Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Síða 41

Læknablaðið - 01.06.2022, Síða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 309 lagi leghálsskimana og er starfsemin að sögn Reynis að komast í gott horf. Segist hann vona að skimanirnar haldi áfram að nýtast til þess að efla heilsu kvenna, en heilsufar kvenna er nokkuð sem hefur verið honum hugleikið allan hans starfs- feril. Hann á að baki nær 40 ár í starfi sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, en hefur þó alltaf haldið sig meira á þeirri hlið fagsins sem snýr að meðgönguvernd og fæðingafræði. „Ég valdi þetta fag þar sem það bauð upp á allt nema karla- vandamál: bráðalækningar sem fæðingar eru, efnaskiptavandamál, ómtæknina og fósturgreiningar, áhugaverðar og afmark- aðar skurðlækningar, mikil samskipti við byrjun lífsins og við foreldra sem eru að upplifa bestu atburði ævinnar.” Reynir fór á eftirlaun fyrir tæpum 8 árum en hefur ekki setið auðum höndum og er áðurnefnd skýrsla eitt af fjölmörg- um verkefnum sem hann hefur komið nálægt. Hann hefur sinnt nefndarstörfum í tengslum við uppbyggingu sérnáms lækna. Þá vann hann síðasta eitt og hálft ár í símaveri Covid-göngudeildarinnar þegar álagið þar var sem mest. Hann er enn að leiðbeina einum doktorsnema. Í fyrra fylgdi hann eftir útgáfu á sögulegri skáldsögu sem eiginkona hans, Steinunn Jóna Sveinsdóttir heitin, hafði þýtt. Bókin heitir Dvergurinn frá Normandí, er eftir Lars-Henrik-Olsen, danskan rithöfund, og fjallar um hinn fræga Bayeux-refil sem saumaður var með aðferð sem varðveitt- ist á Íslandi. Refillinn er þjóðargersemi í Frakklandi. Ómtæknin opnaði nýja vídd Þegar Reynir er beðinn um að líta yfir starfsferilinn og nefna hvað standi þar upp úr stendur ekki á svari: „Að hafa átt stóran þátt í því að koma á skipulögðum ómskoðunum fyrir barnshafandi konur á Íslandi, og seinna að vinna við norræna fagtímaritið Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, sem ég náði að reisa úr lægð og ritstýrði í nokkur ár.” Reynir man vel tímann fyrir ómtæknina og hvað hún breytti miklu. „Með ómtækninni opnaðist alveg ný vídd. Ég var annar læknirinn sem lærði að ómskoða hér á landi og náði að sjá yngri dóttur mína í ómskoðun þegar þessi tækni var nýlega komin til Íslands. Það var 1976, mánuði áður en dóttirin kom í heiminn. Ég hélt reyndar að hún væri strákur þar sem það sást eitthvað á milli fóta hennar sem reyndist svo vera naflastrengslykkja,” segir Reynir og brosir. Hann segir að þó tæknin hafi verið ófullkomin í byrjun hafi ómtæknin aukið skilning á mörgum sjúkdómum og hjálpað til við að fyrirbyggja eða minnka umfang ýmissa vandamála hjá fóstrum. Byrjað var að bjóða öllum barnshafandi konum skipulega ómskoðun á árunum 1984-86 og segist Reynir vera stoltur af því Reynir Tómas á skrifstofunni sinni í kjallaranum á kvennadeild Landspítala. Á tölvuskjánum fyrir aftan hann er fræðigrein í deiglunni. Mynd/Védís „Ég valdi þetta fag þar sem það bauð upp á allt nema karlavandamál: bráðalækningar sem fæðingar eru, efnaskiptavandamál, ómtæknina og fósturgreiningar, áhugaverðar og afmarkaðar skurðlækningar, mikil samskipti við byrjun lífsins og við foreldra sem voru að upplifa bestu atburði ævinnar.”

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.