Fréttablaðið - 11.06.2022, Qupperneq 100
Við viljum að sjálf-
sögðu sýna að við
getum svo sannarlega
líka sungið.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is,
TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða
eða aðgang að útsölum á undan öðrum með
því að skrá þig á póstlista Dorma.
Nú 98.995 kr.
BERMUDA
Útisófasett og borð. 210 x 210 x 80 cm.
Hægt að raða upp á marga vegu.
Fullt verð: 179.900 kr.
Nú 149.925 kr.
AVIGNON hægindastóll
með skammel
Stillanlegur hægindastóll með
innbyggðum skemli. Brúnt, svart,
dökkgrátt og rautt PVC leður.
Verð 199.900 kr.
25%
AFSLÁTTUR
45%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
BOSTON VIVA heilsurúm
Boston City heilsurúmin frá Sealy fást í tveimur stærðum;
160x200 og 180x200 cm. Dýnan er svæðaskipt
pokagormadýna. Efst er mjúk og
þægileg yfirdýna sem styður vel við
líkama þinn. Botninn er með gormum
(Boxspring) sem gefur viðbótarfjöðrun.
Nú 181.935 kr.
160x200 cm
Fullt verð: 279.900 kr.
*Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Fjölþjóðlegur kórsöngur
mun óma yfir Vatnsmýrinni
og víðar um borgina í lok
mánaðarins þegar kórafólk
frá öllum Norðurlöndunum
kemur saman á kórahátíðinni
Nordklang sem verður haldin
á Íslandi í fyrsta skipti í sögu
hátíðarinnar, sem hófst 1952.
toti@frettabladid.is
Norræna kórahátíðin Nordklang
verður haldin í fyrsta skipti á
Íslandi um mánaðamótin, en hún
hefst strax í kjölfar norrænnar fag-
ráðstefnu kórstjóra. Mikill hugur er
eðlilega í stjórnum Landssambands
blandaðra kóra og Félags íslenskra
kórstjóra, sem hvetja íslenskt kóra-
fólk til að fjölmenna á hátíðina og
finna röddum sínum samhljóm
með fulltrúum frændþjóðanna.
„Við erum stolt og spennt fyrir
þessu öllu,“ segir Margrét Bóas-
dóttir kórstjóri, sem er í undirbún-
ingsnefnd stórviðburðanna tveggja.
„Norðurlöndin hafa með sér kóra-
samtök og Nordklang hátíðin er í
raun og veru eina stóra verkefnið
sem þau standa saman að.“
Hátíðin var fyrst haldin 1952 og
hefur síðan þá færst á milli land-
anna á þriggja ára fresti. „En við
höfum ekki treyst okkur til að taka
þetta að okkur þannig að það hefur
samviskusamlega verið hlaupið yfir
okkur þangað til núna fyrir þremur
árum í Helsingborg í Svíþjóð, að
við ákváðum að nú skyldum við
bara standa okkur og taka þetta að
okkur.
Við erum líka rosa stolt af því að
tveir kórar ætla að koma frá Græn-
landi og þetta er í fyrsta skipti sem
það gerist. Við erum með persónu-
leg sambönd og byrjuðum aðeins að
ylja þeim strax fyrir þremur árum.
Síðan er einn kór frá Færeyjum, heill
kór frá Finnlandi og svo auðvitað
íslenskir kórar.“
Kjære nordiske venner
Hugmyndin með hátíðinni er að
leiða saman kórsöngvara frá öllum
Norðurlöndunum til skrafs, ráða-
gerða og auðvitað fyrst og fremst að
syngja saman. „Þannig að nú verður
það bara „kjære nordiske venner“ og
við búum til einn sameiginlegan kór
úr okkur öllum,“ segir Margrét og
áréttar að heilu kórarnir þurfi ekki
að skrá sig til leiks heldur geti ein-
staka félagar komið í smærri hópum
eða einir sér.
Nordklang hefst 29. júní en
tveimur dögum fyrr byrjar norræn
fagráðstefna kórstjóra. „Þannig að
við vindum þetta svo skemmtilega
saman að þetta er bara heil vika af
kórstjórum og svo kórsöngvurum.
Við verðum svona rétt um 100 kór-
stjórarnir á ráðstefnunni og helm-
ingurinn erlendis frá. Síðan verðum
við væntanlega eitthvað um 350-
400 á kórahátíðinni.“
Margrét segir stóran hluta kór-
söngvaranna koma erlendis frá og
hvetur íslenskt kórafólk eindregið
til að mæta til leiks þannig að radd-
styrkur Íslands verði sem mestur.
„Það væri óskandi að sem flestir
skrái sig og Íslendingar eru nú frægir
fyrir að bregðast mjög skjótt við á
síðustu stundu, en við megum eiga
það að við gerum það þá líka mjög
vel. En það skiptir auðvitað máli
bæði að sýna samstöðu og þar sem
við erum að taka þetta að okkur
viljum að sjálfsögðu sýna að við
getum svo sannarlega líka sungið.
Við viljum ekki láta okkar eftir liggja
og hvetjum þess vegna íslenska kór-
söngvara til þess að grípa nú upp
tölvuna sína og skrá sig á hátíðina.“
Áhættuatriði
Margrét segir Háskólann í Reykjavík
í Vatnsmýrinni, sem verður varnar-
þing hátíðarhaldanna, vera sann-
kallaðan happafeng enda einstak-
lega hentugt húsnæði fyrir kórsöng.
„Ég var fyrir þremur árum í Svíþjóð
og fyrir sex árum í Finnlandi og
miðað við þær hátíðir sem ég hef sótt
þá erum við með albestu aðstöð-
una í HR. Fyrirlestrasalirnir eru til
dæmis á pöllum þannig að kórpall-
arnir eru innbyggðir í húsinu, sem er
nú ekki algengt, en sérdeilis vel fallið
fyrir samsöng.“
Níu vinnusmiðjur verða í gangi á
hátíðinni og þar verður unnið með
ýmiss konar tónlist, æft í hópum
og sungið í sex tíma á dag. „Þessu
lýkur síðan með stórtónleikum í
Hörpu laugardaginn 2. júlí, þar sem
allar vinnusmiðjurnar flytja tvö til
þrjú lög sem þær hafa æft. Þetta er
áhættuatriði, enda spurning hversu
góður árangur hefur náðst á þremur
dögum,“ segir Margrét.
Allar frekari upplýsingar um
hátíðina eru á nordklangkorfestival.
org. n
Norrænn fjöldakórsöngur
fyllir Vatnsmýrina
Margrét Bóasdóttir, kórstjóri og söngkona, hvetur íslenskt kórafólk til að fjölmenna á norrænu kórahátíðina sem
hefst í Háskólanum í Reykjavík í lok mánaðarins í kjölfar ráðstefnu kórstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
odduraevar@frettabladid.is
„Enn ein fréttavikan er senn á enda
runnin. Sú var viðburðarík. Rétt í
kjölfar manndrápsmáls þá erum við
„sjanghæuð“ á af hjúpandi blaða-
mannafund um skipulagða glæpa-
starfsemi,“ segir Margrét Helga um
fréttavikuna sem er að líða.
Á fimmtudagsmorgun var ég
komin áleiðis með útvarpsviðtal
mitt við sóttvarnalækni um kórónu-
veiruna þegar hann spyr mig af
sinni alkunnu yfirvegun hvort ég
hefði nokkurn áhuga á að spyrja
hann út í apabóluna. Hún væri
nefnilega komin til landsins.
En það voru ekki aðeins vágestir
sem sóttu Ísland heim í vikunni
heldur líka mikilsmetnir þjóðhöfð-
ingjar. Hæstvirt Netumbo Nandi-
Ndaitwah utanríkisráðherra var
hér ásamt rannsakendum. Dóms-
málaráðherra sá sér reyndar ekki
fært að hitta ráðherrann og sendi
í sinn stað aðstoðarmann sinn,
Brynjar Níelsson.
Ég ræddi við héraðssaksóknara,
sem á dögunum sat fund með nami-
bísku sendinefndinni um Samherja-
skjölin. Hann sagði að það væri
„góður gangur á rannsókninni“.
Þessa setningu hef ég heyrt með
reglulegu millibili frá afhjúpuninni
2019.
Drago Kos, formaður vinnuhóps
OECD gegn mútum, sagði í sama
mánuði og afhjúpunin átti sér stað
að málið yrði prófsteinn á getu
íslenskra lögregluyfirvalda. Það
þyrfti að taka á málinu innan skyn-
samlegra tímamarka. Ég velti fyrir
mér hvað hann segði nú, tveimur og
hálfu ári seinna. n
Af vágestum og aufúsugestum
Margrét Helga Erlingsdóttir frétta-
kona. MYND/AÐSEND
n Frétt vikunnar
Margrét Helga Erlingsdóttir
48 Lífið 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ