Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 69
Þó að
skip-
in okkar
séu traust
og góð eru
þau að
verða
tæknilega
úrelt. Þau
er flest
mjög
ganghæg
og við
erum bara
að reyna
að færa
okkur inn í
nútímann.
Örn Smárason
Slysavarnafélagið Lands-
björg vinnur fjölbreytt starf
um allt land, en undir hatti
félagsins starfar Slysavarna-
skóli sjómanna og allar
björgunarsveitir landsins.
Slysavarnaskólinn sinnir
mikilvægri og fjölbreyttri
fræðslu en björgunarsveit-
irnar þurfa að endurnýja
úreltan skipaflota.
„Slysavarnafélagið Landsbjörg
er að verða 23 ára, en það kemur
úr sameiningu Slysavarnafélags
Íslands og Landsbjargar. Þar sam-
einuðust allar björgunarsveitir
undir einn hatt og við vinnum á
rosalega breiðu sviði,“ segir Örn
Smárason, verkefnastjóri sjó-
björgunar hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg. „Við erum með Slysa-
varnaskóla sjómanna, sem sinnir
allri öryggisfræðslu fyrir sjómenn
og síðan er allt björgunarsveita-
starfið, sem eru 92 björgunar-
sveitir og 37 slysavarnadeildir um
allt land. Þessar einingar stýra því í
rauninni hvað félagið gerir.
Á Sjávarútvegssýningunni
höfum við annars vegar verið að
kynna starfsemi Slysavarnaskól-
ans, öll námskeiðin sem er boðið
upp á og dagskrána í haust og hins
vegar stöðuna á endurnýjun stóru
björgunarskipanna sem eru í eigu
félagsins,“ segir Örn. „Við erum
að segja frá stöðunni í útboðinu á
þessum þremur skipum sem við
erum búin að panta og skipinu
sem við erum að fá til Vestmanna-
eyja núna í ágúst. Svo erum við líka
að minna á að við eigum tíu önnur
skip eftir sem við eigum eftir að
endurnýja. Við erum að safna fyrir
því og leita að stuðningi til þess.“
Þurfa ný skip til að aðstoða sjó-
menn betur
„Endurnýjunin á björgunarskip-
unum er einfaldlega í gangi vegna
þess að meðalaldur björgunarskip-
anna sem við rekum núna er rúm
35 ár. Þó að skipin okkar séu traust
og góð eru þau að verða tækni-
lega úrelt,“ segir Örn. „Þau eru
flest mjög ganghæg og við erum
bara að reyna að færa okkur inn
Heimsklassa öryggismál
sem þarf að nútímavæða
Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að það sé þörf á að færa björgunarskip félagsins inn í nútímann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
í nútímann. Fá meiri ganghraða
svo við getum sinnt stærra svæði á
styttri tíma, skipin nái fyrr saman
og við getum aðstoðað sjómenn-
ina, þegar þeir lenda í vandræðum,
mikið betur.
Við erum mjög ánægð með
þessi þrjú skip sem við erum búin
að panta en það eru tíu eftir. Það
þurfa allir að leggjast á eitt, því það
eru lítil samfélög undir sem geta
ekki safnað miklum fjármunum.
Til dæmis Raufarhöfn og aðrir, sem
hafa ekki sömu getu til að safna
fjármunum eins og til dæmis Eyja-
menn,“ segir Örn. „Þannig að við
erum að reyna að hvetja fólk til að
koma með okkur í þessa vegferð.
Nú er það orðið svoleiðis í breyttu
útgerðarmynstri að jafnvel smá-
bátarnir fara á öll mið og út um allt
land.“
Stöðug og fjölbreytt fræðsla í
Slysavarnaskólanum
„Allir sjómenn þurfa að sækja
fræðslu til Slysavarnaskóla sjó-
manna, það stendur í íslenskum
lögum að það sé óheimilt að ráða
mann til starfa á íslensku skipi
nema hann hafi hlotið öryggis-
fræðslu og Slysavarnaskólinn
sinnir þessu á sem víðustum
grundvelli,“ segir Örn. „En svo
er náttúrulega fjöldinn allur af
öðrum námskeiðum fyrir utan
grunnnámskeiðin. Það er til
dæmis verið að kenna notkun
léttabáta, eldvarnir um borð í
skipum, skyndihjálp sjómanna,
lyfjakistunámskeið, hóp- og
neyðarstjórnun fyrir farþegaskip
og ferjur, mannauðsstjórnun og
síðan er sífelld endurmenntun.
Sjómenn eru skyldugir til þess að
endurmennta sig í þeim réttindum
sem þeir hafa, með öryggisfræðslu
á fimm ára fresti.
Öryggismál skipta alltaf máli hjá
sjómönnum og árangur íslenskra
sjómanna í þeim er á heimsmæli-
kvarða. Skólinn á náttúrulega
sinn þátt í því og Hilmar skipstjóri
Snorrason, sem leiðir það starf, á
mikið hrós og þakkir skildar fyrir
hvað hefur gengið vel í þessu,“ segir
Örn. „En án sjómannanna værum
við ekki að ná þessum árangri og á
sýningunni höfum við bara verið
að minna á okkur, þakka fyrir
samstarfið til þessa og viðhalda
tengslunum við útgerðina.“
Nýtt æfingasvæði fyrir reyk-
köfun og slökkvistörf
„Það er ein nýjung í Slysavarna-
skólanum sem fer væntanlega
að komast í gagnið. Það er nýtt
æfingasvæði í reykköfun og
slökkvistörfum sem verið er að
koma upp við slökkvistöðina í
Hafnarfirði. Þetta nýja æfinga-
svæði hefur verið sett upp á
Covid-tímanum,“ segir Örn. „Sú
breyting er að verða að hingað til
hefur verið kynt með timbri og
óhreinni efnum til að fólk geti æft
inni í reyk og hita og slökkt eld,
en nú er verið að fara í mjög þróað
þjálfunarkerfi frá Finnlandi sem
er kynt með gasi.
Það gerir það mögulegt að hafa
miklu meiri stjórn á aðstæðum,
svo það sé auðveldara að þjálfa,“
útskýrir Örn. „Þetta gerir það líka
að verkum að það er hægt að bjóða
upp á fjölbreyttari aðstæður en
áður.“
Þakklát bakvörðunum
„Við viljum, eins og alltaf, grípa
tækifærið til að þakka almenningi,
sérstaklega bakvörðum, en það
eru yfir 31 þúsund bakverðir sem
styðja félagið. Við erum rígmontin
með hvað við fáum að skipta
miklu máli í þjóðarsálinni,“ segir
Örn að lokum. n
Meðalaldur
björgunarskipa
Slysavarna-
félagsins Lands-
bjargar er 35 ár
svo þau eru að
verða tæknilega
úrelt. Myndin
sýnir björgunar-
skipið Ásgrím
S. Björnsson á
æfingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
kynningarblað 11LAUGARDAGUR 11. júní 2022 SJÓMANNADAGURINN