Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 45 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af rang- læti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stór- um samráðshópum um fiskveiði- stjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fisk- veiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetn- ingu í auðlindinni. Þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefnd- um og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýs- ingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sér- fræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrir- liggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerð- um undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins mark- visst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi, taka á endur- vigtun, brottkasti og kvótabraski, að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerð- ir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslur hafi forgang í að bjóða í fisk sem seldur er óunn- inn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðj- unni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stór- um nefndum um heildarendur- skoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til fram- tíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða ein- göngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í rang- látu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggð- anna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininni og auð- söfnun fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höf. er varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. Pennagrein Tíminn er takmörkuð auðlind! Í Brekkubæjarskóla á Akranesi var síðastliðinn fimmtudag Karnival- -hátíð í tilefni komandi sumar- leyfis. Þar mættu nemendur og kennarar í litríkum búningum og skemmtu sér saman með skrúð- göngu, leikjum og öllu tilheyrandi. Árgangar nemenda röðuðu sér í halarófu ásamt kennurum á Akra- torgi þaðan sem skrúðgangan hélt af stað en trommusveit leiddi litríku hersinguna að grunnskólanum. Við skólann gátu nemendur svo flakk- að milli stöðva og leikið sér við ýmislegt. Í boði var að blása sápu- kúlur, fara í limbó, kasta blautum svömpum, húlla, spila boltaíþróttir og margt fleira auk þess sem kveikt var undir útigrillum og öllum gefið í svanginn. Útskrift 10. bekkjar fór svo fram síðdegis og formleg skóla- slit voru á föstudaginn. Nemendur genga því kátir í sumarfrí eftir vel heppnaða sumarhátíð. sþ Karnival í Brekkubæjarskóla Trommuleikarar leiddu skrúðgönguna frá Akratorgi að Brekkubæjarskóla. Kúrekar og aðrar fígúrur blésu sápukúlur. Hawaiískar dömur á sápukúluvaktinni. Leikskólabörn komu í heimsókn. Allskyns fígúrur skemmtu sér. Húllað og hlegið.Krakkarnir spreyttu sig á limbó. Hressar kýr við mjaltir. Allur er varinn góður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.