Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 116
Það er
mjög
gaman að
upplifa
það að hér
var ekkert
fyrir 25
árum og í
dag er
þetta eitt
vinsælasta
kaffihús í
Reykjavík
á sumrin.
Marentza
Poulsen
Marentza Poulsen veitinga-
kona hefur starfað í veitinga-
geiranum nær óslitið í fjörutíu
ár. Hún opnaði Flóruna kaffi-
hús í Grasagarðinum í Laugar-
dal árið 1997 fyrir 25 árum
síðan. Marentza segir hug-
myndina hafa kviknað stuttu
eftir að hún gekk í klúbb við-
skiptakvenna í Reykjavík.
Við hittumst yfir kaffi-
bolla á Flórunni sem
opnaði nýlega en kaffi-
húsið er aðeins rekið á
sumrin. „Það er mjög
gaman að upplifa það að hér var
ekkert fyrir 25 árum og í dag er þetta
eitt vinsælasta kaffihús í Reykjavík
á sumrin,“ segir Marentza og bætir
við að það sé ánægjulegt að horfa til
baka á það sem hún hefur afrekað.
Samhliða rekstri Flórunnar hefur
Marentza rekið veisluþjónustu
til margra ára en ásamt því rekur
hún líka veitingastaðinn Klambrar
bistro á Kjarvalsstöðum.
Marentza er fædd og uppalin í
Færeyjum en hefur búið á Íslandi frá
1964. Hún segir að þrátt fyrir að hafa
búið mun lengur á Íslandi en í Fær-
eyjum sé hjartað alltaf þar. Marentza
býr í fallegu einbýlishúsi í Skerjafirði
í Reykjavík með eiginmanni sínum
en þau eiga tvö börn og fjögur barna-
börn.
Smurbrauðsjómfrú
Marentza hóf feril sinn innan veit-
ingageirans á unglingsaldri, fyrst
á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loft-
leiðum. Átján ára gömul fluttist hún
til Kaupmannahafnar í Danmörku
þar sem smurbrauðsjómfrúin varð
til. Frá því að Marentza fluttist aftur
til Íslands hefur hún meira og minna
starfað við matargerð og veitinga-
rekstur.
Aðspurð hvernig var að vera kona
í veitingageiranum segir Marentza
það hafa verið erfitt í upphafi. Hún
hafi þurft að leggja mikið á sig til að
læra að standa á eigin fótum og reka
Bakaði kökurnar heima til að byrja með
Marentza
Poulsen hefur
starfað í veit-
ingageiranum
nær óslitið í
fjörutíu ár en
hún rekur meðal
annars Flóruna
kaffihús í Grasa-
garðinum ásamt
Klambrar bistro
á Kjarvals-
stöðum.
Fréttablaðið/
anton brink
fyrirtæki. „Ég man þegar ég var fyrst
veitingastjóri á Hótel Borg, þá voru
eingöngu karlmenn yfirmenn nema
ég, konan sem gat verið mamma
þeirra nánast,“ segir Marentza og
bætir við að þar hafi hún í raun í
fyrsta skipti fundið fyrir því að vera
kona. Reynsla hennar úr veitinga-
bransanum hafi þó styrkt hana.
Um það leyti sem Marentza hóf
störf sem veitingastjóri gekk hún í
kvennaklúbbinn BPW, Business and
Professional Women, í Reykjavík.
Marentza segir klúbbinn hafa gefið
sér mikið og að þar hafi hún fengið
tækifæri til að styrkja sig í kringum
fjöldann allan af áhrifamiklum og
sterkum konum sem í dag eru góðar
vinkonur hennar.
Kvennaklúbbur
Þrátt fyrir að vera afar upptekin hefur
Marentza gefið sér tíma til að vera í
BPW klúbbnum í hartnær þrjátíu ár
og segir hún hugmyndina af Flórunni
einmitt hafa kviknað þar 1997. „Ein
BPW systir mín var þá í borgarstjórn
í umhverfismálum, Bryndís Krist-
jánsdóttir, en hún og garðyrkjustjóri
Grasagarðsins á þeim tíma, Jóhann
Pálsson, höfðu spjallað saman um
það að það væri nú gaman að vera
með kaffihús í garðinum. Hann hafði
farið út um allan heim og sá að all-
staðar voru veitingastaðir og kaffihús
í grasagörðum.“
Marentza segir Bryndísi hafa
leitað til sín og spurt hvort hún væri
til í að opna kaffihús í garðinum. „Ég
hafði aldrei komið í Grasagarðinn og
ég hafði aldrei komið hingað inn,“
segir Marentza og bendir á húsnæðið
sem Flóran er í. „Ég kem hérna inn
og sest á brúna, það var svolítið hrá-
slagalegt veður og ég hugsaði með
mér hvort ég gæti gert eitthvað hér.
Þá var ekkert eldhús eða neitt,“ segir
Marentza. Hún sé týpan sem hafi
gaman af því að takast á við hluti
sem séu mögulega ómögulegir og
hún hafi ákveðið að slá til.
„Maðurinn minn smíðaði lítið
afgreiðsluborð og ég bakaði kökur
heima hjá mér, eins gott að enginn
vissi það þá,“ segir Marentza og skellir
upp úr og heldur áfram, „og kom með
þær hingað og það var lítil uppþvotta-
vél sem tók sjö til átta diska í einu. Ég
hélt að þetta væri alveg nóg en ég var
ekki búin að vera hérna í tvo mánuði
þegar ég þurfti að ráða til mín starfs-
mann og þetta hefur vaxið svakalega
síðan,“ segir Marentza. Það hafi svo
ekki verið fyrr en 2006 sem eldhúsið
kom á Flóruna og segir Marentza það
hafa verið ofboðslega gaman að geta
loksins farið að elda almennilega og
bjóða upp á góða rétti.
„Mörgum fannst þetta dauða-
dæmt – sérstak lega kollegum
mínum. En þeir öfunduðu mig
löngu seinna að sjálfsögðu,“ segir
Marentza, en á meðan reksturinn er
opinn á sumrin starfa nú um þrjátíu
starfsmenn hjá henni.
Þolinmæði nauðsynleg
Aðspurð hver sé lykillinn að góðum
rekstri svarar Marentza um hæl að
nauðsynlegt sé að nenna hlutunum.
„Þú þarft að nenna og ég hef bara
verið lánsöm að ég hef góða nennu.
Ég nenni mjög vel að vinna og það er
fátt sem mér þykir leiðinlegt. Ef þú
nennir þessu þá er allt skemmtilegt
en ef þú nennir þessu ekki getur þú
lokað strax.“ Marentza bætir við að
þolinmæði sé nauðsynleg, „þetta
tekur tíma og maður má ekki vera
óþolinmóður. Það tók mig alveg
fimm ár að finna að þetta væri
möguleiki.“
Marentza segir mun erfiðara að
reka fyrirtæki í dag en áður fyrr,
samkeppnin sé harðari og erfiðara
sé að fá starfsfólk. „Þannig að þetta
er erfiðara en engu að síður er þetta
styrkjandi og gefandi því maður er
alltaf að ögra sér. Það er svo fyndið,
maður þurfti að læra á tölvur og allt
sem því fylgir. Öll samskipti fara
fram á netinu og ég, sem kona fædd
1950, var ekki alveg þar. Svo er þetta
orðið þannig að þú ert að panta
matinn á borðinu, nota mynda-
vélina,“ segir Marentza og bendir á
QR-kóðann og hlær: „Það er fullt af
fullorðnum konum sem segja guð
minn góður, hvað er þetta, ég kann
þetta ekki. Það er alltaf verið að ögra
okkur en þetta er mjög hollt og ég tek
glöð þátt í þessu.“
Jafnréttisbaráttan
Að sögn Marentzu hefur hún fengið
mikinn stuðning hjá vinkonum
sínum í BPW klúbbnum. Þær hitt-
ist einu sinni í mánuði og að veran í
klúbbnum hafi verið mjög lærdóms-
rík frá upphafi. „Svo þessi tækifæri
að komast út á ráðstefnur og kynn-
ast öðrum konum og hlusta á mál-
efni annarra. Maður fer alltaf með
fullar töskur heim af fróðleik,“ segir
Marentza, en ráðstefnur Evrópu-
samtaka BPW fara fram á þriggja
ára fresti og í ár fari ráðstefnan fram
á Hilton hóteli dagana 27. til 29. maí
næstkomandi.
Hátt í 250 konur hafa skráð sig
á ráðstefnuna en þær koma frá 27
löndum og segir Marentza þær
mjög spenntar að koma til lands-
ins. Þær horfi mikið til þess hversu
langt íslenskar konur hafi komist í
jafnréttisbaráttunni en þema ráð-
stefnunnar er jafnrétti. „Íslenskar
konur hafa verið duglegar en við
eigum langt í land samt sem áður,“
segir Marentza og bætir við að það
sé mikilvægt að konur hér á landi
taki þátt í ráðstefnunni. Á henni
munu margar af áhrifamestu konum
landsins á framabraut vera með
fyrirlestur, þar á meðal Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra, Helena
Dalli, ráðherra jafnréttismála í stjórn
Evrópusambandsins, Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra, Tatjana
Latinovic, forseti Kvenréttindafélags
Íslands, Sigríður Hrund Pétursdóttir,
formaður FKA, auk ellefu áhrifa-
mikilla kvenna. Þá mun Eliza Reed
forsetafrú vera með lokaorð.
Ráðstefnan er opin konum á
öllum aldri en hægt er að nálgast
allar upplýsingar á vefnum bpwi-
celand2022.is. n
Helena Rós
Sturludóttir
helenaros
@frettabladid.is
36 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttaBlaðið