Fréttablaðið - 11.06.2022, Page 74
Í flugtakinu lenti
vélin í svo miklu
niðurstreymi að hún
komst ekki stystu leið
upp. Ákvað þá Bogi að
reyna að bakka henni út
úr gilinu.
Fjórtán Útkallsþættir hafa nú verið
sýndir á Hringbraut. Hafa þeir
fengið góðar viðtökur og mikið
áhorf. Óttar Sveinsson, höfundur
Útkalls, fær til sín söguhetjur úr
bókunum auk annarra sem tengj-
ast slysum, björgunum eða nátt-
úruhamförum. Þetta er alþýðu-
fólk – þjóðin, sem er í stöðugri
baráttu við náttúruöflin. Fólkið
segir áhrifaríkar sögur – mannlegt
drama og umhyggja, tilfinningar
og sterkar upplifanir.
Í næsta þætti, á þriðjudag kl.
19.30, fær Óttar til sín Boga Agnars-
son, fyrrum flugstjóra hjá þyrlu-
sveit Landhelgisgæslunnar. Bogi
lýsir því þegar hann stóð frammi
fyrir þeirri afdrifaríku ákvörðun
að þurfa að bakka TF-SIF heila 2
kílómetra út úr gili í Kerlingar-
fjöllum. Vélhjólamaður hafði ekið
fram af brúninni og lent niðri í
gilinu. Hann slasaðist alvarlega
og þurfti að koma honum strax á
sjúkrahús. Þegar vélinni var flogið
niður í gilið var manninum komið
um borð. Í f lugtakinu lenti vélin
í svo miklu niðurstreymi að hún
komst ekki stystu leið upp. Ákvað
þá Bogi að reyna að bakka henni
út úr gilinu. Í þættinum lýsir hann
því á spennandi hátt hvað gerðist.
Þá segir Bogi einnig frá því þegar
áhöfn hans bjargaði bandarískum
ferjuflugmönnum á ævintýralegan
hátt úr sjónum vestur af Reykja-
nesi.
Eftir sumarfrí fer svo ný Útkalls-
þáttasería í loftið á Hringbraut.
Óttar fær þá til sín fólk sem hefur
meðal annars lent í sjóslysum,
sprungubjörgunum, eldgosum og
flugslysum. Björgunarsveitarfólkið
segir einnig sína sögu – hvernig
það er að vera á vettvangi og bjarga
fólki sem horfist stundum í augu
við dauðann. n
Bakkaði þyrlunni
2 kílómetra úr gili
Dagskrá sjómannadagsins í
Reykjavík fer fram við Reykja-
víkurhöfn og á Grandanum. Fjöl-
breytt dagskrá er í boði fyrir alla
aldurshópa, ekki síst yngri börn og
fjölskyldufólk.
Boðið verður upp á öðruvísi
föndur í Svaninum, endurvinnslu-
stöð Brims, en þar er rusl sem
finnst í sjónum endurunnið. Börn
og fullorðnir geta nýtt fjölbreytt
hráefni úr sjónum og leyft sköp-
unargáfunni að njóta sín.
Við bílastæðið hjá Sjóstanga-
veiðifélaginu, Grandagarði 18,
býðst börnum á öllum aldri að
smíða sinn eigin bát. Timbur,
hamrar og naglar verða á staðnum.
Þegar smíðinni er lokið geta
börnin tekið bátinn með heim.
Hin sívinsæla furðufiskasýning
fer fram á Grandagarði en hún
er órjúfanlegur hluti sjómanna-
dagsins fyrir börn og fullorðna
líka. Þar má sjá fjölbreytta fiska og
furðuskepnur, allt frá algengum
nytjafiskum eins og ýsu og þorski,
til sjaldséðari tegunda eins og
svartdjöfla og bjúgtanna.
Boðið verður upp á fjölskyldu-
ratleik þar sem keppendur kynnast
Grandanum og öllu því skemmti-
lega og fróðlega sem þar er í boði.
Vegleg verðlaun eru í boði, meðal
annars Zero 8 rafmagnshlaupahjól
frá Ellingsen, trampólín frá BYKO
og gjafabréf frá 66°Norður. Hægt
er að skrá sig til leiks á sjómanna-
dagurinn.is. n
Margt í boði fyrir börn í Reykjavík
Furðufiskarnir vekja alltaf mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Óttar Sveinsson hefur slegið í gegn
með þáttunum Útkalli á Hringbraut.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
-
0
0
5
1
5
9
ALLA LEIÐ
Við tökum þjónustuna alla leið
Það er okkur sönn ánægja að bjóða nú upp á enn betri þjónustu
með nýrri og öflugri vefverslun N1 sem nýtist sjómönnum
og útgerðarfyrirtækjum hvort sem er á sjó eða í landi.
N1 sendir hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins og þakkar
fyrir ánægjuleg samskipti alla leið!
440 1000 n1.is
Til hamingju
með daginn
sjómenn!
16 kynningarblað 11. júní 2022 LAUGARDAGURSjóMannadaguRinn