Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 11.06.2022, Síða 24
um að ég geti verið skáld og ef ég ætla að vera frjáls í mínum kveð­ skap þá verð ég að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Ef þú gerir það ekki þá þrengirðu mynd þína. Sálar­ myndina. En gleymum því ekki að það eru börn, það eru barnabörn og barna­ barnabörn og það eru langafi og langamma og það eru amma og afi og það eru pabbi og mamma, kettir og hundar og allt í þessu lífi sem að við verðum að veita athygli. Ef við gerum það ekki þá förum við bara sofandi í gegnum þetta. Og myndum kannski fordóma gagnvart öllu sem er skemmtilegt, fallegt og gott. Þetta er allt orðið rosalega flott. Mörg kyn og svona. Mér finnst þetta alveg æðislegt. Það er bara best af öllu ef fólk getur bara fengið að vera það sem það er. Hvernig sem það fæddist. Það væri allaveganna svolítið sniðugt að prufa það.“ Í fylgd með fullorðnum Bjartmar var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins á níunda áratugnum og sló hressilega í gegn með sinni vinsælustu plötu, Í fylgd með fullorðnum, sem kom út 1987. Hann segir plötuna þó ekki hafa valdið neinum sérstökum straumhvörfum á ferlinum. „Nei, sjáðu til. Það breyttist ekkert hjá mér. Þótt maður fari í öðruvísi jakka þá breytist meining textanna ekkert hjá mér því ég var bara að fjalla um þá veröld sem við bjóðum börnum upp á og þar er allt. Þar er ástin, þar er kærleikurinn, hatrið, af brýðisemin, öfundsýkin og svo alkóhólisminn og allt þetta. Þetta er bara þemaplata um það hvernig við fylgjum börnum í gegnum lífið og mér sýnist aldrei hafa verið erfiðara en núna að taka ákvörðun um það í hvaða átt menn eiga að fara. Því að veröldin er bara í þvílíkri steik að það er hörmung bara að þetta skuli vera að ganga yfir. Þannig að við höfum kannski gleymt því svolítið að vera í fylgd með fullorðnum,“ segir Bjartmar og ekki annað á honum að heyra en týnda kynslóðin hafi klúðrað málunum. Týnda kynslóðin í ruglinu Bjartmar vísar í samtal sitt við ungan mann sem var á leiðinni í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég spurði hann hver yrðu aðal áherslumál hans kynslóðar og hann sagði að næstu þriggja kynslóða biði það verkefni að þrífa upp eftir okkur. Mér fannst það svo flott hjá honum. Og hvert erum við komin? Svo er náttúrlega fáránlegt líka, strákar, sjáiði nú bara í Úkraínu. Þessa stráka og stelpur og þetta gamla fólk. Allir eru að verja landið sitt alveg svoleiðis til síðasta blóðdropa á meðan við erum að selja landið okkar. Það er enginn að berjast fyrir því að við eigum þetta. Auðlindirnar fara bara og það er eins og einhver lýðræðisleti sé komin í liðið. Hugsjónamissir Ég veit ekki hvort pólitíkin er einhver veira sem ekki er hægt að fá sprautu við en allaveganna þá er það mjög algengt að stjórnmálamenn sem eru með góð fyrirheit fyrir kosningar að þeir stökkbreytist bara í andhverfur sínar þegar þeir eru komnir með völdin. Ég held að það sé ekkert bóluefni til við þessu, því miður. Af hverju geta þeir ekki verið stoltir af því að eiga fallegt þjóðfélag? Gott og duglegt fólk? E r k a n n s k i s v o l í t i l l kótilettukallafílíngur í pólitíkinni? „Já hippinn, sko. Hann var alveg fullur af hugsjónum. Hann elskaði bara lífið og stofnaði kommúnu og var á móti öllu; stríðinu í Víetnam og ég veit ekki hvað og hvað og hvað. Peace and love og understanding og allur pakkinn en svo náttúrlega kom að því að kaupa franskbrauðið. Þá náttúrlega snerist þetta allt upp í andhverfu sína og hippinn bara missti hugsjónina.“ Bjartmar geirneglir síðan pæling­ una með því að vitna í sjálfan sig og lagið Pínulítið peð: Svo tók hann alla, gömlu friðarhyggjufrasana, og tróð þeim oní, terlínbuxnavasana. Og skundaði á braut, eins og naut, nýfráskilinn heimsins harmi enda­ laust. Það var sólríkt sumar ´68 en ávallt síðan haust. Það er dýrt kveðið … „Ég verð allaveganna að koma meiningu minni í þetta form. Ekki get ég skrifað komment. Ég kann ekki við það,“ segir Bjartmar og hlær. „Ég skrifa ekki komment nema gleðileg jól og gleðilega páska. Til hamingju með afmælið og gleðilegt sumar. Ég hef aldrei skrifað öðruvísi komment og mundi aldrei bjóða sjálfum mér upp á það. Ég vil horfa framan í þann sem ég er að tala við. Þetta eru ekki rökræður. Þetta er bara skítkast.“ Rokkuð súrmjólk Bjartmar segir listsköpun sína í raun alla tíð hafa hvílt á þremur meginstoðum: hljóðfærum, pensl­ um og blek penna. „Ég skrifa enn með blekpenna. Ég næ ekki sambandi við tölvuna af því að með því að handskrifa hefur þú tíma til að hugsa orðin alla leið á meðan hugmyndin er á leiðinni niður í handlegginn og út í blekið. Þetta er orðið of vélrænt þegar þú ert með tölvuna. Mér finnst líka voða gaman að labba hérna niður á Ægisíðu og horfa svona upp í loftið og þykjast vera gáfaður. Mér finnst það voða þægileg tilfinning. Þá kemur stundum eitthvað.“ Bjartmar ætlar að halda upp á afmælið með tónleikum í Háskóla­ bíói laugardaginn 18. júní og neitar því ekki að 70 ára afmælið sé svo  sem ekkert síðra tilefni en hvað annað til þess að skella í eins og eina tónleika. Bergrisarnir, hljómsveitin hans, verður með honum á tónleikunum þar sem ætlunin er að flytja lög og ljóð frá 44 ára höfundarferli hans. „Já, já, já. Við förum alveg bara yfir þetta allt svona eins og við getum. Þetta er orðið dálítið safn,“ segir Bjartmar sem ákvað 2010, ásamt Bergrisunum, að hann myndi ekk­ ert gera annað í þessu en bara „rock and roll“ með þessu bandi. Þótt lagasafnið sé ærið segir Bjartmar engan valkvíða fylgja því að velja á tónleikana. „Nei, ég fer bara yfir plöturnar eina af annarri. Tek svo nokkur lög af Í fylgd með fullorðnum, Vottorð í leikfimi. Síðan Bergrisalögin Á ekki eitt einasta orð og Ljós sem var að koma út og Bergrisablúsinn sem fjallar um hvor kom fyrstur, Óðinn eða Kristur. Það hefur alltaf verið spurning. Og svo rokkum við Súrmjólk í hádeginu. Kannski í restina.“ Þannig að af þessum drögum má vera ljóst að engir aðdáendur Bjartmars verði sviknir í Háskólabíói. Fóstbræðralög „Þetta eru æðislegir strákar,“ segir Bjartmar um hina Bergrisana. „Birkir Rafn Gíslason gítarleikari er alveg af burða spilari og svo Júlíus Freyr Guðmundsson, Rúna Júlson­ ar á bassanum. Hann er náttúrlega afburða trommuleikari líka þannig að þetta eru hálfgerðir fjöllistamenn sem ég er með í kringum mig.“ Bjartmar bendir síðan á að Júlíus sé í raun búinn að vera vinur hans frá því hann var smástrákur. „Því ég var á sínum tíma og er sjálfsagt enn í svona fóstbræðralagi við Rúnar. Það orsakar náttúrlega og veldur því að maður eignast fjölskylduna alla sem vini og mér hefur svo sannarlega verið tekið vel í þeirri fjölskyldu.“ Bjartmar nefnir síðan annan fóstbróður, Þorgeir Ástvaldsson. „Það eru svona fjölskyldutengsl þar á milli. Alltaf verið. 40 ár hjá okkur Þorgeiri. Bestu fjársjóðir sem þú eignast er bara að eiga vini,“ segir Bjartmar með þungri áherslu á síð­ asta orðið. „En þú átt ekki að þurfa að eiga óvini. Það er bara undir þér komið. Þig langar stundum að hata ein­ hvern en ekki dánlóda honum í heilann á þér og marínera þar. Þá er hann búinn að ná yfirtökunum.“ Og enn er hlegið enda situr Bjartmar sáttur í sjálfum sér í Vesturbænum með Ægisíðuna innan seilingar og fyrirtaksútsýni þegar gýs í Geld­ ingadölum. Friður í Vesturbænum „Ég elska Vesturbæinn. Ég vil láta friðlýsa Vesturbæinn, Ægisíðuna og f lugvöllinn og allt og Vatns­ mýrina og allt saman. Bara friðlýsa þetta,“ segir Bjartmar glettinn en alvarlegur um leið. „Vera ekki með þessa hryðjuverkastarfsemi. Mér finnst þetta bara mjög ljót árás sem er gerð á borgina. Þessa fallegu og góðu borg. Þetta þétting byggðar, þétting byggðar er orðið svo þétt að fúll á móti getur bara pissað yfir á svalirnar hjá Sumarliða. Það er þétt­ ing byggðar. Þetta er nú samt allt annað en „in the old days“ þegar maður mætti kannski bara fjúkandi Morgun­ blaði í Austurstræti. Að nóttu til. Það var ekkert meira um að vera. Þetta hefur breyst mikið sem betur fer,“ segir Bjartmar og bendir á að breytingarnar séu ekki síst til bóta vegna þess að við fylgjum þeim. „Ég er samt ekkert að fara að kaupa mér harmóníku þótt ég sé að verða sjötugur. Allaveganna ekki skipta á gítarnum sko. En við verð­ um að halda í fortíðina. Við megum ekki rústa þessu öllu. Því að það er bara vont fyrir samfélagið. Við verðum að eiga sögu og láta okkur þykja vænt um hana og það kemur ekkert síður fram í byggingum. Þessi þröngsýni fylgir kannski ellinni,“ segir Bjartmar og hlær áfram. „Ég gef mig ekki.“ n  „Ég skrifa ekki komment nema gleðileg jól og gleðilega páska. Til hamingju með afmælið og gleðilegt sumar. “ FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ég held að tvíburinn sé svona eitthvað nett geð- klofa fyrirbæri. Með því að hand- skrifa hefur þú tíma til að hugsa orðin alla leið á meðan hugmynd- in er á leiðinni niður í handlegg- inn og út í blekið. 24 Helgin 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.