Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 18

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202218 Í netatúr á Flákahornið með Bárði SH „Mæting klukka sex,“ sagði Pétur Pétursson útgerðamaður og skip- stjóri á netabátnum Bárði SH, þegar leitast var eftir því við hann að fréttaritari Skessuhorns fengi að fara í einn myndatökuróður með þessari landsþekktu aflakló. Mætt var í Rifi og það vel fyrir klukk- an sex að morgni laugardagsins 2. apríl og var megnið af níu manna áhöfn komið um borð, en alls eru tólf menn í áhöfn og skiptast á að fara í frí. Róið var á Flákahornið og er það um einn og hálfur tími sem fór í stímið. Menn ýmist gengu til koju eða fóru í kaffispjall og góðan morgunverð á útstíminu, sem mat- sveinninn Sveinbjörn Benediktsson reiddi fram eins og á fimm stjörnu veitingastað. Menn ræddu að sjálf- sögðu aflabrögð og veðurfar. Var áhöfnin sammála um að veður hafi ekki leikið við sjómenn þessa ver- tíðina. Þá var nýliðinn marsmánuð- ur áhöfninni gjöfull en í mars var aflinn 1.183 tonn og þarf hrausta sjómenn til þess að ná slíkum afla. Er óhætt að segja að áhöfnin á Bárði séu sannir víkingar til vinnu og hvergi slegið af, ekki fremur en í þessum túr 3. apríl. Byrjað var að draga netin um klukkan hálf átta en alls voru dregn- ar sjö trossur og gekk drátturinn vel. Aflinn var mjög góður, eða 48 tonn og menn slógu ekkert af við vinnuna og var áhöfnin öll eins og vel smurð vél. Engan veikan hlekk að finna í þessari samhentu áhöfn og var mikið hlegið og greinilega menn með góðan húmor um borð. Fyrr en varði var búið að draga allar trossurnar sjö og var þá geng- ið frá og þrifið og snæddur hádeg- ismatur, sem var nætur saltaður þorskur. „Já, vinur minn,“ sagði Friðrik Steingrímsson; „hér borð- um við það sem við veiðum.“ Komið var að landi í Rifi um klukkan 15:30 og hófst þá löndun um leið og komið var að bryggju og gekk hún vel fyrir sig. Það voru þreyttir en ánægðir sjómenn sem gengu skömmu síðar í land, sátt- ir með aflann, félagsskapinn og vinnuna sína. af Það var bjart yfir skipperinum Pétri Péturssyni á útstíminu. Sjómaðurinn síkáti Kristján Helgason tekur hér fyrstu bauju dagsins. Menn skemmtu sér við netadráttinn. Hér er Pétur að segja Friðrik Steingríms brandara. Netabáturinn Bárður SH að veiðum skammt frá landi. Naglarnir á Bárði voru einbeittir við að koma þorskinum úr netunum. Menn hamast eins og þeir geta við netaborðið. Kátur skipper Pétur sýnir hér tilþrif. Pétur að taka fiskinn inn fyrir. Gunnar Ingi Gunnarsson kallar ekki allt ömmu sína þegar hann þarf að taka vel á því. Lífið er net hjá sjómönnum á Bárði. Pétur tekur vel á því þegar hann er að greiða úr.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.