Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 311 Verkefnið Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in stendur fyrir og var hleypt af stokkun- um árið 2017. Hérlendis hófst verkefnið árið 2020 og er í umsjón stýrinefndar undir forystu landlæknis. Bakhjarlar verkefnisins eru Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið en helstu samstarfsaðilar eru Landspít- ali, Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK), Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun. Amelia Samuel, verkefnastjóri á gæðadeild Landspítala, er framkvæmdastjóri verkefnisins. Óvænt atvik og frávik sem verða í meðferð sjúklinga í heilbrigðisþjónustu víða um heim má helst rekja til mistaka við umsýslu lyfja og/eða aukaverkana af völdum lyfja. Mesta hættan er þegar sjúk- lingur þarfnast margra lyfja hverju sinni (fjöllyfjameðferð) eða þegar viðkomandi flyst milli þjónustueininga í heilbrigðis- kerfinu. Markmið verkefnisins er að draga úr alvarlegum skaða af völdum lyfja um 50% á næstu 5 árum. Á þessu stigi er lögð áhersla á þrjá þætti: • bæta lyfjaöryggi við flutning upplýs- inga og meðferðar milli aðila innan heilbrigðis þjónustunnar • draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð • stuðla að öruggari notkun áhættusamra lyfja Til að ná markmiðum verkefnisins þarf að vinna að umbótum á mörgum svið- um, verkferlum, tæknilausnum, þjálfun heilbrigðisstétta og efla aðkomu lyfja- fræðinga, bæði innan og utan stofnana. Einnig felast mörg tækifæri í að valdefla Lyf án skaða, alþjóðlegt átak um öryggi sjúklinga B R É F T I L B L A Ð S I N S notendur lyfja með aðgengilegum upp- lýsingum um lyf, fræðslu um lyf og aðrar meðferðarleiðir ásamt virkri þátttöku í eigin meðferð. Heimasíðan landspitali.is/lyfanskada var formlega opnuð og kynnt á Læknadögum í mars. Þar er að finna allar helstu upplýs- ingar um verkefnið og framvindu þess. Það er von þeirra sem standa að verk- efninu Lyf án skaða að sú markvissa gæðaþróun sem er hafin á þessum vett- vangi muni vekja áhuga meðal lækna, styrkja teymisvinnu og leiða á næstu árum til umbóta sem bæta öryggi í lyfja- meðferð á Íslandi. Frá sam skiptadeild Landspítala landspitali.is/lyfanskada Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir adalstg@landspitali.is Jón Steinar Jónsson heimilislæknir jon.steinar.jonsson@heilsugaeslan.is Amelia Samuel verkefnastjóri amelia@landspitali.is

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.