Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Side 14

Skessuhorn - 08.06.2022, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202214 Það var annatími í Stykkishólms- höfn á mánudaginn þegar skemmti- ferðaskipið Ocean Diamond kom þangað. Skipið er 144 metra langt og 16 metra breitt. Við hlið þess á myndinni er Breiðafjarðarferjan Baldur sem ekki er byrjað að lesta en sjá má tóma gámaflutningabíla sem voru á leiðinni að sækja afurð- ir úr laxeldi á Vestfjörðum. Bald- ur er tæpir 68,3 metrar á lengdina og 11,6 metra breiður. Hann tekur 280 farþega auk bíla og siglir eina ferð á dag fram til 15. júní að Sjó- mannadeginum 12. júní undantekn- um, ekki verður siglt á þeim hátíðis- degi. Sumartíminn er mikill anna- tími í ferðaþjónustu á svæðinu og því vandséð að Baldur sé nógu stór þegar mesta álagið er. gj/ Ljósm. sá. Byggðaráð Borgarbyggðar tók á fundi sínum 17. maí síðastliðinn fyrir skýrslu eldvarnaeftirlits- manns Slökkviliðs Borgarbyggð- ar frá deginum áður. Þar er fjall- að um ástand eldvarna í starfs- stöð Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Við skoðun á húsinu fundust ágallar sem teljast alvarleg- ir og fól byggðarráð sveitarstjóra að láta gera kostnaðar mat á þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er talið að ganga í og leggja fyrir fyrsta fund nýs byggðarráðs. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni eru athugasemdir um að flóttaleiðir séu ekki til staðar eða séu ógreiðfærar, björgunarop séu ekki fyrir hendi, merkingum sé ábótavant og að ganga þyrfti betur frá raflögnum. Skólastarfi er nú að ljúka á Varma- landi og munu úrbætur væntanlega eiga sér stað fyrir næsta skólaár. gj Líflegt á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi Skólahúsnæðið á Varmalandi. Ljósm. sþ. Ágallar á brunavörnum grunn- skólabyggingar á Varmalandi Málþing og bílasýning fór fram í Reykholti í Borgarfirði síðastliðinn laugardag. Á málþinginu var fjall- að um gamlar bifreiðar, varðveislu- gildi þeirra og sögulegt samhengi. Á bílaplaninu við Reykholtskirkju var svo glæsileg fornbílasýning. Mátti þar meðal annars sjá vinnu- vélar, sportbíla, rútur og fjallajeppa en gestir gátu gengið um og barið augum gamlar glæsikerrur í tuga- tali. sþ Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Við- reisnar í Reykjavík var kynntur á mánudaginn. Í samstarfssáttmála flokkanna kemur fram skýr vilji um að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar. Áætlað er að lagning Sundabrautar muni skila á bilinu 186-238 milljarða króna ábata eftir því hvort valin verði brú eða göng yfir Kleppsvík. Felst sá sparnaður að mestu leyti í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda. Ef brú verður fyrir valinu tekur hún titil- inn lengsta brú landsins af Borgar- fjarðarbrúnni og verður 1172 metra löng, með fjórum akrein- um og göngu- og hjólaleið. Hún myndi rísa í 35 metra hæð yfir haf- flötinn með 30 metra siglingahæð og 100 metra breiðri siglingarennu undir henni miðri. Með þessu yrði hægt að sigla undir brúna til að nýta áfram hafnarbakka innan hennar. Hálftíma stytting Sundabraut mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir samgöngur, dreifa álagi, leysa umferðarhnúta og styrkja öryggisleiðir. Einnig muni hún stytta vegalengdir fyrir alla þá sem ferðast innan og til og frá höfuðborgarsvæðinu, óháð ferða- máta. Fyrir íbúa Vesturlands mun Sundabraut líklega stytta ferðina til höfuð borgarsvæðisins um hálftíma. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist árið 2026, en auk umhverfis- matsins er framundan víðtækt samráðsferli og nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að fjármagna framkvæmd- irnar með gjaldtöku af umferð, sem hefjist þegar Sundabraut er tekin í notkun og ljúki innan 30 ára. Arðsamasta framkvæmdin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviða- ráðherra segir á vef Stjórnarráðsins, að lagning Sundabrautar sé ein arð- samasta framkvæmd sem um get- ur hér á landi. Á það einnig við er varðar akstur á höfuðborgarsvæð- inu sjálfu því heildarakstur þar gæti minnkað um 150 þús. km á hverj- um sólarhring. Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar miðast undirbúningur við að fram- kvæmdir hefjist 2026 og Sunda- brautin verði tekin í notkun 2031. Áætlaður kostnaður við undirbún- inginn nemur um 1,5 milljarða kr. til ársins 2026 þegar stefnt er að framkvæmdir hefjist. gj Sundabraut í forgangi hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta Borgarfjarðarbrúin mun að líkindum missa titil sinn á næstu árum. Fornbíladagur og málþing í Reykholti

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.