Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 30

Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 30
Hægt er að gera hversdagslega pylsuveislu að spenn- andi ævintýri fyrir bragðlaukana með því að bregða út af vananum. Því ekki að prófa eitt- hvað nýtt, eins og krydd- aðar og ferskar kássur út á grillaðar pylsurnar? Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það sé meira jafnvægi á þarmaflórunni. Það kom mér eiginlega á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu. Unnur Gunnarsdóttir Fimm ný fæðubótarefni frá Good Routine eru komin á markað á Íslandi og hafa slegið í gegn undan- farin misseri. Þessi vönduðu fæðubótarefni eru gerð úr náttúrulegum innihalds- efnum og geta stuðlað að bættri heilsu á ólíkan hátt, meðal annars með því að vernda þvagfærakerfið, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltingu. Good Routine framleiðir gæða fæðubótarefni með náttúrulegum innihaldsefnum og einstakri blöndun og samvirkni innihalds- efna. Fæðubótarefnin eru kröftug og virka hratt, hafa hátt næringar- gildi og upptaka þeirra í líkam- anum er góð. Þau innihalda auk þess engin algeng ofnæmis- eða aukaefni. Fæðubótarefnin eru framleidd á Spáni eftir einkaleyfisvörðum og vísindalega skrásettum formúlum Secom®, en hér er um að ræða einstaklega vandaðar vörur og háþróuð bætiefni. Loksins á Íslandi Núna fást fimm af vörum Good Routine á Íslandi. Þær eru: Com- fort-U®, sem veitir þvagfæra- kerfinu stöðuga vernd, Daily-D3 2000 IU®, sem eru D3-vítamín af náttúrulegum uppruna, Synergize- Your-Gut®, sem er fyrir þarma- heilsu og heilbrigða þarmaflóru, Pure Omega-3, sem er kraftmikið Omega-3 í gelhylkjum og C-Your- Immunity®, sem inniheldur C- vítamín, Quercetin, Hesperidin og Bromelain í einu hylki og hjálpar fólki sem er viðkvæmt fyrir kulda og hitabreytingum. Von er á fleiri vörutegundum frá vörumerkinu bráðlega. Ásamt því að sérhæfa sig í fæðubótarefnum þá leggur Good Routine einnig mikla áherslu á að stuðla að vitundarvakningu um að góðar venjur séu lykilatriði þess að líða vel alla daga. Það spannar allt frá hreyfingu og næringu til and- legrar heilsu. Vönduð og spennandi fæðu- bótarefni með mikla virkni Unnur Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðu- bótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. Hún hefur verið að nota Daily-D3 2000 IU®, Synergize-Your-Gut® og C- Your-Immunity®. „Ég hef tekið þetta inn í um 3-4 vikur og þetta eru mjög góð bætiefni. Ég hef ágætis þekkingu á fæðubótarefnum því ég hef alltaf hugsað vel um mig og ég fann það strax að þetta er frábær vara,“ segir hún. „Ég frétti af þessum fæðubótar- efnum í gegnum vinafólk og sá þetta í verslunum og fannst þetta strax mjög spennandi. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um bætiefni, eins og ég segi, svo ég var ánægð með að fá að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Unnur. „Mér finnst virkilega hafa verið vandað til verka og þetta er mjög fjölbreytt lína af fæðubótarefnum svo ég á eftir að prófa fleiri efni, en þetta lofar mjög góðu hingað til og mér finnst allt við þetta merki mjög faglegt.“ Betri melting og þarmaflóra „Maður vill alltaf hugsa vel um sig og nú er ég orðin amma, svo ég þarf að hugsa vel um ónæmiskerfið og meltinguna og mér finnst áhrifin af Synergize-Your-Gut® sérstak- lega eftirtektarverð og jákvæð,“ segir Unnur. „Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það sé meira jafnvægi á þarma- flórunni. Það kom mér eiginlega á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu, sérstaklega þar sem ég hef ekki notað þetta lengi. Ég myndi virkilega mæla með þessum fæðubótarefnum. Ég hef mikla trú á þessum vörum og góða tilfinningu fyrir þeim,“ segir Unnur. „Ég held líka að þau sem fylgjast með í vítamínheiminum eigi eftir að sjá það fljótt hvað þetta er vönduð og flott vara.“ n Good Routine fæðubótarefnin fást í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum og Krónunni. Meltingin betri með hjálp Good Routine Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. MYND/AÐSEND Synergize-Your-Gut® hjálpar til við þarmaheilsu og heilbrigða þarmaflóru. MYND/AÐSEND Íslensku sumri fylgir pylsuát í útilegum, sumarbústöðum og garðinum, en pylsa þarf ekki endilega alltaf að vera með hefðbundnu meðlæti. thordisg@frettabladid.is Grillaðar pylsur eru lostæti í sum- arsins blíðu og alltaf sígildar með hefðbundnu meðlæti, tómatsósu, sinnepi, remúlaði og lauk, en þegar kemur að útáleggi á pylsu í pylsu- brauði eru möguleikarnir jafn óþrjótandi og hugmyndaflugið leyfir. Hægt er að gera hversdags- lega pylsuveislu að spennandi ævintýri fyrir bragðlaukana með því að bregða út af vananum og prófa eitthvað nýtt. Hér gefast þrjár hugmyndir að nýstárlegu meðlæti út á brakandi stökkar pylsur, beint af grillinu. Grillið pylsur að eigin vali á miðlungshita og snúið þeim oft, eða þar til þær eru orðnar heitar í gegn og léttstökkar og jafnvel svolítið sprungnar, sem tekur oft um fjórar til fimm mínútur. Sumir kjósa að léttgrilla pylsu- brauðin líka en gæta þarf þess að þau brenni ekki. Leikið ykkur svo með meðlætið, sem gefur um hálfan annan til tvo bolla, hver uppskrift. Súrar gúrkur og laukur 4 súrar gúrkur, fínt skornar niður Laukur, fínt saxaður 3 msk. fersk steinselja 2 msk. grófkorna sinnep Salt og svartur pipar Pylsupartí fyrir ævintýragjarna bragðlauka Grillaðar pylsur smakkast allt öðruvísi en soðnar, og best þegar þær springa. Þegar Ís- lendingar gera sér glaðan sumardag finnst þeim gott að gæða sér á pylsu í pylsubrauði, en upplifunin verður allt önn- ur með óvæntu og djarfara meðlæti. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Hrærið saman gúrkunum, hvítum lauk, steinselju og gróf- korna sinnepi. Kryddið með salti og pipar. Sterk og góð piparrótarkássa 3 msk. rifin piparrót 2 msk. sýrður rjómi 1 msk. hvítvínsedik 1 msk. majónes 1 tsk. sykur 2 bollar fínt skorið rauðkál 1 skallotlaukur, fínt skorinn 1 stór gulrót, rifin 2 msk. ferskt, saxað dill Salt og svartur pipar Hrærið saman sýrðum rjóma, hvítvínsediki, majónesi, rifinni piparrót, sykri, rauðkáli, gulrót, skallotlauk og fersku dilli. Látið standa í fimmtán mínútur og veltið kássunni af og til. Krydduð chili-kássa 1 bolli hvítvínsedik 2 msk. sykur 1 tsk. kóríanderfræ ¼ tsk. salt 2 fínt skornir og rauðir chilibelgir 1 rauðlaukur af miðstærð, fínt skorinn Setjið hvítvínsedik, kórían- derfræ, sykur og salt í pott og látið malla á meðalhita. Takið af hitanum og bætið við rauðum chili og rauðlauk. Veltið kássunni af og til og látið standa í minnst 25 mínútur. n 4 kynningarblað A L LT 11. júní 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.