Fréttablaðið - 11.06.2022, Qupperneq 72
Stærsta ógnin við
fiskmarkaðina er
að mínu viti sú ef lengra
verður gengið en þegar
hefur verið gert í að
skerða afkomumögu-
leika fiskvinnslufyrir-
tækja sem ekki halda á
veiðiheimildum.
Nú er liðinn rúmur áratugur
síðan strandveiðum var
komið á við Ísland. Veið-
arnar hafa sannað tilveru
sína rækilega síðan þá.
olafur@frettabladid.is
Arnar Atlason er formaður
Samtaka fiskframleiðenda og
útflytjenda (SFÚ), sem eru samtök
smærri fyrirtækja í sjávarútvegi
sem leggja áherslu á vinnslu og
útflutning sjávarafurða. Þessi
fyrirtæki reka almennt ekki útgerð
og eru ekki handhafar kvótans
heldur verða þau að afla síns hrá-
efnis á fiskmörkuðum á markaðs-
verði.
Arnar segir aukna áherslu vera
á framleiðslu ferskra afurða yfir
sumartímann til útflutnings á þá
markaði sem hæst verð greiða fyrir
sjávarafurðir. „Þar falla strand-
veiðar eins og flís við rass. Það er
úrelt nálgun að loka fyrirtækjum
yfir sumartímann enda verð og
eftirspurn oft best þá. Langstærsti
hluti strandveiðiaflans er seldur
frjálsri sölu í gegnum uppboðs-
kerfi Fiskmarkaðanna. Hann er
því ætíð seldur hæsta verði til þess
aðila sem mest verðmæti gerir úr
aflanum. Fiskurinn af strandveiði-
bátunum er allur nýr við löndun,
ólíkt afla veiddum með sumum
öðrum veiðiaðferðum og ber því
jafnan af ef gætt er meðhöndlunar.
Nýr línufiskur er það sem allir vilja
hafa. Auglýsingin um fimm daga
gamlan trollfisk í fiskbúð hefur
ekki enn þá verið birt. Meðferð er
nú með ágætum og staðreyndin er
sú að þeir aðilar sem gagnrýnt hafa
meðferð strandveiðifisksins og
gæði eru á stundum stórtækastir í
kaupum á honum.
Að áliti okkar sem sérhæfðir
erum í vinnslu sjávarafurða hér á
Íslandi án tengsla við útgerð ætti
markmið stjórnvalda að vera að
stórauka vægi strandveiða. Áhrif
þeirra til hærra meðalverðs afurða
okkar ættu að vera mjög sýnileg.
Jákvæð áhrif á atvinnustarfsemi
í byggðum landsins einnig. Aug-
ljós kostur við strandveiðarnar er
sannarlega svo að hægt er að tala
um nýliðun sem er ansi jákvætt
mótvægi við viðvarandi aukna
fákeppni í greininni með tilheyr-
andi markaðsbrestum.“
Umræðan gefur ranga mynd
Arnar telur almenna umræðu um
sjávarútvegsmál á Íslandi oftar
en ekki vera á afskaplega grunnu
plani. „Dæmi er meira að segja
um að í skoðanakönnunum hafi
verið spurt „ert þú með eða móti
kvótakerfinu?“ Hverslags innlegg
er það í umræðu um jafnmikil-
vægt málefni og sjávarútvegur
okkar er? Aðilar ættu alls ekki að
rugla atriðum eins og veiðistjórn
Hafrannsóknastofnunar og eftirliti
Fiskistofu saman við neikvæðari
hliðar kerfisins eins og; brottkast
afla, samþjöppun veiðiheimilda,
undirverðlagningarkeðjur, nei-
kvæða byggðaþróun og töpuð
atvinnutækifæri vegna útflutnings
á hráefni.“
Arnar segir Svandísi Svavars-
dóttur matvælaráðherra hitta
naglann á höfuðið þegar hún talar
um viðvarandi ósætti milli þjóðar
og handhafa aflaheimilda okkar.
„Kerfið er samt ekki ónýtt en rými
til bóta er mikið. Ráðherra hefur
skipað samráðsnefnd vegna sam-
þjöppunar í sjávarútvegi. Nefndin
er stór líkt og viðfangs efnið og
verður spennandi að frétta af
vinnu hennar.“ Hann segir hags-
muni munu togast þar á og lýsir
þeirri von sinni að áhersla verði
lögð á þau markmið sem mikil-
vægust eru fyrir þjóðina í heild:
n Aukna atvinnu hér innanlands
nJákvæðari byggðaþróun
n Hámörkun virðis afurða
okkar með aukinni markaðs-
tengingu
„Ef sjónarmiðum hagsmunaað-
ila verður ekki leyft að ráða að
fullu mun starf nefndarinnar geta
skilað tilætluðum árangri. Von
mín er að nefndin verði upphaf að
markmiðasetningu í sjávarútvegi
okkar sem tryggir okkur sess sem
sjávarútvegsþjóð í fararbroddi
en ýmsar raddir eru uppi um að
við höfum einmitt sigið aftur úr
á undanförnum misserum,“ segir
Arnar.
Störf og tekjur flutt út
Að hans mati er ein undar-
legasta hlið íslensks sjávarút-
vegs umræðan um vinnslu eða
fullvinnslu hér heima. „Eflaust er
það svo að Íslendingar, sem ekki
starfa í greininni, halda að við
séum að stóru leyti að fullvinna
sjávarfangið okkar. Staðreyndin
er hins vegar allt önnur, mjög stór
hluti afurða okkar fer til áfram-
vinnslu í markaðslöndum okkar
og einungis lítill hluti fer sem
fullunnin vara héðan ofan í búðar-
körfu í viðskiptalöndum okkar.
Það sem er þó enn undarlegra er
það að nálægt 50 þúsund tonn fara
á ári hverju úr landi sem óunninn
fiskur. Fiski þessum er í langflest-
um tilfellum landað úr veiðiskipi
hér á Íslandi í fiskikari sem ber
um það bil 300 kg af fiski, við það
er bætt ríkulega af ís og aflanum
svo komið fyrir í gámum sem sigla
honum til erlendra kaupenda sem
bíða spenntir.
Þetta hljómar svo sem ágæt-
lega við fyrstu sýn en af hverju eru
kaupendurnir svona spenntir?
Staðreyndin er sú, það hafa þessir
erlendu aðilar látið hafa eftir sér,
að þetta hráefni býr til þúsundir
starfa í viðkomandi löndum og
milljarða tekjur. Stóra spurningin
þessu tengd er því sú, af hverju vilj-
um við ekki þessi störf eða þessar
tekjur og af hverju velja handhafar
veiðiheimildanna þetta?“
Arnar segir svörin liggja víða.
Ein skýringin sé sú að ríkisstyrkir
í sumum þessara landa valdi því
að fyrirtækin hér heima geti ekki
keppt við umrædda aðila um
hráefnið. Önnur skýring geti legið í
skiptakerfi sjómanna og útgerðar-
manna á Íslandi sem geti í sumum
tilfellum ýtt undir sölu sem sé
undir hæsta verði. „Einnig hefur
verið bent á að á Íslandi er launa-
kostnaður vegna framleiðslu hærri
en hjá samkeppnisaðilum okkar.
Líklega vega öll þessi atriði saman
en ég ítreka það sem ég sagði í upp-
hafi sem er það að þeir sem kaupa
af okkur 50 þúsund tonn af hráefni
á ári hverju telja sig geta skapað
þúsundir starfa og milljarða tekjur
með vinnslu hráefnisins. Markmið
okkar á Íslandi ætti að vera að ná
í að minnsta kosti einhvern hluta
þeirra tekna.
Fiskmarkaðirnir mikilvægir
Fiskmarkaðir á Íslandi eru álíka
gamlir núverandi kvótakerfi
okkar. Þeir hafa rækilega sannað
sig þrátt fyrir að þar sé, líkt og með
kvótakerfið, rými til þróunar. Eitt
er hægt að fullyrða um markaðina.
Þar ríkir samkeppni og þar er greitt
hæsta verð fyrir afla. Markmiðum
um hámörkun virðis fyrir auðlind
þjóðarinnar er því best borgið
með sölu þar eða beinni tengingu
við markaðsverð. Miðað við þann
mun sem viðvarandi hefur verið á
verði í beinum viðskiptum og verði
á fiskmörkuðum væri umhugs-
unarvert að setja á einhvers
konar markaðsívilnun til handa
útgerðum til að hvetja til sölu þar.
Línuívilnun er gott dæmi um slíka
ívilnun sem hugsuð var til þess að
auka gæði hráefnis. Svo má jafn-
framt velta fyrir sér hvort strand-
veiðar virki á líkan máta.
Stærsta ógnin við fiskmarkaðina
er að mínu viti sú ef lengra verður
gengið en þegar hefur verið gert í
að skerða afkomumöguleika fisk-
vinnslufyrirtækja sem ekki halda
á veiðiheimildum. Ef lengra verður
gengið í að skerða afkomu fyrir-
tækja sem hafa sérhæft sig í vinnslu
dýrari afurða, fyrirtækja sem hafa
sinnt nýsköpun og lifað af sam-
keppni. Þá held ég að kaupenda-
hópurinn á mörkuðunum verði
einsleitur. Þetta mun til skemmri
tíma skila hærra hráefnisverði en
til lengri tíma grefur þetta undan
verðmyndun og niðurstaðan
verður lakari afkoma af auðlind-
inni þjóðinni til handa,“ segir Arnar
Atlason, formaður SFÚ. n
Strandveiðar hafa skapað ný
tækifæri í framleiðslu sjávarafurða
Arnar Atlason, formaður SFÚ, segir að árangur geti orðið af starfi samráðsnefndar um samþjöppun í sjávarútvegi,
sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað, ef sjónarmið hagsmunaaðila verði ekki ráðandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Tugþúsundir tonna af íslensku sjávarfangi er flutt út í
gámum og fullunnið ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hvarvetna í heiminum þykir ferskur fiskur herramanns-
matur. Íslenskur fiskur er eftirsóttur.
14 kynningarblað 11. júní 2022 LAUGARDAGURSjómannadagurinn