Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202232 Freyja er nýtt og glæsilegt varðskip Landhelgisgæslunnar. Þó skipið sé nýtt er langt frá því að um borð séu eintómir nýliðar. Einn sá reynslu- mesti er Guðmundur Stefán Valdi- marsson bátsmaður. Áður en hann steig um borð í Freyju sigldi hann með Óðni, Tý og Ægi, svo það er kannski ekki að undra þótt gömlu goðin skipi hjá honum sérstakan sess. Blaðamaður Skessuhorns leit inn til Guðmundar á heimili hans og konu hans Hjördísar Kvaran Einarsdóttur á Akranesi nýverið og fræddist um líf hans og merkan fer- il á sjó. „Ég segi alltaf að ég sé Ísfirðing- ur,“ segir Guðmundur með hlýju í röddinni. „Þar eru sporin mín, ég var mikið hjá móðurafa mín- um og ömmu, Guðmundi Guð- mundssyni og Guðrúnu Jóns- dóttur. Ég er fæddur á Akranesi 3. október 1966. Faðir minn var héð- an; Valdimar Jónsson loftskeyta- maður, sonur Lilju Pálsdóttur og sr. Jóns M. Guðjónssonar. Móð- ir mín Jóna Margrét Guðmunds- dóttir var hins vegar frá Ísafirði. Það æxlaðist þannig að ég átti mik- inn hluta af uppvaxtarárunum fyr- ir vestan. Guðmundur afi var þar með útgerð, hann stofnaði á sínum tíma útgerðarfélagið Hrönn ásamt Ásgeiri G. Guðbjartssyni og fleir- um og gerði út Guðbjargirnar.“ Guðbjörgin, áfram gul Sagan um Guðbjargirnar hefur nýlega rifjast upp vegna Verbúðar- innar, sjónvarpsþáttanna sem vísa í söguna af síðustu Guðbjörginni, en hana keypti Hrönn árið 1994 og var það sjöunda Guðbjörgin sem félagið gerði út. Skipið var glæsi- legasta fiskiskip á landinu ef ekki á heimsvísu. En á smíðatíman- um hafði margt breyst í rekstrar- umhverfinu og menn sáu að Guð- björgin gæti ekki borið sig miðað við breyttar forsendur. Hrönn sam- einaðist því Samherja árið 1996. Orð þáverandi stjórnarformanns þar urðu fræg: „Guðbjörgin verður áfram gul og verður gerð út frá Ísa- firði.“ Reyndin varð hins vegar sú að hún var ekki gerð þaðan út fram- ar. „Þetta féll afa mínum þungt því það var alltaf hugsjón hans að efla og styrkja atvinnulíf á Ísafirði. Ég var ungur þegar þetta var, en gerði mér grein fyrir að breyttar leikregl- ur í sjávarútvegi leiddu til þessa. En menn hafa verið langt á undan sinni samtíð þegar Guðbjörgin var smíðuð.“ Þrátt fyrir afdrif skipsins tekur hann fram að orð fyrstu eigenda hennar hafi alltaf staðið sem stafur á bók. „Og þarna var ég mótaður,“ segir hann: „Og stend við það sem ég segi.“ Ísafjörður Sjórinn var alltaf nálægur á Ísafirði. „Ég sótti sem krakki mikið í fjör- una og afi vissi að það hefði aldrei verið hægt að halda mér frá sjón- um. Svo um leið og drengurinn gat staðið í lappirnar var hann drifinn í sundlaugina þar sem afi kenndi mér að synda. Hann hafði lent í sjávar- háska og gerði sér skýra grein fyr- ir mikilvægi þessarar kunnáttu. Ég datt oft í sjóinn og þurfti að krafla mig upp í fjöru eða að næsta stiga, og kennsla afa varð til þess að ég var orðinn flugsyndur þegar farið var að kenna mér sund í skóla. Ég var auðvitað hjá foreldrum mínum alla skólagönguna, en að sumrinu mest hjá afa og ömmu fram að 14 ára aldri. Þegar fram í sótti var ég ákveðinn í að fara á sjóinn og lang- aði helst að verða togarasjómaður. Ég ætlaði aldrei á varðskip.“ Hann fékk reyndar boð um að fara á frystitogara eitt árið. En þá var fyrsta barn hans á leiðinni svo hann sagði nei. „Ég gat ekki hugs- að mér að vera í 30-40 daga túrum í burtu frá fjölskyldunni.“ Örlög ráða Guðmundur var átta ára þegar for- eldrar hans fluttu frá Reykjavík til Mosfellsbæjar og þar kynntist hann Hjördísi fyrst. Hún er fjór- um árum yngri en hann og hann á fyrstu minninguna um hana sem krakka hangandi á girðingu þar sem hún bjó. „Mér er minnisstætt að þar æpti hún á vegfarendur, svo snemma hefur kveðið að stúlk- unni.“ Í dag eiga þau þrjár dætur á aldrinum 20 til 27 ára og 3. okt síð- astliðinn fékk Guðmundur fyrsta barnabarnið í afmælisgjöf. „Svo þar með er ég orðinn afi Guðmundur og afi á Skaganum í sama mannin- um en þetta voru afar mínir.“ Mosfellsbær varð heimili Guð- mundar allt fram til ársins 2016 að hann flutti búferlum. Það átti sér sínar skýringar. „Árið 2010 var hjónabandið eiginlega komið í þrot og við tókum þá ákvörðun að skilja. Við vorum sitt í hvoru lagi í um fimm ár, en samt alltaf góð- ir vinir og í heilmiklum tengslum. Að lokum enduðum við svo á að taka saman aftur. Hjördís bjó þá í Búðardal og var við kennslu þar og ég flutti til hennar. Ég hef eigin- lega alltaf elt vinnuna hennar því ég get sjálfur búið hvar sem er. Ég fer í raun bara einu sinni í mánuði til vinnu og þá í nokkurra vikna túra. Við erum orðin mörg á varðskip- unum sem búum annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu og það geng- ur mjög vel.“ Sjómennskan Guðmundur vann því aldrei á togara en varði þess í stað áratug- um um borð í varðskipunum. „Ég var náttúrulega alltaf búinn að vera á smærri bátum með afa, en í apríl 1982 gerðist það að ég fór einn túr á Ægi og var svo til skiptis þar og á Óðni fram til 1989. Þá var kom- in einhver þreyta og útþrá í mig „Við þurftum eiginlega að læra að ganga upp á nýtt“ Fjörutíu ár um borð í varðskipunum Guðmundur í dyrum húss síns á Akranesi. Ljósm. gj. Guðbjörg ÍS-46. Ljósm. Guðmundur Stefán Valdimarsson. Frá vinstri: Baldur, Týr og Þór. Ljósm. Guðmundur Stefán Valdimarsson. Guðmundur á sexhjóli, með félögum sínum í Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal. Úr einkasafni. Mikil hætta steðjar að flóttamönnunum sem hafa lagt allt í sölurnar fyrir betra líf. Ljósm. Guðmundur Stefán Valdimarsson Framhald á bls. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.