Hugur og hönd - 2021, Síða 7
7HUGUR OG HÖND 2021
kröftum sínum að því verkefni að leggja
heimilum til hugmyndir að sparnaði.
Framfarir, þjóðlyndi og sýningar einkenndu
tímabilið 1921-1930. Umfangsmiklar
landssýningar á heimilisiðnaði voru
haldnar, sú fyrri árið 1921 en dönsku
konungshjónin voru þá í heimsókn
á Íslandi. Stórsýningu á heimilisiðnaði
var síðan komið upp í tengslum við
Alþingishátíðina árið 1930 þegar fjöldi
erlendra gesta heimsótti landið í tilefni
hátíðarinnar. Merkilegt er til þess að
hugsa hversu vinnufrekt var að skipu-
leggja sýningar af þessu tagi á þessum
tíma en Halldóra Bjarnadóttir, síðar heim-
ilisiðnaðarráðunautur, átti þar stóran
þátt. Bjargráð í saumsporum er yfirskrift
tímabilsins 1931-1950 en þá voru fata-
saumsnámskeið stór þáttur í starfsemi
félagsins. Fatnaður var að stórum hluta
saumaður á heimilunum á þessu tímabili
og vöruskortur og vöruskömmtun gerðu
það að verkum að mikilvægt var að fara
vel með alla hluti. Miklar þjóðfélags-
breytingar urðu í kjölfar síðari heims-
styrjaldar og hernáms landsins. Flutningur
fólks úr sveit í borg breytti jafnframt
samfélagsgerðinni. Tímabilið 1951-
1970 er í bókinni nefnt Á öld hraðans.
Verslunarrekstur félagsins hófst á
Laufásvegi árið 1959 og í Hafnarstræti
árið 1969. Rekstur verslunarinnar Íslenzkur
heimilisiðnaður átti eftir að móta starf
og ímynd félagsins um áratuga skeið en
margir muna eftir glæsilegri verslun sem
rekin var um árabil í Fálkahúsinu í Hafnar-
stræti. Velgengni og ögrandi úrlausnar-
efni er yfirskrift tímabilsins 1971-1990.
Á fyrri hluta tímabilsins er verslunar-
reksturinn í mjög miklum blóma en í lok
þess er farið að halla undan fæti, m.a.
vegna tilkomu breyttra verslunarhátta og
hnignunar miðbæjarins. Árin 1991-2006
eru kennd við yfirskriftina Rýnt í sjálfs-
mynd og sögulega stöðu. Nauðsynlegt
reyndist að loka versluninni í Hafnarstræti
árið 1998 en hún hafði verið stór hluti
af sjálfsmynd félagsins um langt skeið.
Aukin áhersla á þjóðbúninga og vinna
við endurreisn faldbúningsins setti mark
sitt á tímabilið. Framtíð milli handanna
er heiti tímabilsins 2007-2013. Á þessum
tíma var tekin ákvörðun um að hverfa
úr miðbænum, selja húseign félagsins
að Laufásvegi 2 og kaupa núverandi
húsnæði í Nethyl sem þótti henta starf-
seminni betur. Samstarf félagsins við minja-
söfn jókst. Bækurnar Íslensk sjónabók
og Faldar og skart komu út á tímabilinu.
Þessi rit ásamt öðrum fræðsluritum sem
Heimilisiðnaðarfélagið hefur gefið út eða
stuðlað að í tímans rás, sýndu svo ekki er
um að villast að félagið gegnir hlutverki
á vettvangi íslenskrar minjavörslu og
á þar með erindi við landsmenn alla hér
eftir sem hingað til.
AÐ LOKUM
Til þess að verk af þessu tagi fái litið
dagsins ljós þarf margar hendur og
margar vinnustundir. Áslaugu verður
seint fullþakkað fyrir hennar ötula og
óeigingjarna starf við söguritunina.
Sögufélagi og ritstjóra þess, Önnu Lísu
Rúnarsdóttur, ber að þakka svo og
Helgu Gerði Magnúsdóttur sem hannaði
útlit bókarinnar, en fallegt og vandað
útlit vekur áhuga og eykur gildi verksins.
Margir félagsmenn unnu óeigingjarnt
starf svo sem við myndaöflun en mynda-
ritstjórn sá félagið um.
Aðstæður í samfélaginu gerðu það að
verkum að ekki var hægt að gleðjast sem
skyldi yfir útkomu bókarinnar. Strangar
samkomutakmarkanir vegna heimsfar-
aldurs komu í veg fyrir að unnt væri að
halda hefðbundið útgáfuhóf og enn hafa
formlegir fyrirlestrar og kynningar ekki
orðið að veruleika. En lauslega kynningu
á ritinu og viðtöl við höfund má nálgast á
vefsíðu Sögufélagsins. Vonandi mun sem
fyrst vera hægt að standa fyrir viðburðum
og uppákomum í tengslum við bókina.
Lesum og njótum!
Bókin Handa á milli – Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár er glæsilegt rit um merkilega
sögu félagsins útgefin af Sögufélagi haustið 2020. Bókin er rúmar 300 blaðsíður að lengd,
prýdd yfir 150 ljósmyndum. Ljósmynd: Snæfríður Jóhannsdóttir.
Auk myndefnis frá söfnum var mikil fjöldi mynda
tekinn sérstaklega fyrir bókina. Gripir úr safni
Heimilisiðnaðarfélagsins sem varðveittir eru
á Þjóðminjasafninu eru á meðal þess sem var
ljósmyndað. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson.