Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 11

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 11 Í nýliðnum maí lönduðu 611 bát- ar samtals 3.672 tonnum á strand- veiðum og aflinn hefur aldrei ver- ið meiri í einum mánuði frá upp- hafi strandveiða 2009. Gefin hafa verið út 644 leyfi fyrir sumar- vertíðina. Á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að þorskur var 3.293 tonn í maí, sem er aukning um 699 tonn milli ára. Fimmtudaginn 30. maí var landað 373 tonnum á strandveiðum, sem er dagsmet. Fyrra metið var sett 28. júní á síðasta ári, þegar strand- veiðibátarnir lönduðu 367 tonnum. Á öllum strandveiðisvæðum jókst afli milli ára. Hlutfallslega mest á svæði D svæði um 46% og munar þar mest um góðan ufsaafla. Áætl- að aflaverðmæti var 1.347 milljón- ir króna í mánuðinum, sem er mik- il hækkun frá síðasta ári þegar afli í maí gaf um 755 milljónir í verð- mæti, segir á vef LS. Á svæði A, sem nær frá Borgar- byggð til Súðavíkur, var aflakló- in Stefán Jónsson á Grími AK aflahæsti skipstjórinn í maí, en hann landaði alls 15.771 kílóum á Arnarstapa. Tveir bátar voru þó aflahærri yfir landið, báðir á D svæði, eða Nökkvi ÁR sem landaði 17.763 kg og Dögg SF sem land- aði 16.003 kg. Á svæði A var Kolga BA með næstmestan afla, landaði 12.758 kílóum, Doddi SH 12.481 kg. og Heppinn AK 12.254 kg. All- ir aflahæstu bátarnir á svæði A fóru í tólf róðra í mánuðinum. Góð veiði heldur áfram fyrstu dagana í júní því samkvæmt lista á hafnarskúrnum á Arnarstapa lönduðu 30 bátar þar 1. júní og voru allflestir þeirra með fullan dagsskammt af þorski, en auk þess með töluvert af ufsa og lítið eitt af karfa að auki. Og viti menn; Grím- ur AK landaði mestum afla þann dag; 789 kg af þorski og 330 kg. af ufsa. mm Grímur AK aflahæstur á A svæði og þriðji yfir landið Árni Freyr Stefánsson með tvo rígvæna ufsa um borð í Grími AK. Ljósm. aðsend. Stefán Jónsson á Grími AK landaði mestum afla á A svæði í maí. Með honum við veiðarnar nú er sonur hans Árni Freyr sem er að læra á tækin og miðin af föður sínum og þykir efnilegur. Ljósm. úr safni/kgk Árni Þór að veiðum í gærmorgun. Símamynd/sj. Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.