Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 45

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 45
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 45 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af rang- læti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stór- um samráðshópum um fiskveiði- stjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fisk- veiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetn- ingu í auðlindinni. Þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefnd- um og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýs- ingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sér- fræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrir- liggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerð- um undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins mark- visst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi, taka á endur- vigtun, brottkasti og kvótabraski, að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerð- ir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslur hafi forgang í að bjóða í fisk sem seldur er óunn- inn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðj- unni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stór- um nefndum um heildarendur- skoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til fram- tíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða ein- göngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í rang- látu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggð- anna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininni og auð- söfnun fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höf. er varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. Pennagrein Tíminn er takmörkuð auðlind! Í Brekkubæjarskóla á Akranesi var síðastliðinn fimmtudag Karnival- -hátíð í tilefni komandi sumar- leyfis. Þar mættu nemendur og kennarar í litríkum búningum og skemmtu sér saman með skrúð- göngu, leikjum og öllu tilheyrandi. Árgangar nemenda röðuðu sér í halarófu ásamt kennurum á Akra- torgi þaðan sem skrúðgangan hélt af stað en trommusveit leiddi litríku hersinguna að grunnskólanum. Við skólann gátu nemendur svo flakk- að milli stöðva og leikið sér við ýmislegt. Í boði var að blása sápu- kúlur, fara í limbó, kasta blautum svömpum, húlla, spila boltaíþróttir og margt fleira auk þess sem kveikt var undir útigrillum og öllum gefið í svanginn. Útskrift 10. bekkjar fór svo fram síðdegis og formleg skóla- slit voru á föstudaginn. Nemendur genga því kátir í sumarfrí eftir vel heppnaða sumarhátíð. sþ Karnival í Brekkubæjarskóla Trommuleikarar leiddu skrúðgönguna frá Akratorgi að Brekkubæjarskóla. Kúrekar og aðrar fígúrur blésu sápukúlur. Hawaiískar dömur á sápukúluvaktinni. Leikskólabörn komu í heimsókn. Allskyns fígúrur skemmtu sér. Húllað og hlegið.Krakkarnir spreyttu sig á limbó. Hressar kýr við mjaltir. Allur er varinn góður.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.