannauðsstjóri taki eftir auknu álagi og streitu á vinnustað og vilji grípa inn í. Sjálfur veit ég, af reynslu minni sem mannauðs- stjóri, að framkvæmdastjórn er oft treg til að taka mark á tilfinningu mannauðsstjóra og gera nauð- synlegar og oft kostnaðarsamar breytingar ef engin gögn liggja fyrir. Með Gallup Access er engin bið eftir niðurstöðum og mann- auðsstjóri er kominn með gögn í hendurnar til þess að leggja á borð fyrir framkvæmdastjórn sem er þá mun líklegri til að gera eitthvað í málinu. Svo er dýrt að fá þriðja aðila til að leggja fyrir vinnustaðakannanir sem hvetur fyrirtæki til að gera það eins sjaldan og hægt er. Fyrir vikið verða kannanirnar lengri en þörf krefur og tímafrekari. Með Gallup Access er hægt að gera fleiri og minni kannanir á ári sem eru þá fókuseraðar á það sem þarf að kanna hverju sinni, eins og streitu, breytingar, stefnu, fjarvinnu eða þjónustustefnu. Spurningar um allt þetta eru þegar tilbúnar í Gal- lup Access, auk aðgangs að fræðslu- efni og bestu starfshætti.“ Q12 og Gallup Access teymið Auðunn Gunnar Eiríksson er með BA í sálfræði og er vottaður styrk- leikaþjálfari. Hann hefur unnið við mannauðsmál frá árinu 2005, bæði sem ráðgjafi og mannauðsstjóri, nú síðast sem mannauðsstjóri hjá BYKO, áður en hann hóf störf hjá Gallup. Ásamt Auðuni eru fjórir aðrir sérfræðingar hjá Mannauðs- rannsóknum og ráðgjöf Gallup. Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráð- gjafar. Hann er með doktorsgráðu frá háskólanum í Gautaborg og áratuga reynslu af hagnýtum rann- sóknum. Frá 2000 hefur hann sinnt rannsóknum og ráðgjöf á sviði stjórnunar og starfsumhverfis með áherslu á helgun, hollustu og tryggð starfsfólks. Tómas hefur unnið rannsóknir fyrir ýmsar stofnanir og flest stærstu fyrirtæki landsins. Arna Frímannsdóttir er með MSc í sálfræði með áherslu á tölfræði, hún hefur unnið hjá Gallup frá árinu 2015, að mestu við greiningu gagna úr vinnustaða- rannsóknum. Arna hefur einnig unnið við kennslu og úrvinnslu gagna frá árinu 2006. Sóley Kristjánsdóttir er með BA í sálfræði, master í mannauðs- stjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði. Einnig er hún vottaður stjórnenda- og styrkleikaþjálfari. Hún hefur starfað sem stjórnandi, mannauðsstjóri og þjálfari frá 2006. Sérsvið Sóleyjar er styrk- leika- og stjórnendaþjálfun. Íris Björg Birgisdóttir er með BSc í sálfræði, diplóma í mannauðs- stjórnun og master í forystu og stjórnun með áherslu á mann- auðsstjórnun. Hún hefur unnið við stjórnun og ráðgjöf en einnig greiningu, sölu og þjónustu á sviði mannauðs- og markaðsmála. Stjórnandinn er í lykilhlutverki Gallup býður upp á ýmsa ráðgjöf, námskeið og vinnustofur sem eru hannaðar til að hjálpa mann- auðsteymum og stjórnendum að stuðla að þessu töfraumhverfi sem fær starfsfólk til að helga sig starfinu. „Meginvinna okkar felst í að þjálfa stjórnendur í að aðstoða starfsfólk sitt til þess að blómstra í starfi. Við sjáum oft að stjórnendur fá ekki tíma til þess að sinna þessu lykilhlutverki sínu og fá í mörgum tilfellum ekki þjálfun í því að vera stjórnendur. Stjórnendur hafa gríðarleg áhrif á starfsfólkið sitt. Ef fólk hættir í starfi, þá er það oftast tengt stjórnun. Ég vitna í Herdísi Pálu Páls- dóttur, sem fjallaði um þetta mál- efni í fjölmiðlum í vikunni: Helsta áskorun fyrirtækja og stjórnenda í dag er að halda í gott starfsfólk. Það ætti ekki að vera vandamál ef þú skapar umhverfi þar sem starfs- fólk þitt getur þróast í starfi. Gott starfsfólk vex ekki á trjám.“ n Nánari upplýsingar um Gallup Access er að finna á vef gallup.is Þetta snýst allt um helgun starfsfólks Teymið sem sér um mannauðsrannsóknir og ráðgjöf hjá Gallup. Frá vinstri: Auðunn Gunnar, Íris Björg, Sóley, Arna og Tómas. Fréttablaðið/Ernir Auðunn Gunnar segir það lykilatriði fyrir stjórnendur að skapa umhverfi á vinnustaðnum sem hvetur til helgunar starfsmanna. Fréttablaðið/Ernir 18 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.