Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Page 46

Skessuhorn - 08.06.2022, Page 46
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202246 Ein af perlum Snæfellsness er tvímælalaust Sjómannagarður- inn á Hellissandi og ástæða til að hvetja þá sem ferðast um Snæfellsbæ að koma þar við og gefa sér rúman tíma. Hægt er að kaupa sér aðgang að afar skemmtilegu sjóminjasafni og í anddyri er notalegt kaffihús. Miklar breytingar hafa verið gerðar á safninu á síðustu árum og var það enduropnað fyrir fjórum árum. Í húsinu er í senn sögð saga útgerðar og dýra- lífs út við ysta sæ. Þar er m.a. fjöldi uppstoppaðra fugla, dýra og fiska, tæki, tól og veiðarfæri til útgerðar og fiskvinnslu og hlaðið fiskbyrgi, en djásn safnsins er tvímælalaust Bliki, elsti fiskibátur landsins frá 1826. Önnur grunnsýning safns- ins nefnist Náttúran við ströndina en hin Sjósókn undir Jökli. Auk þess segir fjöldi ljósmynda sögu útgerðar og byggðar á Snæfellsnesi. Blaðamaður Skessuhorn átti leið um Hellissand síðastliðinn laugardag. Á lóðinni við hlið Sjómannagarðsins er nú risið nýtt hús Þjóðgarðsmiðstöðvar. Hið óvenjulega, skipslaga hús snýr stefni sínu í átt að Sjómannagarðinum og í framtíðinni mun starfsemin sem þar verður til húsa tvímælalaust færa aukið líf í garðinn og safnið. Í Sjómannagarðinum voru feðgarnir Óskar Skúlason og Magnús sonur hans að bæta aðstöðuna fyrir staðaröndina sem lá þó enn á eggjum inni í kofa. Fjórir ungar voru komnir á legg, en öndin taldi að enn væri von um að fleiri egg myndu klekj- ast út. Voru þeir feðgar að girða af litla útilaug fyrir öndina og ungviði hennar til að baða sig í og njóta í sumar. Óskar bauðst til að leiðsegja gestum um safnið en hann er hafsjór fróðleiks um safnmuni og sögu þeirra. Eiginkona hans Þóra Olsen er verkefnisstjóri safnsins, en starf hennar og fjöl- skyldunnar allrar er virðingarvert sjálfboðastarf. Safnið sjálft er rekið sem sjálfseignarstofnun, en nýtur styrkja og velvildar samfélagsins. Uppbygging þess á síðustu árum hefur kostað sitt en safnið er svo lánssamt að eiga dygga styrktaraðila sem eru m.a. Snæfellsbær, útgerðir í sveitarfélaginu og aðrir velunnarar sem hafa verið að rétta starfseminni hjálparhönd. Einnig hefur safnið fengið rekstrarstyrki frá SSV undanfarin ár. mm Fast við hlið garðsins að vestanverðu er Þjóðgarðsmiðstöðin risin. Sjómannagarðurinn á Hellissandi er heimsóknar virði Snyrtileg aðkoman, til vinstri safnhúsin og Þorvaldarbúð til hægri. Jökullinn skartaði sínu fegursta síðastliðinn laugardag. Feðgarnir Óskar og Skúli voru að bæta aðstöðuna fyrir staðaröndina. Öndin var komin með fjóra pattaralega unga á legg en hélt þó enn í vonina um að fleiri egg myndu klekjast út. Óskar að sýna gestum ýmis tæki til fjarskipta. Net og búnaður frá tímum síldveiða. Fiskbyrgið sem hlaðið var innan dyra, en það er endurgerð byrgjanna sem voru í miklum mæli á Gufuskálum. Glæsilegt safn uppstoppaðra fugla og örninn, konungurinn, í forgrunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.