Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 20

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202220 Hólmarinn Magnús Þór Kristins- son, kallaður Maggi Kiddós eða Maggi langi, hefur stundað sjó- mennskuna frá því hann var lít- ill gutti. Hann hefur verið á ýms- um bátum um tíðina og farið á grá- sleppu, skak, netaveiðar og verið á línu svo dæmi séu tekin, en nú rær Maggi á trillunni sinni Kristborgu SH-108. Hann starfar að mestu leyti einn en fær þó liðsauka yfir vetrartímann. Blaðamaður Skessu- horns heimsótti Magga á heimili hans í Stykkishólmi á dögunum þar sem farið var yfir sjómannsferilinn. Fjörutíu ár á sjó „Ég hef verið á sjó í 40 ár,“ byrj- ar Maggi frásögn sína. „Ég byrjaði fyrst árið 1978 á grásleppu hjá karli sem hét Ingvi Kristjáns, kallaður Golsi. Hann tók svakalega mikið í nefið og var alltaf allur út í tóbaki, alveg golsóttur,“ segir Maggi og hlær. „Eru ekki rollurnar golsótt- ar þegar þær eru einhvern veg- inn svona? Þess vegna fékk hann viðurnefnið Golsi,“ bætir hann við hugsi. „Pabbi byrjaði líka á sjó með honum Ingva nema bara mörg- um árum á undan mér. Ég fór svo seinna með pabba á sjó. Líklega er ég búinn að vera samfleytt í þessu í rúm 40 ár, byrjaði 13 ára gamall.“ Gat ekki lært og fór á sjó Grásleppuveiðar eru vinsælar í Stykkishólmi og byrjaði Maggi sjó- mennskuna einmitt á grásleppu, þá 13 ára gamall gutti. „Ég gat aldrei lært neitt svo ég fór á sjó. Þetta voru einhverjar vikur sem ég var á grásleppu þegar ég var að byrja og þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk borgað fyrir að fara á sjó. Ég hafði heilar 12.500 krónur upp úr krafsinu þá vertíðina og keypti mér reiðhjól fyrir peninginn,“ rifj- ar Maggi upp stoltur. „Svo var ég á skaki með pabba á Þórsnesinu í einhvern tíma. Það var 69 tonna trébátur og við vorum úti í svona fimm daga í einu,“ bætir hann við. Sjóveikur sjóari Vertíðina 1982-1983 fór Maggi á sínar fyrstu netaveiðar og fór sjór- inn ekkert sérstaklega vel í hann. „Ég var afar sjóveikur, sérstak- lega fyrstu netavertíðina. Ég hef nú aldrei verið feitur svo ég þurfti alltaf að gera nýtt gat á beltið svo buxurnar dyttu ekki niður um mig,“ segir hann og hlær. „Það var eitthvað lítið eftir af beltinu en róðrarnir voru ekki það langir, bara dagróðrar, svo þetta slapp til,“ bætir hann kíminn við. Sjóveikin hætti svo að hrjá Magga allt í einu tólf árum síðar og var hann mjög ánægður með það. Kristborg SH 108 Maggi var í 21 ár á báti sem hét Þórsnes SH 108 eða þangað til fyrirtækið og bátarnir voru seld- ir. Þá fór hann að róa á 15 tonna trillu á línu sem Þórsnesið átti og hét Landey. Sú trilla var seinna seld og þá fór Maggi yfir á Arnar SH 157 með Guðbrandi Björgvinssyni. „Við rérum honum úr Ólafsvík á netum, þar var ég í nokkur ár. Síð- an þá hef ég verið að gera út þessa trillu sem ég er með núna, Krist- borgu SH 108, eða síðan 2013. Ég ræ alltaf út frá Ólafsvíkurhöfn, það er styttra á miðin þaðan og öll þjónustan þar er frábær. Ég er með mann með mér á veturna þegar ég fer á línu, annars er ég yfirleitt alltaf einn,“ útskýrir Maggi sem er með 30 tonna kvóta á Kristborgu SH. „Ég fer svona þrjá til fjóra mánuði á línu og veiði upp í kvótann sem kláraðist núna um miðjan febrúar. Svo bíð ég bara eftir strandveiðun- um,“ bætir hann við. Maður lifir svo stutt en er dauður svo lengi Þegar Maggi er ekki á sjó þá fer hann á rjúpu eða leikur sér á fjór- hjólinu sínu sem hann keypti síð- asta sumar. „Það er rosalega gaman að djöflast á hjólinu um fjöll og firn- indi,“ segir hann um nýja sportið. Maggi hefur varið meiri hluta ævi sinnar á sjó eða 40 árum. Þrátt fyr- ir langan tíma þá hefur hann hvergi nær fengið nóg af sjómennskunni. Eina sem hefur kannski breyst eft- ir öll þessi ár er að hann er orðinn skynsamari að hans mati. „Ég ræ ekki nema það sé gott veður. Þegar maður sleppir bræludögunum þá er þetta gaman,“ segir hann ánægður með fyrirkomulagið hjá sér. En hvað er skemmtilegast við Maggi hefur einsett sér að sleppa öllum bræludögum eins og sést á þessari mynd, nánast stafalogn á miðunum. „Ég er hættur að róa í brælu“ Segir Hólmarinn sniðugi, Maggi Kiddós, um sjómennskuna Maggi Kiddós á heimili sínu í Stykkishólmi. Ljósm. glh. TIL HAMINGJU SJÓMENN 555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.